Dagur - 21.12.1960, Page 10
kliðmjúkum
röddum kríunnar
og höfgur ilmurinn
frá steinbrjótunum
sem glitra
í dimmgrænum mosanum
í básvík
orkar á
óvit mitt
eins og íturvaxinn
karlmaður
í sólbaði
á sumarströnd
Nú var Pegasus orðinn reiður. Hann
fór að ausa, prjóna og verða staður.
Svo frísaði hann útúr sér, vonzkulega:
„Því yrkirðu svona, kvenmaður." Svo
var hann horfinn. Ég veit ekki hvort
hann sökk eða varð uppnuminn. Ég hef
ekki séð hann síðan.
Þarna stóð ég eftir, hálfringluð eftir
þetta andans afrek, en áttaði mig samt
fljótt og hélt til strandar, því ég átti
eftir að kynna mér útgerðina. Hitti ég
þá tvær stúlkur, sem voru að snúa
töðuflekk, tók ég þær tali og spurði
þær ráða. Ráðlögðu þær mér að ganga
þar út með klöppunum og niður með
sjónum og gerði ég svo. í bakaleið kom
ég að litlu húsi. Voru þar net á trönum,
til þerris. Ekki leizt mér að þau mundu
veiðin í Mývatni. Hafði ég nú kynnzt
útgerðinni nokkuð.
Þarna hitti ég gott fólk og gestrisið.
Bauð það mér inn í kaffi, þáði ég það
með þökkum. Sá ég að það var sama
fólkið og verið hafði í flugvélinni um
morguninn, nema halti karlinn og fé-
lagi hans. Sagði ég því frá fornum
kynnum af Grímsey, gegnum Aðal-
björgu og fólki því, er hún hafði mest
talað um þar. Kannaðist það við þessa
atburði af afspurn, er þar höfðu skeð
og ráðið örlögum hennar og burtför.
„Við skulum kalla á afa,“ sagði einhver
viðstaddur. Var þá komið með gamlan
mann, myndar karl, og skýran í svör-
um, er var sýnilega setztur að í skjald-
borg sinni eftir unnin afrek. Hafði
hann verið drengur, þegar Baldvin dó,
og vissi um atvik öll að því slysi og
fékk ég þar staðfestingu á mörgu því,
er Aðalbjörg hafði sagt mér áður. Sá
ég nú enn betur en áður, hver með mér
var og hafði hingað vísað. Þarna dvaldi
ég nokkra stund í góðum fagnaði og
félagsskap, unz tími minn var á þrot-
um, og flugvélin á förum. Kvaddi ég
þá þetta ágæta fólk og Grímsey og fékk
góðan byr til Akureyrar um kvöldið,
10 JÓLABLAÐ DAGS
Það er suinarfagurt i Grímsey (Ijósrn. ED).
og þóttist hafa gert góða ferð til Gríms-
eyjar, þó ég hefði kosið þar dvöl lengri.
Nú er það svo, að þegar vér höfum,
að sjálfsmati, gert ódauðleg afrek á
andlegu sviði, verður þess ekki að fullu
notið, nema einhver njóti þess með oss.
Hafoi ég nú um stund hljótt um þetta
listaverk okkar P.egasusar.
Stuttu eftir Grímseyjarförina, fór
góður gestur að venja komur sínar í
Listigarðinn og urðum við málvinir.
Þetta var eldri bóndi úr Grímsey og
hafði búið að Básum, er hann taldi feg-
ursta útsýn frá af öllum bújörðum á
landi hér.
Við töluðum oft um skáldkap og fag-
urfræði. Þetta var náinn ættingi Matt-
híasar. Þar var kominn rétti maðurinn
til að lesa fyrir kvæði mitt og líklegur
til að meta það og skilja.
Einn fagran morgun vorum við á
göngu í Lystigarðinum milli bjarka og
blóma, í rómantískum, hástemmdum
hughrifum, að ég tek að lesa honum
kvæði mitt. Ég fann strax, að ég hafði
góðan áheyranda, og þegar ég hafði
lokið lestrinum, varð djúp þögn.
Er maðurinn svona yfir sig hrifinn,
hugsaði ég, að hann er mállaus, eða
hefur mér nú orðið eitthvað á.
Svo kom slagið. Það eru bara engar
súlur i Grímsey, sagði minn góði á-
heyrandi.
Engar súlur í Grímsey, át ég eftir
honum vonsvikin, er þá kvæðið mitt
ónýtt.
Nei, svaraði hann, þær voru þar einu
sinni, en svo hrundi úr bjarginu, þar
sem þær voru, og þá hurfu þær, kann-
ske koma þær einhvern tíma aftur.
Hann fann með næmleika karl-
mannsins hve mikið mér varð um þetta
og vildi segja eitthvað fallegt til að
hugga mig.
Mér er snma hvar ég hefði heyrt
þetta kvæði. Ég hefði þekkt, að það var
eftir þig, bætti hann við.
Það dró ský frá sólinni.
Hann sagði að kvæðið væri eins og
eftir mig.
Ég var ekki í neinum vafa lengur.
Þrátt fyrir þetta leiðinlega atvik með
súlurnar, vnr kvæðið gott.
30. nóvember 1960.
4