Dagur - 21.12.1960, Page 5

Dagur - 21.12.1960, Page 5
ist við um skeið sakamaður er Kolbeinn nefndist, sennilega úr Eyjafirði. Sú saga er sögð um Kolbein þennan, sem líklega hefur þó ekki verið hans rétta nafn, að það var eitt sinn að menn ýttu úr vör í Hornshöfn, að óþekktan mann bar þar að og falaðist hann eftir skipsrúmi. Var honum leyft að fljóta með, enda þótt heimamönnum fyndist náungi þessi all skuggalegur og grunsamlegur. Jafnan reri Kolbeinn á fremstu þóftu því hann kvaðst ekki vilja hafa neinn að baki sér og hafði öxi mikla við hlið sér. Ekki vildi Kolbeinn láta neitt uppi um hagi sína og var mjög fáskiptinn. Þegar í land kom, tók hann það af aflanum sem hann gat borið og hvarf. Þar kom þó að Kolbeinn fór að valda ýmsum búsifjum heima á Horni, svo að Hornsbændur töldu sig ekki geta þolað hann lengur í nábýli við sig, gerðu aðför að honum, drápu hann og dysjuðu á staðnum. En ekki vildi Kolbeinn una þessum málalokum, heldur gekk aftur og var nú hálfu vérri viðureignar en nokkurn tíma í lifanda lífi. Var þá grip- ið til þess ráðs að leita til prestsins í Bjarnarnesi um liðveizlu. Klerkur gerði nú reisu að Horni, lét taka lík Kolbeins úr dysinni og flytja að Bjarnarnesi, þar var hann nú jarðaður að nýju undir hól nokkrum skammt utan við túnið. En ekki lét Kolbeinn sér þetta lika og iá eigi kyrr að heldur, var hann nú enn uppgrafinn og i þetta sinn fluttur í kirkju garðinn. Ekki þótti þó fært, að jarða .hann að öllu leyti innan garðs þar sem hann var sekur fundinn í lifanda lífi, var gröfin þvi hálf inni í garðinum og hálf utan við. Þetta bragð dugði. Síðan hefur Kol- beinn ekki gert vart við sig svo vitað sé, en Kolbeinshellir og leiði hans í Bjarn- arnes-kirkjugarði, sem enn sést glöggt, minna á þetta olnbogabarn veraldar. Toéarar skólu hafsbotninn. Uti fyrir strönd Hornafjarðar voru lengi ein fengsælustu fiskimið. Þar mátti oft sjá, fyrr á árum, segl við segl, en þar voru franskar skútur og færeyskar á handfærafiski. Seinna komu á þessi mið enskir og þýzkir togarar sem skófu hafs- botninn upp að landstginum. Það er ekki ný saga að útlendir togarar hafi sýnt frekju og yfirgang á Islandsmiðum. Oft kom það fyrir, eftir að vélbátaút- gerð hófst við Hornafjörð, að bátarnir komu línulausir í land, vegna þess að togari hafði siglt yfir línur þeirra og far- ið með alla trossuna aftan í sér. Miðin voru nær eftirlitslaus, því hið danska eftirlitsskip lá lengstum í Reykjavík.. Eftir að togararnir komu á miðin, hurfu seglskipin smátt og smátt og má segja, að þau hafi verið með öllu horfin um 1920 að undanteknum nokkrum færeyskum. Mörgum togara varð hált á því, hve nærgöngulir þeir voru strönd- inni og fengu margir þeirra hinzta hvílu- rúm á söndunum kringum Ingólfshöfða. Sjaldan varð þó mikið manntjón í þess- um ströndum, þvi segja má að skipin, sem þarna strönduðu, færu upp á þurrt land. Stundum lentu þó skipbrotsmenn í hrakningum eftir að í land kom, og týndu lífi af þeim sökum. Skipum skolaði á land. Allskonar erfiðleikar gátu skapazt í sambandi við móttöku og aðhlynningu þessara strandmanna. Húsakynni voru víðasthvar lítil og fólk yfirleitt illa und- ir það búið að hýsa, fæða og jafnvel klæða um lengri eða skemmri tíma jafn- vel heila skipshöfn. Það voru þó ef til vill ekki mestu erfiðleikarnir, heldur hitt, að koma þessum mönnum í veg fyr- ir skip, svo að þeir kæmust heim til sín. Venjulega var ekki um annað að ræða, en að flytja. þá á hestum til Aust- fjarða, og tók sú ferð þrjá til fjóra daga hvora leið og jafnvel miklu lengur, ef snjóar voru á fjallvegum. En auk erfiðra fjallvega, sem eru á þessari leið, eru líka straumharðar og viðsjárverðar ár. Margir skipbrotsmanna kunnu ekki að sitja á hesti, og voru sí- fellt að detta af baki. Þessa menn þurftu þá fylgdarmennirnir stundum að taka á hnakknefið fyrir framan sig og reiða þá yfir vatnsföllin. Kom það sér þá vel, að Oræfingar, sem oft völdust til þessara ferða, voru afburða vatnamenn og hest- ar þeirra traustir. Aldrei vissi ég til að alvarleg óhöpp hentu í þessum ferðum þó furðulegt megi kalla, og má það ugg- laust þakka hinum traustu og öruggu fylgdarmönnum og úrvals hestum þeirra. Hroðaleg sjóslys. Árið 1873 varð eitt hið mesta sjóslys, sem sögur fara af hér við land, á miðun- um út af Hornafirði. Hinn 5. október þetta ár voru að venju margar franskar fiskiskútur á svæðinu frá Stokksnesi að Mýrabugt. Þær voru yfirleitt grunnt und- an landi, því að veður var gott og fisk- ur á grunnmiðum. En um kvöldið og að- faranótt hins 6. október gekk í sunnan eða suðvestan rok með haugabrimi. Um morguninn hinn 6. október varð heimil- isfólk á Horni vart óvenjulegra manna- ferða. Fjöldi útlendinga stefndi þar heim að bænum, en það reyndust vera leifar af skipshöfnum sex skipa, sem strandað höfðu um nóttina. I þá daga var tvíbýli á Horni, og er svo enn. I öðr- um bænum bjó Eyjólfur Sigurðsson, oft kallaður timburmaður, en hann hafði lært smíðar í Reykjavík og Kaupmanna- höfn og var orðlagður smiður, en í hin- um bænum bjó Sigurður Snjólfsson. Sumir skipbrotsmenn voru illa slasaðir, en læknir var þá enginn í Skaftafells- sýslu, og næsti læknir ekki nær en á Eskifirði. Það voru því engin tök á að veita þessum mönnum nauðsynlega læknis- meðferð og varð að bjargast við heima- fengna hjálp í því efni sem öðru. Heim- ilisfólk á Horni flutti allt í annan bæ- inn, en hinn var tekinn til íbúðar fyrir strandmennina, tveim nautum var slátr- að þeim til matar og yfirleitt svo vel að þeim búið sem tök voru á. Ekki veit ég með vissu hve dvöl Frakka á Horni varð löng að þessu sinni, en sennilega hafa þeir dvalið þar í mánuð eða meira, þá voru þeir fluttir landveg austur á Austfirði, allir nema tveir, sem ekki voru ferðafærir vegna meiðsla, er þeir höfðu hlotið, og voru þeir á Horni fram á sumar. Gengið á fjörur. Þegar veðrinu slotaði, var strax gerð- ur út leiðangur manna til að ganga á fjörurnar. Þar hafði rekið mikið brak úr skipum víðs vegar og fjöldi af líkum. Jón Guðmundsson, smiður og bóndi í Þinganesi, sem er næsti bær við Horn, var fenginn til þess að smíða utan um hina sjódrukknuðu menn, það er að segja þá, sem ráku á fjörurnar við Hornafjörð, og var hann, ásamt vinnu- manni sínum, í fjórtán daga við smíð- ina. — Timbur var þá ekki hægt að fá i verzlunum, og urðu þeir félagar að fletta rekatrjám til þess að fá efni í kist- urnar, en af slíkum trjávið var nóg á fjörunum og unnu þeir að smíðinni þar á staðnum. Kláruðu þeir 2—3 kistur á dag. Enginn veit með vissu, hvé mörg skip fórust þessa nótt, en sumir álitu að þau hefðu verið 19. Furðutegt atvik. Eitt hinna sex skipa, sem strönduðu, tók land með stórfurðulegum hætti. Það mun hafa ætlað sér að komast austur fyrir Stokksnesið, en það er klettatangi, sem gengur í sjó fram suðaustur af Litla JÓLABLAÐ DAGS 5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.