Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 28

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 28
28 JÓLABLAÐ DAGS SIGURÐUR SVEINBJÖRNSSON: T.. vo Bráðum kemur sólin Lægðu harms þíns öldur litli vinur minn. Bráðum kemur sólin með bjarta geislann sinn. Bráðum kemur sólin með birtu sína og yl. Logar hennar verma og lýsa Svartagil. Logar hennar verma land við nyrzta ál. Vekur hún og þroskar von í hverri sál. Vekur hún og þroskar vökumannsins þor. Góð er hún við alla og göfug hennar spor. Góð er hún við alla og græðir ótal mein, og getur látið vikna gráan harðan stein. Hún getur látið vikna þá veröld, sem er hörð. Dásamlega faðmar hún dóttur sína jörð. Dásamlega faðmar hún þitt fagra ættarland og kyssir svalar bárur er brotna þær við sand. hún kyssir svalar bárur og brjóst sem finna til og nærir blómin prúðu sem prýða Svartagil. Ilún nærir blómin prúðu og purpurafagra rós. Allar stundir skaltu elska hennar ljós. Allar stundir skaltu elska Guð og menn. Bráðum hverfur sorgin því birta tekur senn. Bráðum hverfur sorgin er sólin blessuð skín. Geislar hennar mýkja og græða sárin þín. VETURINN Nú sé ég lífsins helstríð á hausti. Húmskýin svífa yfir jörð. Og bylgjan rís og brotnar í nausti. Báran er þung og ólögin hörð, er geta valdið geigvænum sárum, gróa þó flest á möi'gum árum. \ Nú syrtir að. Það rökkvar í ranni, rósin er hnigin og blómin öll. En andi himins, eilífi, sanni, upp þau reisir í sinni höll. Og dýpstu undir alfaðir græðir. Öllum sem vilja, hann lyftir í hæðir. KEMUR Veturinn kemur. Kall hans berst víða. Kólgan hin gráa byrgir sól. En efalaust þarf enginn að kvíða, sem elskar hin sönnu heilögu jól. Og geislar skína gegnum það hjarta, sem gefin er þrá til himinsins bjarta. Hinn mikli guð, er stýrir vel stjörnum, stormana lægir og hafsins gný. Hann lýsir öllum leitandi börnum til ljósheima, bak við myrkurský. Og stjarnan í austri, undrið hið mesta eflir á jörð það sannasta, bézta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.