Dagur - 24.12.1948, Side 4

Dagur - 24.12.1948, Side 4
4 JÓLABLAÐ DAGS deyr og Loftur, sonur lians, tekur við búi, Er þar sagt, að á Möðru- völlum skuli vera tveir prestar og djákn, og tekur prestur í leigur lieima 4 merkur, en utan garðs hálfa sjöundu mörk. Þar skal syngja hvern dag messu og hvern frjádag rúmhelgan 2 messur. Burtsöngur er til Guðrúnarstaða, Finnastaða, Kerhóls, Eyvindarstaða og Æsu- staða, og hafa verið hálfkirkjur eða bænahús á þessum bæjunr. jafn- framt er tekið fram, að gröftur og sálugjafir séu úr Öxnafelli og fyrir áustan Eyjafjarðárá, allt þaðan upp, sem byggt er. Af 12 bæjurn ljóstoll- ur og heytollur. Gripir innan kirkju eru taldir þessir: 5 messu- kkeði, kápur, 4 yfirsloppar, (i alt- arisklæði, 17 messubækur ýnriss konar, 5 krossar, 4 líkneskjur, 1 skrín, 2 tabulur ýaltaristöflur), 3 kaleikar, 3 dalmatikur, 2 glóðarker, 1 eldberi, 2 kistur, 5 stólar, 5 stikur, 7 khtkkur, 1 bjarnarfell, 1 foritur, 1 ketill, f bakstursjárn, 2 propicia- toria (þ. e. huslker) og 1 Maríu- skript. Tjöld voru um alla kirkju og þrír glergluggar. I sambandi við þennan máldaga er jress getið, að Sigurður Seltjörn.hafi gefið í testa- menti sitt kirkjunni jrrjú hundruð og Þorgils á Guðmundarstöðum hafi gefið henni hest. — Sigurður Jtessi var Sighvatsson og hafði átt Valgerði systur Þórðar Hallssonar. Stóð brúðkaup þeirra með mikilli rattsn að Möðruvöllum í ágúst 1274 og var þangað boðið öllu mesta stór- menni landsins. Hala þau Sigurðttr og Valgerðttr búið í Eyjafirði (Bps. I, 702) og virðist hann vera dáinn fyrir 1311. — Einnig er sagt í viðbót við þennan máldaga, að Eiríkur bóndi hafi lagt með Lofti syni sín- ttm 2 dúka glitaða, bjarnarfell nvtt, 2 bríkur og 2 merki. Mun þetta vera svo að skilja, að hann hafi gef- ið kirkjunni Jjetta í sálngjöf eftir þennan son sinn, sem andazt ungur. Er hér vafalaust átt við Ei- rík Magnússon frá Svalbarði. Það er og auðséð af Pétursmál- dögum lr:í 1394, að kirkjan hefttr auðgazt vel um daga Eiríks. Er Jrar sagt, að hún hafi átt í lausalé. er F.i- ríkur bóndi Magnússon andaðist (1381), 18 hundruð í hrossum, kú- giklum og vaðmálum, en auk þess hali lagzt „eltir Eirík bónda 60 hundraða, hálft hvort kúgildi og vöruvirt góz, og að auk landið að Björk fyrir stöpulgjörð. Virðist svo sem þurft hafi að endurbyggja stöp- id kirkjunnar, er Eiríkur féll frá, og hafi lljörk þá verið lögð til 'kirkjunnar til að mæta Jjeim kostn- aði. F.nn fremur er lrá því skýrt, að lagt hali verið til kirkjunnar, með- an Soffía var, þrjú kúgildi,. svo að alls eigi kirkjan nú 81 hundrað. I viðbæti við Jrennan máldaga segir, að ár 1399, þegar .séra Þórður og séra Steinmóður officialis liafi reiknað góz kirkjunnar liafi Sofíía handlagt kirkjunni til eignar, auk Jress, sem áður er skrifað, 30 hunr- í portion og 19 hundruð og rnörk í fyrnd á kirkjuhlutaniun í heimajörðinni. Sýnir Jretta, að Soffía Eirksdóttir hefur búið á Möðruvöllum milli 1390 og 1400, þá orðin ekkja, og langsennilegast, að hún haíi búið þar frá 1381. Eigi er vitað, hvað hún bjó ]>ar lengi fram yfir aldamót 1400, en þegar líður Iram um 1420, fer Lofts, sonar hennar, að verða Jrar oftar getið, og sjálfsagt hefur hann átt bú |>ar frá því móðir lians dó, hve oft sem hann hefur dvalizt heima þar. í máldögum Jóns biskups Vil- hjálmssonar, 1429, segir, að Loftur bóndi hafi lagt kirkjunni til tvenn messuklæði sæmileg, og auk Jiess hafi hann gefið kirkjunni sæmileg- an hökul og dalmatiku, hvort tveggja með hlöðum, og liafi lofað að láta gera bæði serk og höfuðlín. En jjremur ;írum síðar andaðist hefur líin íorna, Iræga alíaristaíla í Möðruvallakirkju■

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.