Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 10

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ D AGS ÓSKAR STEFÁNSSON: Dmumurinn, sem aldrei rættist ÞÚ MÆLIST til þess Dagur minn góður, að við lesendurnir þínir skif- uni eitthvað í jólablaðið þitt. Mig langar til þess að verða við bón þinni. Þú kemur liingað út á lijar- ann, færandi hendi, um hvcrja lielgi þú ættir sannarlega skilið að fá línu fyrir ómakið. — Til þess lágu dálitið sérstakar ástæður að núna eigi alls fyrir löngu, rifjuðust upp fyrir mér nokkrar minningar frá löngu liðn- um dögum. Eg hafði mcira að segja fest þær á blað. Þar á meðal var draumurinn sem aldrei rættist. — JVlér dettur í hug, að ef til vill hefðir þú gaman af því, Dagur minn, að ég taki hann út úr þessu minningasafni mínu og segði þér hann. — Það get- ur nú skeð, að einhver lesandinn brosi, áður en hann er allur sagður þessi draumur minn. — Að minnsta kosti kynni Iesandanuin að þykja hann næsta ótrúlegur. Enda er það nokkuð sem víst er, að nú á dögum dreymir engan æskumann svona draum. Iiann er nefnilcga rúinlega hálfrar aldar gamall draumurinn minn. Aldarandinn, sem þá ríkti gerði það að verkum, að þá voru draumar æskumannsins yfirleitt með allt öðrum liætti cn nú. — Hef ég svo ckki þennan formála lengri, en sný mér að aðalefninu. Og vil ég þó fyrst lýsa með nokkrum orðum staðháttum, þar sem ég ólst upp. — BÆRINN, sem ég átti heima á lieit ir Kaldbakur. Hann stendur sunn an undir hól einum miklum, og eru þeir alnafnar bærinn og hóll- inn. Hóllinn er grasi og lyngi vax- inn á öllum hliðum nema þeirri, sem að norðrinu snýr. J'ar hefur íshafsáttin öllu ráðið. Þar er hóll- inn grýtur, bakber og blásinn Frá Kaldbak er útsýni bæði mik- ið og fagurt. Fjörðurinn, Skjálfandi blasir við augum, bláklæddur og breiður. Yst við sjóndeildarhring- inn ber eyna sögufrægu við hafs- brún. Enn er lnin ógefin og engum háð. — Ströndin að austanverðu við fjörð inn er fremur lág. Oðru máli gegn ir með vesturströndina. Þar gnæfa Kinnarfjöllin yfir ,,sæ og sand“ him inhá, fögur og tignarleg. „Þau standa sam hreystinnar heilaga mynd, sein hreinskilnin klöppuð úr bergi“. Flulda lýsir þeim á þessa leið: „Kinnarfjöllin bylgjublá und mjöll. Þau skjálfa öll í öldúgljá sem álfahöll". Þarna eru Náttfaravíkur. Þar voru iengi vel þrjár jarðir í byggð. Um 1910 fór ein þeirra í eyði og litlu síðar önnur. Hún komst nú samt í byggð aftur í nokkur ár. Þar átti móðir mín heima í æsku. — Eg horfði oft hugfanginn vestur yfir fjörðinn. Það greip mig löng- un til þess að byggja þar, — eiga þar heima. Eg hafði snemma strengt þess heit að verða góður bóndi. Þá var sú lífstaða höfð í miklu meiri liávegáim en nú. Eg man, að þegar ég var í skóla, litlu eftir ferming- una, þá gat ég þessarar heitstreng- ingar minnar í einum stílnum mín um. Þegar kennarinn hafði farið yf- ir stílinn, óskaði hann mér til ham- ingju með þetta áform mitt og gat ég ekki betur heyrt en að klökkva kenndi í rómnum. Eg sat oft tímunum saman á berg snös einni lítilli niður við sjóinn og horfði vestur yfir fjörðinn. Þá kom það stundum fyrir, að mér heyrðist vera kallað; Það var áreiðanlega einhver að kalla ýfir- um fjörðinn. Var einhver að kalla lil mín? Já, ég heyrði meira að segja orðaskil: „Komdu" var sa^t, „komdu ungi maður, komdu í faðm þessara bylgju bláu fjalla. iÞú nýtur þín hvergi betur, þú verður lrvergi eins frjáls". Hver var að kalla til mín? Þarna í þessum bláfjallsfaðmi, hafði móðir mín átt heima, þarna hafði bæði afi minn og langafi bú- ið. Þarna höfðu þeir háð sína hörðu lífsbaráttu. Ströng mun hún hafa verið með köflum og mörg svaðil-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.