Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 26

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 26
26 JÓLABLAÐ DAGS við svo átekta. En eftir litla stund eru þeir enn kornnir af stað og virtust komast jafn-auðveldlega þótt þeir væru heftir A afturfótum. Sagði ég þá, að nú yrði að hefta hestana á framfótum, hafa teym- ing um iiáls þeirra og binda taum- bandinu við haftið. Þá gátu hest- arnir ekki lioppað. Þetta var gert. Lögðumst við nú til svelns. En kl. 6 næsta morgun var komið gló- bjart veður. En þegar til hestanna kom, vantaði hesta okkar Sigurðar. ,En hestar Ásbjarnar höfðu lítið borið sig um. Við Sigurður fórum nú að leita hestanna en Ásbjörn tók saman dót okkar óg lagði af stað. Hestarnir, sem við leituðum að, voru komnir í sjálfheldu við stór- grýtisurð. Elýttum við okkur síðan og fljótlega náðum við Ásbirni. Eerðin norður gekk vel austur yfir Fossárdalsdrög, en snjór var vax- andi. Þegar austur að Drottningu kom, var ófærðin orðin svo mikil að umbrot voru fyrir hestana. Grár hestur, sem Ásbjörn átti, Grundar- Gráni, var langtum duglegastur. Sýndi hann nú í verki, að hann var heimfús. Þegar við vorum að troða slóð í gegnum skaflana, beið hann ekki en kom á eftir okkur og var svo ferðmikill, að við urðum að forða okkur i'it úr slóðinni. Höfð- um við, og ekki sízt Asbjörn, gam- an að þessu. Ferðin gekk seint yfir Vatnahjall- ann, frá Drottningu og norður að Sankti-Pétri. Snjóléttari var Hafr- árdalurinn og þegar niður á öxl- ina kom, var alauð jörð. Síðar fréttum við að sunnan, að hestarnir frá Mosfelli hefðu fund- izt lijá Arnarfelli um svipað leyti og við komum úr fyrri leitinni. Hjá þessari ævintýraferð liefði ]rví verið hægt að komast, ef síminn hefði verið notaður. Skráð eftir minni 23. maí 1964. MAGNÚS GUNNLAUGSSON: Krapanóðin í Svarfaéardal 1919 ÞAÐ var á annan í páskum 1919 sem þeir viðburðir gerðust í Svarf aðardal er liér verður iirlítið greint frá. Nokkru áður hafði komið hláka og tekið allmikið af þeim snjó sem fyrir var, einkum á láglendi. Síðan kom dálítið frost, er mun hafa stað ið í fáeina daga. Sums staðar í brekkubrúnum á svæðinu frá Bakkagerði að Gull- bringu í Tjarnarsókn, voru nokkr- ir skaflar á Jressu sva^ði, en í bak við þá eða fjallsmegin höfðu myndast smá kvosir eða bollar sem svo fyllt- ust af lognsnjó, er dreif niður rétt fyrir páskana. Þegar svo þiðnaði aft ur og gerði auk þess mikla rign- ingu nóttina fyrir annan í páskum og fram cftir dcgi, fylltust margir þessir bollar af vatni og krapi og náði þessi vatnselgur sums staðar að brjótast fram í gegnum skaflana sem svo orsakaði hin óhugnanlegu ’ flóð, sem brátt verður að vikið. Það skal strax fram tekið að mest bar á þessum krapaflóðum á svæðinu frá Grund að Bakkagerði, en einnig á svæðinu frá Brekku út að Gull- bringu, þótt ekki hlytist mikið tjón ar þar. Fyrsta flóðið þennan dag sem verulegt tjón varð af, kom á frem- ur lítið fjárhús í Syðra-Garðshorni, sem í munu hafa vérið eitthvað yfir 20 ær. Tók flóðið um helminginn af húsinu og fór með það ofan fyr ir tún. En þó merkilegt væri, voru allar ærnar úr þeirri kró, sem flóð ið tók, lifandi og furðu lítið meidd ar, en hin króin fylltist af krapi og fórust allar ærnar sem í henni voru. Eitthvað fleiri llóð munu hafa farið úr Syðra-Garðshorns- brekkubrúnum, en ekki heyrði ég getið um neitt tjón svo teljandi væri, á þeim bæ, nema það sem liér að framan er getið, og var það líka ærið nóg tjón á einu heimili. En hvernig leið í Ytra-Garðs- horni? Eins og kunnugir þekkja stendur sá b;er fremur lágt og al- veg á bersvæði fyrir þeim hættum senr sköpuðust á umræddu svæði þennan dag. Trúlega hefir fólkið í Ytra-Garðs horni fylgst mcð því þegar flóðið kom ofan Syðra-Garðshornsbrekk- urnar, enda þótt ekki sæist hvar það lenti. Má því nærri geta hvern ig fólkinu á þeim bæ hefir liðið, því vitanlega mátti búast við að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.