Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 18

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 18
18 JÓLABLAÐ DAGS og hafði alltaf séð vel, mætavel, þegar stelpur voru í nándinni. Ojá, honum var sannarlega illa brugðið, honum Rugludals- Tomma; hann var eins og tungu- skorinn fyrsta klukkutímann eftir að heimasætan á Djúpá kom irtn í bílinn; var hann þó ekki mál- stjrður á kvennaþingum, að talið var. En svona var hann þennan daginn. Og það var ekki fyrr en k'omið var undir heiðina, að spá- dómur stráksins afur í tók að ræt- ast: Eyjólfur að liressast. Hvað af hverju tóku þau að spjalla. saman og virtist fara vel á með þeim. Ég, sém sat aftan við miðjan bíl, heyrði ekki svipað ]oví allt, sem þáU sögðu. F.n eg sat vinstra meg- in og gat virt stelpuna vel fyrir: mér. Þetta var allra geðugasta hnjáka, eitthvað prútt og blæfall- egt við hnakkann á henni, þar sém liánn hvíldi á sætisbakinu, Hárið Var kolsvart og gljáandi, og milli Jiárlokkanna voru hvítir og grann- ir fingur hennar í feluleik öðru hverju. Þessi feluleikur virtist ekki fara.fram lijá Tomma. Af bíl- stjóra, sem hafði á valdi sínu líf þrjátíu farþega, var það næstum ó- véVjandi, hve oft hann renndi þessu eina auga sínu til Djúpár- stéipunnar. Eg er handviss um, að hann hefur verið að dreyma, hve lj'úft og undursamlegt það væri, eí þessir grönnu fingur fengjust til að leika sér á sama hátt í kollinum hans. Raunar dreymdi mig sama drauminn, og trúlega hefur hina sírákana dreymt hann líka. F.g lieyrði hana aidrei hlæja. Það er eins og fallegar stelpur hlæi sjaldn- ar en ófríðar; en ég vissi upp á mína tíu fingur, að augú hennar ljlógu við Tomma, þótt eg sæi þau ekki. Eg held, að eg hafi ekki verið sá eini, Isem öfundaði Tomma. Ætli hinum strákunum hafi ekki verið líkt innanbrjósts og m^r? Ekki minnsti vafi. En langferða- bílstjórar hafa oft verið öfundaðir eins og alþjóð veit. Enda þótt hún væri hreinasta augnayndi, þessi Djúpárstelpa, og vel færi á með henni og bílstjóran- um, mun engum enn sem komið var hafa dottið í hug, að þarna sæti konuefnið hans Rugludais- Tomma. Og áfram var morrað upp heið- arveginn; sama úrhellið og áður; skvakandi lækir til beggja handa, eðjuþykkir og leirmórauðir. Metri fjandans rumban, heyrði ég Tomm’a segja. Hjá, það má nú segja, heyrði eg stelpuna svara. Löngu seinna, en þá hafði eg misst af langri samræðu, heyrði eg að Tommi spurði: Hvað lieitirðu annars? Langar þig ósköp til að vita það? Ósköpin öll. Til hvers er að segja þér það? Þú verður búinn að gleyma hvað eg lieiti, þegar þú kemur suður. Onei, svo gleyminn er eg ekki; segðu mér. Og ég heiti nú bara Finna .... Kolfinna. Það er fallegt nafn; og hvar heima? Á Djúpá. Hvar í dauðanum er sá bær? Veiztu það ekki? Annar bær til vinstri, þegar komið er af heið- inni. Aá. .. . áttu heima þar? Eg fer þar framhjá? Ef þú villist ekki, eða verður bú inn að velta bílnum út í mó. O, anzakornið. Enn vissi eg, að augu hennar hlógu við Tomma. Fyrir aftan mig heyrði eg einhvern nöldra, held, að það hafi verið konan með refinn: Það væri ekki mikið, þótt þessi strákbjáni keyrði út í mó; hann hefur aldrei augun á tveginum, alltaf á þessari telpu. Meinarðu augað? spurði ein- hver. Það verður eitthvað úr þessu, tautaði strákur handan við gang- inn. l.Jr hverju, átti hann við? Kannski var þetta fyrsta forspá þess, sem síðar kom fram. Strákar eru furðunaskir að finna á sér, ef ástin er á næsta leiti. Já, það verður eitthvað úr þessu, og þætti engum mikið, sagði ann- ar; þetta er fjárans fallegur og spengilegur kroppur og sjáðu bara hálsinn, maður, drifahvítur eins og svanadúnn. Eg ræð mig eins og skot hjá Norðurleiðum, þegar eg er búinn að taka prófið, sagði hinn. Þeir geta valið úr stelpum þessir and- skotans langferðabílstjórar. Og þó þeir séu eineygðir? Jafnvel það. Kannski er það bara betra. Mætti ljúga því að mér. Ne-ei, nú trúi eg ekki. Líttu framí.... Eg lagði ekki orð í belg, en reyndi eftir mætti að tapa ekki nokkru orði, sem milli þeirra fór, Tomma og Djúpárhcimasætunnar. Það var hægara sagt en gert; gnýr- inn í bílhreyflinum gerði mér ljót- an grikk, eyðilagði að mestu hlust- unarskilyrðin. Einhvern veginn fannst mér líka, að rómur 1)eggja væri orðinn innilegri, kunnug- legri og iægri en í uppltafi samræð unnar. Hvað kom mér líka við, um livað þau ræddu? Ekki grand. Þó gat eg ekki látið vera að hlusta. Það mætti segja mér, að aldrei hafi verið eins mikið hlust- að í Norðurleiðaliíl og þennan dag uppi á regngrárri heiðinni. Venjan er sú, að í þessum bílum er eins og hver farþegi loki sig inni í sinni ■ skel, sínum einkaheimi; hann hugs ar ekki um aðra, hlustar ekki á aðra. Að þessu sinni var því ekki þannig farið, en iíkara því, að inn-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.