Dagur


Dagur - 24.12.1948, Qupperneq 23

Dagur - 24.12.1948, Qupperneq 23
JÓLABLAÐ DAGS 23 torleystari. Eins og áð'ur segir, var hann með grasatínu stóra spennta á baki, fulla af stevar- gróðri og steiuuin. Gat luin ef til vill hantlað hontun að neyta suntls, cflir að liann losnaði við hcstinn. Stunum ilatt í hug, að hesturinn hefði slegið hann í höfuðið á sundinu. Hann gat og Iiafa fengið aðsvif, er hann kom í vatnið. En þetta sviplega fráfall hans er ó- ráðin gáta, því þar er enginn til frásagna. Líkið var sveipað ábreiðum, og bárttm við það þannig lieim að Hofi. Faðir Olafs. Davíð prófaslur Guðmundsson, tók á móti okkur, og lögðuiu við líkið að hans tilvisan á legubekk í íbtiðarhúsinu. Líndúkur hafði verið breiddur yfir ásjónuna. Sira Davíð lók hann af, og var þá að sjá, eins og liinn látni sviefi værum svefni. Mælti þá prófastur af niiklum þunga: „Svona átti þá viðskilnaður- inn að vera." Atti hann þá sýnilega erfitt með að verjast því að gefa tilfinningum sínum iausan tauminn. En allt í einu hleypti hann í sig karlmannlegri hörkti, kippti vettlinguin af hiindum líksins, bauð okkur inn í stofu og veitti okkur kaffi og brcnnivín og var þá eins og hann átti að scr að vera. Stefán, faðir Stefáns kennara, var þarna viðstaddur. Hann hafði orð á því, að heim- koina sonar síns yrði honum sorgleg, og nuindi hann sakna vinar í stað. Prófastur svaraði því á þcssa leið og var faastmæltur, cins og hann var jafnan: „Hvað er að kippa sér upp við þctta. Eitt sinn skal hver deyja. í dag mér, á morgun ]>ér.“ Síðan hafði hann orð á, að það væri óþarfi að drepa sig í Hörgá, þar sem brú væri komin á hana, og að betri væri krókur en kelda. -Frú Sigríði, móður Olafs, sáum við ekki. Húii mun hafa grátið son sinn í einrúmi. Stefán kennari kom lieim af þingi seinni part þessarar sötnu viku. Hann kom ríðandi út á Möðruvallanes til okkár piltanna á leið út að Hofi. I’egar hann hafði heilsað okkur, spurði liann: „Hvár lá vinur Ólafur?" Síðan reið hann á þann stað. JaýSarför Olafs Davfðssonar fór fram 15. seplember" 1903 að Möðruvöllum i Hörgár- dal að tiðstöddu fjölmenni. Síra Jónas Jónas- son á Hrafriágili flutti líkræðuna í kirkjunni, og sira Geir Sæmundsson söng ljóð, er síra Matthfas Jochtuusson liafði kveðið eflir hinri látna, og er crindið liér að framan þaðan. Erfiljóðin hefjast á þessa leið: Hér sé guð og heilög ró! — En mér heyrðist Hrannar dyntir: Hvernig? Vai' það, ljúfi vinur: haltney víst þér hörpu sló? Og við liennar yndiskliðinn, eins og barn við Jækjarniðinn, fannstu fró. Og síðar scgir svo: Sagnagyðju lýðs og lands enginn maður meira unni, mat, né skilja betur kunni: Sál vors lands var sálin lians. Þeirrar sálar sumardrauinar sungu nijúkt sem bláir straumar ljóð vors lands. Auk Matthíasar kváðu erliljóð um Ólaf þeir dr. Jón Þorkelsson og Guðmundur Frið- jónsson. Þannig lauk ævi þessa séikennilega gáfu- og fræðimanns. Hann var á fertugasta og öðrtí ári, er hann beið bana í Hiirgá, á aldur við F.ggeri Olafs- son, þegar liann sökk „ofan I bráðan Hieiða- fjörð." En þó að Oláli Davíðssyúi yrði ekki lengra lífs auðið, lél liarin cftir sig mikið' og merki- legt ævistarf, scm nuin halda nafni hans á lolti uin ókomnar aldir. Einar IIjörleifsson segir iini liann í „Norðurlandi": „Það var eðli haiis að vera sivinnandi, eins og hann gæti ekki verið iðjulaus, og hann lék sér að því að vinna hvíldarlaust lö stundir á sólar- hring við hvað sem var, hvort heldur niður- röðun og athugun grasasafns síns, þjóðsagna- ritun eða samningu fornbréfasafnsregislurs, sem hann vann að oftsinnis fyrir dr. Jón Þor- kelsson." Ólafur Davíðsson var mikilvirkur rithöf- undur, og liggur ntikið eftir hann prentað. Aðalrit hans eru: ísleiizkar gdtur, skemmtanir og þulur, sem Bókmenntafélagið gaf út í fjórum binduin, fslenzkar þjóðsögur, sem Þorsteinn M. Jónsson hefir gelið út í þreinur bindum, Galdrar og galdramtil d íslandi, sem Sögulélagið hefir gefið út. Auk Jress liggur eftir hann'aragrúi lcngri og stytlri rit- gerða um margvísleg efni í blöðuin og tíma- rilum, þar á rneðal ritgerð, sem nefnist Um þilskiþaveiðar, er hann skrifaði 24 ára, kom lnin út í Andvara, og hlaut Ólafur verðlaun fyrir hana. Á háskólaárum síniim í Höfn lagði Ólafur stund á nállúrufra'ði, einkuni grasafræ'ði. likki tóki liann þó próf í þeim fræðum, og mun áliugi lians á þjóðsagnafræðum hafa hamlað' því. Þegar hann kom heim árið 1897 cftir 15 ára Hafnarvist, lók hann af kappi að rannsaka gróð'tiv og safna plönlum aö sumr- inu, en vann að þjóð'snguniim á velrum, þeg- ar liann gai vegna kennslustarfa. en við Möðruvallaskólann kenndi hann töluvert í forföllum þeirra Stefáns og Hjaltalíns. Guðmiindur Friðjónsson segir í eflirmæl- iiin síiiiun um Ólaf: Gista hel í íslandsálutn, úti verða á grýttti hjarni, það liefir mörgu þjóðarbarni þrýsi að dauðaus metaskálum. Þú varst mikill þjóðfraðingur, þjóðlegur á ýmsa vegi, cnda laukstu ævidegi eins og margiir Snælendingur. Ólafur Davíðsson lét lífið í einni af liiniim náttúrufræðilegu rannsóknarferðum síntiin. Einar Hjörleifsson segir um Hafnarveru Ólafs: „A'Isiniianianns-upjrlag var í lionum óvenju- lega mikið; hann virtist enga hliðsjón hafa á því, hvað ga'li orðið honum að atvinnu cð* gróða, heldur lagði stund á fraði sín í því skyni einu að fra'ðast. Þegar fram í sótti Hafnarvcru hans varð líf lians allreglulítið og slarkfengið. Alltaf vann hann [>ó með köflum eins og víkirigur. Heilsan bilaði ekki, á hverju sem gekk. Og liann spilltist ekki — alltal var hann jafn- áreiðanlegur í loforðum sínuni, jafn-hrein- skilinn, sannorður og hreinlijartaður. I liann var sýnilega niiklu meira spunnið cn almennt gcrðisl. Við kvenmann var liann aldrei kennd- ur á nokkurn liátt." Ólafur Davíðsson var maötir einrann og nokkuð' stiiltur í sptina við fyrstii kynningu, en við nánari kynni löðuðust menn að hon- um, því að þá fundu ]>eir til hjartahlýjunnar, sem í fyrstti duldist undir skelinni. Brjóstga'ði hans voru svo mikil, að hann mátti ekkert aiunt sjá. Einar Hjörleifsson segir um hanri J>essa sögu, sem lýsir honuin vel: „Einu sinni sem oftar kom hann liingáð á Akureyri í illu vcðri; for mikil var á götun- um. Nokkuð fyrir utan hótelið var mánnræfill hlindfullur, sem stungizt hafði í forina og skaddazt svo á höfði, að blóð vall úr sárinu og blandaðist við saurinn, sem hann var at- aður í frá hvirfli til ilja. Allir, sem á horföu, létu þetta afskiptalaust og biðu þess, að lög- reglan tæki manninn. „Illt er þetta,“ scgir Ólafur, „eg verð' að hjálpa mannskepnunni, þólt ekki þekki eg hann." Svo fiskaði hann manninn upp úr forinni, draslaði honuni inn í hótel, þvoði á honum höfuðið cins vcl og hann gat, batt uin það vasaklút síniiin og borgaði fyrir hann næturgreiðann — nákvæm- lega eins og Samverjinn miskunnsami." Barnavinur mesti var Ólafnr, enda hændust ]>au mjög að honiim. Hann klæddi sig úr fötunum og gaf sinn síðasta eyri til ]>ess að bæla úr böli þeirra, er hágt állu. Sjálfur var hann fálækur alla ævi. Hann var frábærlega óglysgjarn maðnr, „smáði gort og glys og hrós ', eins og Matl- lilas segir í eftirmælunum. — „Mikill sýntim, hár lil herða, hverjtim betur að þreki rætnd- ur.“ Þannig lýsir Guðmundiir Friðjónsson honum í kvæði slnu. Fáum eða enguin liefi eg kynn/l á lifslcið- inni, sem hafa orðið mér hugstæðari en Ol- afur Davíðsson. F.g tek undir það, er dr. Jón Þorkelsson kvað: Olafur var einn af þeim, sem enginn frá mér lirekur, þangað til að held eg heim, livað sem ]>á við tekur. «

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.