Dagur - 21.12.1960, Síða 31

Dagur - 21.12.1960, Síða 31
nú fellur frásögnin saman við framan skráðan drauin. En þegar búið var að reka safnið yfir Svartá og komið var upp á melhornið rétt vestan við ána, greindi menn á hvaða hlutur lægi þar örskammt frá. Þar var hauskúpan. Við hreyfðum lítið við þessu. Þetta var svo sem 5—600 metra frá Stafnsrétt og mjög nærri tóftum af eldri rétt. Þegar komið var að tjaldstað við Stafnsrétt, kvaddi gangnaforinginn, Valdimar Guðmundsson sér hljóðs. Mæltist hann til að við syngjum sálm og gerðum við það. Minnir mig að það væri „O, þá náð að eiga Jesúm“. En sjálfur minntist hann hins óþekkta manns, sem þar hafði látið lífið og bor- ið beinin örskammt frá. Mæltist honum vel og var þessi stund áhrifarík og ó- venjuleg, og er hún mér enn í fersku minni. Stefán Sigurðsson hreppstjóri á Gili í Svartárdal gerði þjóðminjaverði aðvart, og kom hann norður.. En beinin voru flutt að Bergsstöðum og grafin í vígðri mold“ Lýkur þar frásögn Björns Guð- mundssonar. Engar sögur heyrðust um það, hver sá var, er beinin bar við Stafnsrétt. Einkum var beinafundurinn settur í samband við hvarf manns eins, er sendur hafði verið með peninga, en skilaði þeim ekki og kom aldrei fram. En ekki hef ég séð um það ritað né heyrt frá því sagt á þann veg, að hér verði skráð. Vart verður þó fram hjá draumnum gengið, ef getum er leitt að ævilokum draumamanns og hyllir þar undir harm- þrungna sögu. Vera má þó, að einhver kunni hér meiri skil á. En þess er vert að geta sérstaklega, hve skagfirzki gangnamannaflokkurinn, undir stjórn Valdimars Guðmundssonar í Vallholti, brást við, er beinin fundust. Minningarathöfnin við-Stafnsrétt var ó- venjuleg og virðuleg. Ef til vill hefur ekki önnur minningarathöfn farið fram yfir moldum hins ókunna manns. E. D. Guðmundur Fr'mmin. Það seni ekki alla hendir eg hcf revnt, sem betur fcr: Gleymskan hefur gert mér margan greiða, eins og vera ber. Þvílíkt happ! í hugans leynum hennar nafn ei lengur finnst, er með sumarsól í augurn sorg mér vakti allra hinzt. \’íst er gott, að gleymt eg hefi Gerðu litlu í ntimer fimm, sem cg fvlgdi’ oft heim í háttinn, haustkvöld löng og rökkurdimm. Litla, skrítna hettan hennar liefur gleymzt mér undurfljótt, cinnig glcttni í augum, fasi, er hún bauð mér góða nótt. Guðsélof, að lengur ckki í leynum hjartans ómað fær fótaták og hlátur liennar, heitur eins og sumarblær. Mér er borgið, cins og cflaust allir geta heyrt og séð. O, mig dreymir aldrei framar yndislega, mjúka hnéð.... Gnðinundur Frímann: GLEYMSKAN HEFUR - (Arne Paasche Aasen) Orðum hennar, augunt brúnum, eg hef gicvmt, sem betur fer, eyrnalokkum, logarauðum, litlum hring, sem gaf hún mér. Minni hlj óðu hugarrósemd harla lítið skil eg í, jafnvel angan hanzka hennar hef cg gleymt, (eða næsturn því). Ilvaða galsi, góða hjarta, geturðu ekki setið á þér, rifji’ cg upp hve auðveldlega allt hið liðna glcvmdist mér? 30. 3. ’59. JÓLABLAÐ DAGS 31

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.