Dagur - 21.12.1960, Page 30
Draumurinn og dysin
við Stafnsrétt
ÞEGAR JÖRÐIN dunar undir þúsund-
um harðra hófa stóðsins og fjöll og heið-
ar verða lifandi af hvítum fjárbreiðum á
leið til réttar, liggur leið margra til
Stafnsréttar í Svartárdal í Húnavatns-
sýslu. Sú rétt var lengi talin önnur fjár-
flesta rétt landsins og auk þess mikil
stóðrétt.
Þangað kemur fjöldi fólks á hverju
hausti, bæði bændur og búalið úr Skaga-
fjarðar- og Húnavatnssýslum og aðrir,
stundum langt að komnir, til að lifa rétt-
argleðina, og taka þátt í hinum sérstæða
fagnaði, sem göngum og réttum hefur
fylgt frá upphafi.
En þegar réttargleðin stendur sem
hæst, drukkið er af stút, nýjum vini sögð
æ'visagan og kærleiksböndin treyst í titr-
andi lofti hneggs og jarms og við hita
sterkra veiga, getur hálfgleymd saga
skotið upp kollinum og sótt fast á.
Gömul sögn.
Var það ekki einhvers staðar hér, sem
skagfirzkan bónda dreymdi ógnþrunginn
draum í göngum, rétt áður en manna-
beinin fundust við Stafnsrétt?
Nokkur svör við þeirri spurningu
fengust með því að neimsækja tvo eldri
Skagfirðinga, sem gleggst máttu þennan
atburð muna, og grafa upp gamlar heim-
ildir. Þær segja eitthvað á þessa leið:
Miðvikudaginn 20. september árið
1933 ráku gangnamenn fjársafn í Lækja-
hlíð við Fossdal hjá Stafnsrétt og fundu
þá höfuðkúpu af manni við fjárgötuna.
En fyrr um daginn hafði einn gangna-
manna, Vilhjálm Sigurðsson bónda í
Syðra-Vallholti dreymt voveiflegan
draum. En hann var þá staddur, ásamt
fleiri mönnum í fyrirstöðu á þessum
slóðum, skammt frá dysinni.
Draumurinn.
Vilhjálm sótti svefn svo ákaflega, að
hann lagðist fyrir og sofnaði þegar. Þá
birtist honum maður einn, hraustlegur,
hvatlegur og vígalegur ásýndum. Kom-
Vilhjálmi í hug, að hann gæti ekkert við-
nám veitt, ef maður þessi ætlaði að gera
sér mein. Maðurinn kemur til Vilhjálms
en gerir ekkert illt af sér. í sama mund
og maðurinn staðnæmist hjá Vilhjálmi,
kom rýtingur á lofti og rekst í brjóst
honum. Vilhjálmur hrökk við þetta upp
úr dvalanum og vaknaði. En á hann leið
sami höfgi á ný, svo að hann sofnaði
aftur. Sami maður birtist honum þegar
og sagði hann: „Þessu er leynt“. Breytt-
ist þá draumurinn og virtist Vilhjálmi
hann sjálfur líða þær kvalir, sem hnífs-
stungan olli. Og enn verður sú breyting,
að Vilhjálmi þótti sem hann lægi undir
þungu fargi og mætti sig hvergi hræra.
Síðan vaknaði hann en var þá mjög
máttfarinn og leið illa.
Skömmu síðar um daginn hitti Vil-
hjálmur Sigurð Oskarsson á Krossanesi.
Vilhjálmi var þá enn svo brugðið, að
Sigurður hafði orð á.
En daginn eftir, er gangnamenn gengu
um Lækjarhlíðarrana, sjá'þeir eitthvað
hvítt og töluðu um hvað vera mundi.
Þetta var hauskúpa af manni. Ekki var
hreyft við dysinni í það sinn, eh þjóð-
minjavöröur kom þarna litlu síðar og
rannsakaði hana. Hann áleit, að maður
sá, er þarna hvíldi, hefði verið meðal-
maður á stærð og ekki meira en hálf-
fimmtugur að aldri. I dysinni fannst
sproti af ólarenda, gerður úr kopar og
grafinn haglega beggja vegna og með
vargshaus yzt. Taldi þjóðminjavörður
hlut þennan sennilega frá 9 öld. Ryð-
trefjar fundust einnig, en ekki heillegir
hlutir úr járni. Beinin lágu óreglulega og
bentu til þess, að áður hafði verið grafið
í dys þessa.
GanénamaSur segir frá.
Við Björn Guðmundsson fyrrum varð-
stjóri í lögregluliði Akureyrar og nú
framfærslu- og heilbrigðisfulltrúi, vorum
nýlega á ferðalagi vestur í sýslum. Bar
sögu þessa í tal. En Björn er ættaður
frá Reykjahóli í Skagafirði. Hann kann-
aðist þegar við söguna og var einmitt í
göngum þetta haust og í sama leitar-
flokki og Vilhjálmur draumamaður. Um
þessar göngur og atburðinn segir Björn
á þessa leið:
„Til stafnsréttar reka gangnamenn fé
og stóð af Eyvindarstaðaheiði og Stafns-
heiði austan Blöndu. Þetta eru fjögurra
daga göngur. Gangnamenn í miðflokki,
sem ég var í þetta haust, og var skipað-
ur 10—20 mönnum, fara fyrsta daginn
að Bugavatni og gista í Bugakofa, sem er
nokkuð framarlega á afréttinni. Þaðan
er farið suður að Bláfelli, sem er suður
undir Hofsjökli. Þar er göngum skipt og
gengið norður, aftur gist í Bugakofa og
fé og hross rekið þangað. Þriðja daginn
er gengiö niður Einarsdal og fjórða dag-
inn er féð rekið í svonefnda Lækjahlíð,
en stóðið réttað í Stafnsrétt. Féð er svo
réttað næsta dag, eða á fimmta degi frá
því lagt er upp í göngurnar.
Athöínin viö Stafnsrétt.
Þetta haust var Vilhjálmur Sigurðsson
neðstur gangnamanna og gekk eftir
Stafnsgili, einnig Haraldur Jónasson frá
Völlum, Sigurður Óskarsson í Krossa-
nesi, Valdimar Guðmundsson í Vall-
holti, sem var gangnaforinginn, og fleiri.
Þeir, sem fóru Sauðadalinn og Stafns-
fell þurftu lengri leið en þeir, sem neðst-
ir gengu og ekki máttu fara á undan. Og
30 JÓLABLAÐ DAGS