Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 27

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ D AGS 27 flóðið hlypi þá og þegar á penings- húsin eða jafnvel bæinn. Þó þarna sé stutt á milli bæja, munu engir hafa fylgst með því fyrir víst hvað fram fór í Syðra-Garðshorni, nerna Bakkamenn, enda komu þeir fljótt til hjálpar. Segja má að þeir, ásamt heimilisfólki, hafi ekki meira en svo lokið þessu björgunarstarfi, er nýjan vanda bar að. Annað krapa- flóð —ekki minna en það sem um getur hér að framan hafði farið af stað efst í klaufunum út og upp af Syðra-Garðshorni, og virtist í fyrstu stefna á fjárhús út og upp af bæn- um, en breytti skyndilega um stefnu og skall á fjósið í Ytra-Garðs horni, og tók það með öllu sem í Jjví var, og fór meirihlutinn at' Joví ofan á tún. En hér fór eins og með aðra fjárhúskróna á hinum bænum að þó ótrúlegt væri, reyndust kýrn ar allar lifandi og furðu lítið meidd ar, Jsar sem Jjær stóðu með böndin um hálsinn innan um brakið úr fjósinu og krapaelginn. En ein kýrin hafði dregist með nyrsta hluta af fjósinu um leið og fjósið leystist sundur, og var lntn komin upp á bæjarvegg, auðvitað hríð- skjálfandi af bleytu og kulda, Jrar til hjálp barst. Rétt er að geta Jress, að allir sem rólfærir voru unnu að björgunarstarfinu í Ytra-Garðs- horni, svo að furðufljótt tókst að koma kúnum í bráðabirgðarhús- næði, þar sem hlynnt var að þeim eins og mögulegt var. Eitthvað mun hafa brotnað af rúðum í baðstofu- gluggunum og ein kýrin hornbrotn aði. Nokkra vikna gamall kálfur sem var í fjósinu mun hafa farizt (ef ég man rétt). En Jretta allt var svo smávægilegt, að Jtað mátti kall ast vel sloppið eins ömurlegt og út litið var um tíma. Rétt er að geta Jress í viðbót við það sem að framan er sagt að göm úl kona sem þá átti heima í Ytra- Garðshorni var flutt fram í fram- bæ, á meðan á þessum ósköpum stóð, og hlynt að henni eftir beztu getu, enda þótt enginn vissi hvort þar væri öruggur staður. Seinna tóku menn eftir því, og vakti nokk urt bros svona eftir á að pottkaka sem var verið að gera uppi í fjósi, spýttist upp á baðstofumæni og lá })ar. Eitt flóð enn allkraftmikið, hljóp fram sunnan Grundar og munaði mjóu að [)að yrði manni að bana. Mun J^að hafa farið af stað syðst og efst í svonefndum Grundarhaus um og fór það niður á milli Grund ar og Bakkagerðis sem þá var smá- býli milli Ytra-Garðsholts og Grund ar. Maður frá Grund var að vitja hrossa })ar fyrir sunnan, og lenti hann í jaðrinum á flóðinu, en tókst með sérstöku snarræði að hlaupa eða henda sér upp á torfbunka og bjargast þannig af sjálfsdáðum án þess að meiðast verulega. Hér hefir ofurlítið verið greint frá Jjví sem gerðist þennan minnis stæða dag á svæðinu milli Grundar og Bakkagerðis. Er hér að mestu stuðst við frásögn Daníels bónda í Syðra-Garðshorni, enda áttu hjón in Daníel og Anna sem J^á voru ný lega byrjuð að búa, féð sem í hús inu var, sem hér að framan er frá sagt, og mun Jiað hafa verið fullur fjórði hluti af fjáreign jDeirra, sem fórust. Næst er að greina frá Jrví í stór um dráttum sem var að gerast utar í sókninni þennan dag, eftir Jieim heimildum sem fyrir liggja. A J^essum árum bjuggu í Brekku koti Gúðrún Júlíusdóttir systir Daníls í Garðshorni og Halldór Sig- fússon frá Grund, en í Jarðbrúar- gerði Valdimar Jónsson frá Jarð- brú og Ingigerður Sigfúsdóttir. Voru J)au systkin nábúarnir Hall- dór og Ingigerður ásamt hinum Jrjóðkunna skólamanni Snorra og þeim Guðlaugu á Steindyrum og Þuríði á Arnarhóli á Dalvík, og eru þær systur fluttar fyrir alllöngu yfir í unaðsheima. Svo hagaði til landslagi í Jarð- brúargerði, að bærinn stóð á ofur- lítilli öldu eða rana, en allmiklu lægra bæði utan og sunnan við tún- ið. Vegna þesa, var Gerðið eini bær inn á umræddu svæði, sem ekki virtist í neinni hættu fyrir hinum umræddu flóðum þennan dag. iÞar hafði J)ví safnast saman nokkuð a£ fólki úr nágrenninu, einkum kon- ur og börn, og þó húsnæði væri ekki mikið, virtist hin kærleiksríka kona alltaf geta bætt í þennan litla bæ. Alltaf voru öðru hvoru að falla flöðgúsur úr brekkunni, Jró ég minnist ekki teljandi tjóns at þeim ntan Jress sem nú verður brátt að vikið. Valdimar í Jarðbrúargerði var ’næsta kunnur öllum staðháttum Jþarna í nágrenninu. Hann hai'ðii J)ví vakandi auga á öllum flóðum smærri og stærri sem féllu úr brekkubrúnunum í náíægð Gerð- isins. Eitt a£ Jteim féll úr brúninni suður og upp af Brekkukoti. Var honum fullljóst vegna kunnugleika á þéssúm slóðum, að flóðið stefndi á fjárhúsin. Hann brá Jíví skjótt við og hljóp suður og ofan að Brekkukoti og munu þeir hafa komið jafnsnemma að húsunum Halldór og hann. Húsin voru J)á í })ann veginn að fyllast af krapaelg. Tókst J)eim að sprengja upp dyrn- ar á húsinu, svo krapa- og vatns- elgurinn streymdi út og tókst þeim að bjarga fénu, sem í húsunum var, utan einni eða tveimur ám, sem fór ust, og mátti })að kallast vel sloppið eins ískyggilegt og útlitið var J)egar fyrst var að komið. — Eullyrða má, að þarna hefði orðið tilfinnanlegt tjón, hefði ekki hin vökula athygli Valdimars fylgst með J)ví sem var að gerast í nágrenninu og komið til hjálpar á réttu augnabliki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.