Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 Sviðsljós y í hringiðu helgarinnar Á laugardaginn var keppt í fyrsta sinn á íslandi í hinu alþjóðlega Sri Chinmoy hlaupi og það var maraþonlið jógahugleiðsluhópsins sem tók þátt í því. Þær Ásta Skæringsdóttir og Bryndís Svavarsdóttir voru í fyrsta og öðru sæti í sínum flokki en keppt var í fjórum aldurshópum. Hárið var frumsýnt í Islensku óperunni sl. fimmtudagskvöld. Þau Júlíus Hafstein, Erna Hauksdóttir, Sigurrós Guðmundsdóttir og Gísli Sigurðsson voru á meðal sýningargesta og að þeirra mati var sýningin frábær. ♦ DV-mynd SIS Listsýningin Gjörningar var opnuö í Borgarkringlunni á laugardag. Þau Gísli örn, Erna og Þórdís voru á meðal þeirra fjölmörgu sem voru á sýning- unni en þeim fannst margt koma í ljós sem vakti athygli og fannst þetta frí- kuð og skemmtileg stuðsýning. Hún Þórdís var ekki einungis að virða fyrir sér sýninguna heldur spilaði hún spuna á afrískar djembee-trumbur. Næg vinna fyrir hressa og duglega krakka. Komið og skráið ykkur milli kl. 9 og 11, virka daga, og milli kl. 8 og 10 á laugardögum Þverholti 14 - Sími 63 27 00 • Á‘;;- Þau Bryndís Sigurjónsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson og Ásmundur Brekkanskemmtu sér vel í afmælisveislu Dav- íðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítalanna, á laugardag. Meniúng Ragnheiður Jónsdóttir Ream: „Klettar og snjór, 1965. Yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream: Utsýnisf lug og uppstHlingar Segja má að þrjár konur hafi verið fulltrúar íslands í þeim miklu hræringum er áttu sér stað í bandarísku listalífi á fimmta og sjötta áratugnum er abstraktex- pressjónisminn átti sitt blómaskeið. Þessar konur voru Nína Tryggvadóttir, Louisa Matthiasdóttir og Ragn- heiður Jónsdóttir Ream. Nína og Louisa stunduðu þar nám og sýndu frá öndverðum fimmta áratugnum. Þegar liða tók á þann sjötta var Nína ílutt til Parísar en tónhstarkonan Ragnheiður Jónsdóttir Ream kom þá til skjalanna og ákvað að söðla yfir í myndlist að eigin sögn af tillitssemi við nágranna sína. Ragnheiður var þá þrjátiu og sjö ára gömul og hafði ekki lagt stund á myndlist áður að neinu marki. En fljótlega kom í ljós að hún hafði sterka tilfmningu fyrir formi og lit og var flestum snjallari í því aö feta hið vandfarna einstigi á milli þess hlutbundna og óhlutbundna. arins og tilfmningaróf listakonunnar ofar frásögninni án þess þó að takinu sé alveg sleppt á hlutveruleikan- um. í slíkum verkum nýtur listgáfa Ragnheiðar sín hvað best og má þar jafnvel líkja málarastílnum við tónlistarsköpun í lit, slík er tilfmningin í verkunum. Uppstillingar Uppstillingar listakonunnar eru hins vegar talsvert annar handleggur. Þar viröist í sumum tilvikum frem- ur um stúdíur eða tilraunir að ræða en fullunnin verk Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Innra sem ytra landslag í Norræna húsinu hefur nú verið opnuð yfirlitssýn- ing á verkum Ragnheiöar, en hún lést fyrir aldur fram árið 1977 sextug að aldri. Á sýningunni er fiörutíu og eitt verk frá árunum 1964 til 1976. Ragnheiður fluttist tfi íslands árið 1969 og hóf hún þá að mála íslenskt landslag með sínum einstaka hætti þar sem vart mátti á milli sjá hvort væri á ferðinni litrík abstraktmynd eða íslenskt landslag. Þessum áhrifum náði Ragnheið- ur m.a. með því að nota annað sjónarhorn en tiökast hafði, gjarnan ofan frá, líkt og Hrafnhildur Schram bendir á í sýningarskrá. Sterkir litimir auka ennfrem- ur við þá kennd aö hér sé um innra landslag að ræða ekki síöur en ytra. „Eldgos“ (nr. 7) og „Þverhnípi" (nr. 19) em þessarar ættar. Þar ríkja lögmál myndflat- og hefði að ósekju mátt sleppa nokkmm þeirra. „Kaffi- bolli“ (nr. 21) og „Blátt, rautt og grænt“ (nr. 29) eru þar undantekningar. í þeim verkum hefur listakon- unni tekist að skapa í senn fiarvíddarblekkingu, sterka en dulúðuga fitsldpan og formsterka heild. Tilraunir Ragnheiðar til að tefla saman slíkum uppstilfingum og hálfabstrakt landslagi, s.s. eins og í verkum nr. 32 og 34 þykja mér þó ekki ganga alveg upp. Hinn jarð- bundni heimur uppstiilingarinnar á einfaldlega ekki heima í loftkenndu útsýnisflugi listakonunnar yfir landið. En í heild sinni er sýningin áhugaverð innsýn í tilfmningríka list sem verðug er viðurkenningar í okkar listasögu. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 7. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.