Dagur - 21.12.1960, Side 18

Dagur - 21.12.1960, Side 18
Guðmumlur L. Fridfinnssou: Brot úr þætti af GÍSLA STERKA (Hcimildarmaður: Brynjólfur Eiríksson frá Skatastöðum). GÍSLI er fæddur árið 1802, sonur hjónanna Hallfríðar Skúladóttur og Árna Jónssonar Gunnarssonar ríka á Silfrastöðum og síðari konu lians: Margrétar Eggertsdóttur Sæ- mundssonar prests að Undirfelli. Gísli ffuttist að Skatastöðum með foreldrum sínum árið 1807 og var þar upp frá því til æviloka. Gísla er svo lýst, að hann væri í hærra meðallagi á vöxt, bolurinn rnjög gildur, sívalur og jafn, fríður var hann sýnum og vel farinn í andliti, skoljarpur á hár, skeggjað- ur og snöggklippti jafnan efrivarar- skeggið, svipmikill en þó svipgóð- ur. Forn var hann í skapi og sérleg- ur nokkuð í sumum háttum sínum, talinn peningamaður, og átti kist- ur. tvær stórar, er hann geymdi í smiðju sinni, og hafði í þeim pen- inga sína, hangikjöt o. 11. Mátti jafnan finna ilmandi hangikjöts- lykt upp úr kistum þessum. ef þær voru opnaðar, enda var háttur Gísla að slátra jafnan sauðum tveim á hausti lrverju og láta reykja kj(')t þeirra handa sér í aukabita. Gísli var greindur, fámáll hvers- dagslega, skapheitur og skapstór, en stillti þó oftast í hóf, stífsinna og lét lítt af skoðun sinni við hvern sem var um að eiga. Ekki þótti Gísla annað betra að ræða en trú- mál og var fremur frjálslyndur í trúarskoðunum miðað við það, er þá gerðist almennt, og gcin eigi við hverri flugu ómeltri, er prestar létu frá sér fara. Til dænris hafði prest- ur nokkur, er Sveinbjiirn hét, skrif- að um áfengisnautn og komizt að þeirri niðurstöðu, að allir færu krókalaust til vítis, sem neyttu á- fengis. Þessu reiddist Gísli svo, að hann orti skammabrag í móti, sem koinst nokkuð á loft. Annars fékkst hann ekki mikið við ljóðagerð. Hversdagsbúnaður Gísla var peysa, sauðlituð, lokubuxur úr vað- máli og skotthúfa prjónuð á höíði. Hallaðist skottið að jafnaði nokkuð út í annan \angann. í sumarhitum lagði hann jaó af sér lokubuxurnar og var þá á brókinni einni samán, svo sem þá var títt. Spari var Gísli í stutttreyju dökkri, er aðeins náði niður í mittið, og lokubuxum sam- litum við, með pípuhatt á höfði, barðastóran, og flatur kollurinn. Ekki mun Gísli hafa verið verk- maður ýkjamikill, en iðinn og dug- legur við allt, er þreks þurfti við. Fremur var hann klaufvirkur tal- inn. Matmaður var Gísli talsverður og ekki ávallt við alþýðuskap um matar;eði fremur cn annað, enda maðurinn hraustur af sér um allt. Qg svo sagði Gísli sjálfur frá í elli sinni, að legið hefði lrann í rekkju aðeins tvo daga af ævi sinni sökum krankleiks. Helzt vildi Gísli haga matarhátt- um sínum svo, að hann liefði til mála livern dag skyr með flóaðri mjólk út á, en nýmjólk bragðaði hann aldrei og kvað skolla þann festast í hálsi sér og ganga með engu móti niður. Gísli var afrenndur að afli, á- ræðinn og fylginn sér og sást ekki fyrir, ef því var að skipta. Einhverju sinni um vor fór fólk af Skatastöðum til kirkju að Goð- dölum, en á þeirri leið er Jökulsá vestri, og var í alhniklum vexti þennan dag. F.itthvað af kirkjufólk- inu var fótgangandi, þar á meðal Gísli. Jökulsá var riðin á svoköll- uðu Dalkotsbroti, en þar er áin bæði stórgrýtt og ströng og brotið auk þess tæpt nokkuð. Gísli mun liafa fengið hest léðan yfir ána, og þar eð maðurinn var öruggur til áræðis, gerði hann hvort tveggja að „ríða mieð“ Margréti systur sinni og reiða auk þess barn. Þegar kom- ið var um það bil út í miðja ána, bel jaði s;raumfallið um miðja fóta- skör á söðli Margrétar, og hvort senr það eitt kom til, að konuna sundlaði eða hitt, að hesturinn hnyti, þá snaraðist nú söðullinn, en Margrét féll í ána og losnaði við hestinn. Eru nú ástæður Gísla ekki sem beztar, þar sein liann er stadd- ur úti í miðri á með barn á hnakk- nel i og á af þeim sökum óhægt um athafnir. Verður það þó fangaráð lians að hraða för sinni sem mest hann má til lands og losa sig við barnið. Að því búnu sleit hann skó af f'ótum sér, snaraðist niður að ánni og hljóp út í, þar sem Margrét flaut, og fékk gripið hana í straum- ólgunni og flaumnum, bar hana síðan á armi sér til lands. En Mar- grét var 18 fjórðungar í þurrum klaiðum, Sagt er að áin væri það 18 JÓLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.