Dagur - 21.12.1960, Síða 6
horni. Skipshöfnin hafði barizt við storm
og stórsjó mest alla nóttina og setti alla
ycn sína á það, að ná fyrir Stokksnesið
og komast í stilltari sjó í Lón-bugtinni.
En mundi þetta takast? Sjólagið benti
Óneitanlega til þess, að þeir vaeru í-
skyggilega nálægt landi. Allt í einu ríð-
ur ógurlegur brotsjór undir skipið, sem
berst á fleygiíerð með öldufaldinum, án
þess að nokkuð verði ráðið við, stefnu
þess, og í einni svipan skeður það, að
skipið situr fast á kietti. Skipverjar áttu
nú von á því, að næsta ólag riði yfir og
þar með væri öllu lokið. En það fór á
aðra leið. Sjór kom aldrei að skipinu
eftir þetta. Þarna sat það á réttum kili
milli tveggja steina, eins og því hefði
verið ráðið til hlunns og mennirnir
gengu þurrum fótum i land. Skipið hafði
stranþað sunnan á Stokknesinu og klett-
urinn, sem það sat á, er 6—8 m. yfir
sjávarmáli. Má nokkuð af því ráða,
hvernig sjólag hefur verið. Skipstjórinn
gaf nú þá skipun, að skipið skyldi yfir-
gefið og skipshöfnin leita bæja, sjálfur
kvaðst hann ætla að skreppa niður í
káetuna og sækja skipsskjölin. En skip-
stjórinn kom ekki aftur. Og þegar farið
var að grennslast um hann, fannst hann
örendur í koju sinni, hafði tekið eitur.
Sagt var, að þetta hefði verið þriðja
skipbrot hans, og hefði hann ekki viljað
eiga fleiri slík á hættu.
Þe&at herskipin komu.
Einn dag að áliðnu sumri 1874, sá
beimilisfólk á Horni, hvar herskip kom
öslandi af hafi og stefndi inn á Horns-
vík. Ekki var laust við, að nokkur beyg-
ur væri í fólki yfir komu þessa skips,
því að menn óttuðust að hér kynnu að
vera ræningjar á ferð.
Sögur af Tyrkjarápinu voru þá enn
sagðar manna á milli og þeir atburðir
ekk,i svo víðsfjarri í hugum fólksins.
Hér var þó ekki um neitt ræningjaskip
að ræða, heldur var herskip þetta sent
af frönsku stjórninni rakleitt í heimsókn
að Horni. Erindið var, að heiðra Horns-
bændur i þakklætisskyni fyrir móttöku
hinna frönsku skipbrotsmanna veturinn
áður. Voru Hornsbændur sæmdir heið-
ursrnerkjum úr gulli, en auk þess var
þeim afhentur fiskibátur með öllum bún-
aði og Eyjólfi timburmanni færðu þeir
öll trésmíðaverkfæri sem handverki hans
tilheyrðu. Munu þau verkfæri flest öll
vera til enn á Horni.
Einhver spurði Eyjólf að því nokkru
síðar, hvort hann hefði fengið kross.
„Nei“, svaraði hann snög'gt. „Eg vil ekki
6 JÓLABLAÐ DAGS
skitnýta danskan kross hjá frakknesku
heiðursmerki".
Sonarbörn Eyjólfs, sem nú búa á
Horni, varðveita þetta heiðursmerki afa
síns sem helgan dóm.
Lifir Eyjólfur?
Mörgum árum eftir að þessir atburðir
gerðust, var það eitt sinn sem oftar, að
farið var í fiskiróður úr Hornshöfn. I
þessum róðri höfðu Hornsmenn sam-
band við franska skútu þar á miðunum,
sem ekki var óalgengt í þá daga. Höfðu
frönsku skútukarlarnir ýms viðskipti við
íslenzku sjómennina, keyptu af þeim
vettinga og sokka i skiptum fyrir „pom-
polabrauð" og rauðvín, og þóttu það góð
viðskipti á báða bóga. Þó að málið væri
ólíkt, komust þeir fljótt upp á það að
skilja hvorir aðra, það skapaðist eins
konar sérmál, sem Frakkar og Islending-
ar notuðu sín á milli á Austfjörðum. I
þetta sinn var þó einn gamall maður á
hinni frönsku skútu, sem talaði nokkuð
íslenzku, og þegar hann heyrði, að þessir
harðlegu sjómenn væru frá Horni, varð
hann hugsi, en sagði svo: „Lifir Eyjólfur
á Horni enn?“ Var honum tjáð að svo
væri. Þá bað sá franski fyrir góðar
kveðjur og sagðist hafa verið einn af
þeim, sem nutu gistivináttu Hornsbænda
veturinn 1873.
Þó að Hornafjörður væri um langan
aldur eitt afskekktasta hérað hér á landi
og mjög erfitt um alla aðdrætti úr kaup-
stað, en verzlun þurfti lengi að sækja til
Djúpavogs eða alla leið til Seyðisfjarð-
ar, þá munu Hornfirðingar alltaf hafa
bjargast allvel af því, sem aflaðist til
lands og sjávar, og þurftu ekki æfinlega
mikið fyrir þeim afla að hafa. Mikið af
loönu gekk oft inn i fjörðinn, eða hún
barst þangað með straumi, og á eftir
henni rann þorskurinn og stundum hval-
ir, sem þá festust á sandeyrum í firðin-
um og voru þá stungnir til bana. Þorsk-
urinn, sem inn í fjörðinn lenti, varð held-
ur ekki langlííur, því að hann fékk fljót-
lega sand og jökulleir í tálknin, og af
þeim sökum flaut hann upp. Þurftu
menn því ekki annað veiðarfæri en lít-
inn gogg eða bara hendurnar til að tína
fiskinn upp.
Þannig hlóðu menn oft báta sína af
stórum og feitum þorski.
Samvinna í lífsbaráttunni.
Einangrun héraðsins kenndi mönnum
þau sannindi, að samvinna og samhjálp
er mikilvæg i lifsbaráttunni, og ef ein-
hver varð fyrir skakkaföllum, voru ótal
hendur tilbúnar til hjálpar. Ef einhver
þurfti t. d. að byggja yfir heimilisfólk sitt
eða fénað, komu nágrannarnir og aðstoð-
uðu hann með því að leggja fram eitt eða
fleiri dagsverk í vinnu. Ekki var ætlazt
til að þessi vinna væri greidd, nema þá
gagnkvæmt þegar annar þurfti á að
halda.
Þetta voru nokkurskonar óskráð lög
þar um slóðir og eru vist í fullu gildi
enn, þó að allar aðstæður og efnaleg af-
koma hafi breytzt til hins betra á seinni
árum.
Hagleiksmenn.
I Hornafirði hafa löngum verið hag-
leiksmenn, en á því timabili sem hór
hefur aðallega verið dvalið við, bera þeir
hæst Eyjólfur á Horni, Jón i Þinganesi
og Eymundur Jónsson í Dilksnesi.
Eymundur hafði numið járnsmíði í
Kaupmannahöfn og var snilldarsmiður,
ekki einungis á járn og aðra málma, held-
ur einnig á tré.
Það bar til eitt sinn eftir að vélbáta-
útgerð hófst í Hornafirði, að bátur frá
Austfjörðum varð fyrir þvi óhappi í
byrjun vertíðar, að skrúfuöxullinn, sem
var úr kopar, brotnaði. Ekkert vélaverk-
stæði var þá á Hornafirði og var því
ekki annað sýnna, en að senda þyrfti öx-
ulinn til Seyðisfjarðar til viðgerðar, en
það mundi taka langan tíma, vegna þess
hve samgöngur voru þá slæmar. Það var
því allt útlit fyrir, að báturinn mundi að
mestu tapa af vertíðinni og eigendur
hans verða fyrir stórtjóni. Þá datt ein-
hverjum Eymundur i hug, en hann var
þá orðinn fjörgamall maður, og einn
þeirra þremenninganna, sem enn var of-
ar moldu.
Gamli maðurinn var nú sóttur til að
skoöa öxulinn, sagðist hann ekkert geta
við þetta átt, hefði ekki áhöld til slíkrar
smíði. Eitthvað mun hann þó hafa gefið
í skyn, að hann hefði nú einhvern tíma
treyst sér til þess að koma þessu saman,
að minnsta kosti fór það svo, að öxull-
inn var fluttur heim í smiðju til Ey-
mundar og þaðan kom hann heill út aft-
ur, var settur á sinn stað í bátinn og
dugði vertíðina á enda og kannske leng-
ur. Þótti þetta ganga galdri næst, enda
má segja að það hafi verið vel af sér
vikið þegar litið er á það, að áhöldin til
að framkvæma verkið voru ekki annað
en smiðjuloginn og nokkur einföldustu
handverkfæri.
Nokkur metingur eða kapp var á milli
þeirra Eymundar og Jóns í Þinganesi um
það, hvor þeirra gæti leyst af hendi