Dagur - 21.12.1960, Qupperneq 17

Dagur - 21.12.1960, Qupperneq 17
Rústirnar i GörðUm. l'jósdyrnar á miðri myndinni. (Ljósrn. Þorst. Jósepsson). veðráttan harðnaði, hafa Eskimóarnir leitað suður með ströndinni, og þá hefst samkeppnin um veiðifangið. — Ef í odda skarst, stóðu hinir norrænu að sjálfsögðu mun verr að vígi, m. a. vegna þess, að þeir höfðu fasta búsetu, en Eskimóarnir hinsvegar á sífelldu flakki. Ef fara skyldi herferð gegn þeim, gátu þeir verið á bak og burt, enda höfðu þeir miklu betri samgöngutæki, þar sem voru hundasleð- inn og kajakinn, svo að hinum hefur ver- ið ómögulegt að elta þá uppi. — Það eina, sem segja má, að hafi gefið þeim vissa yfirburði í baráttunni við Eski- móana, var járnið. En járn gengur úr sér. Þótt nóg járn sé í jörðu á Grænlandi, hafa þeir ekki vitað af því, og þótt þeir liefðu vitað um það, hefðu þeir ekki getað unnið það, og rauðablástur virðist ekki hafa tíðkazt þar líkt og hérlendis í fornöid, enda segir i annálum, að árið 1198 hafi Ásmundur nokkur kastanrassi komið af Grænlandi við 13. mann á litlu skipi, sem allt var tréneglt og sin- bundið, og fyrst járnskorturinn var orð- inn svo alvarlegur þá þegar, hefur ekki biásið betur síðar, þegar sambandið við Norðurlönd var rofnað. Og þótt Eng- lendingar og Hollendingar hafi e. t. v. eitthvað siglt til Grænlands á 14. og 15. öld, hefur sú sigling vafalaust verið stop- ul. Það var komið fram yfir hádegi, er við höfðum lokið við að skoða rústirnar. Á meðan höfðu þorpsbúar streymt til kirkju, þvegnir og sparibúnir; miðaldra karlmenn og eldri klæddir svörtum síð- buxum og hvítum anorak, en ungir menn flestir á jakkafötum, sumir auk heldur með hálsbindi. Ungar istúlkur >varu i ýmislega litum kjólum, einstaka í kápu, en ekki virtist okkur sem kjólarnir hefðu allir verið saumaðir eftir ná- kvæmu máli og fóru hálf-hraklega, sum- ir hverjir. Tvær gamlar konur voru þarna í fallegum, grænlenzkum skinn- stigvélum. Við gengum til kirkju, því að okkur þótti óvíst, að gefast mundi tækifæri á næstunni að hlýða á grænlenzka messu. Auðséð var, að þarna er siður, að konur sitji allar vinstra megin í kirkjunni, en karlmenn hægra megin, og hafði heima- fólkið skipað sér þannig í sæti, er við gengum inn. En sökum þrengsla urðu allmargir karlar úr gestahópnum að sitja kvennamegin, og virtist mér heimamönn- um þykja það kátlegt, einkum kvenþjóð- inni. Presturinn var Grænlendingur og prédikaði á grænlenzku. Ekki var hann í hempu, heldur í svörtum buxum og svörtum anorak og með hvíta spaða í stað prestakraga. Eg tel vist, að ræðan hafi verið góð, að vísu skildi ég aðeins tvö orð í henni, þ. e. a. s. Jesús og Amen. — Allur söfnuðurinn söng sálmana ein- raddað, en messusvörin voru sungin fjórraddað. Forsöngvarinn var Græn- lendingur og lék á orgelið af miklum myndarskap. Við könnuðumst mætavel við sálmalögin og tókum undir, en þar sem grænlenzkan var okkur ekki vel töm, sungum við bara á íslenzku, þá af sálmunum sem við kunnum. — Eg gat ekki annað en kímt að einum góðkunn- ingja minum. Hann hafði tekið sér sæti hjá gamalli, forljótri kerlingu. Ég veit ekki betur en hann sé laglaus. Sjálfsagt hefur kerling undrazt það, er hann söng ekki í fyrstu og farið að terra að honum sálmabókina, auðvitað á grænlenzku. Svo sátu þau þarna hlið við hlið, og héldu sitt í hvort horn á bókinni og sungu af hjattans lyst. Mér þótti verst, að ég heyrði ekki til þeirra fyrir hinum. Við gengum til baka yfir eiðið til Ei- ríksfjarðar og stigum þar á skipsfjöl. Farkosturinn var myndarlegur vélbátur, eign Grænlandsstjórnar, og skyldi hann flytja okkur til Narssarssuak, þar sem flugvélin beið okkar. Enn var glaðasól- skin, og hvítir ísjakarnir á firðinum skörtuðu fagurlega á grænbláum, logn- sléttum sjónum, en upp af þessum hvíta og bláa grunni reis hár og svipmikill fjallaklasi í norðri, baðaður í sól, hann nefndist líka Sólarfjöll að fornu, hvað sem hann heitir nú. Rétt þegar skipið var að leggja af stað, sáum við allt í einu, hvar ungur Grænlendingur, sem hafði orðið okkur samferða handan frá Görðum, kom róandi á hvitum kajak fram á milli jakanna og í víðum boga umhverfis skipið. — Það var eins og maður og farkostur væru sniðnir út í eitt og ristu vatnsflötinn í mjúkri hreyfingu, líkt og í dansi, án sýnilegrar fyrirhafnar. Hann veifaði til okkar, þegar skipið tók skrið- inn, og við veifuðum á móti og báðum að heilsa að Görðum. Brátt var hann horfinn bak við jaka. JOLABLAÐ DAGS 17

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.