Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 12

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 12
12 riTí JÓLABLAÐ D A G S KJARTAN JULIUSSON: Svartklœdda konan ÞAÐ var dag einn snemma í nóv- embermánuði árið 1953. Logn var á, loft alskýjað, þurrt og gott veður. Jörð var snjólaus í byggð en ofur- lítil mjöll í fjöllum og hafði grán að í rót nóttina áður. Utan í hæð- um og norða!nundir húsveggjum var enn vel sporrækt, en annarsstað ar hafði fölið horfið um daginn. Birtu var tekið að hregða. Við Páll Guðmundsson frá Selja hlíð í Eyjafirði vorum staddir í fjárhúsum heima á Skáldsstöðum í Eyjafirði, en hann var hjá mér, þá 65 ára. Við vorum aðeins þrjú á vetrum. Fjárhúsin eru 70 faðma frá hæn- um. Þar áttum við báðir nokkrar kindur. Finnhjörg hafði gengið til Ártúns sem er næsti bær fyrir sunn an Skáldstaði og var hún ókomin. Þegar ég hafði lokið gegningum að mestu gekk ég út, en nam staðar fyr ir framan syðri dyrnar og skygnd- ist um. Sá ég þá hvar maður kom gangandi frá bílstöðinni hér niður undan sem er austan við svokallað Gamla tún, en það nær allt austur að Eyjafjarðarhraut, er um 125 faðma vegalengd frá húsunum til brautarinnar. Eigi gat ég greint hvort þetta var karl eða kona. Iíann var svartklæddúr; utan yfir sýndist mér hann vera í frakka eða kápu. Hann klofaðist yfir girðingu sem liggur meðfram veginum og gekk upp á túnið, har allhratt yfir, stefndi á Skáldstaði. Eftir örstutta stund var hann kominn upp á svo nefnt Hall sem er neðarlega á tún- inu. Eg gekk þá norður fjárhús- hlaðið, í sama hili kom Páll gamli út úr kofanum. Þá sagði ég. „Það kemur einhver hérna neðan tún- ið, gangandi, sérðu hann ekki?“ Karlinn fór að horfa og rýna, en sá ekkert, enda eih'tið farinn að missa sjón. Hinn svartklæddi var nú kom inn upp á miðju túnsins. Sá ég þá að þetta var kona. Hún gekk hratt, eins og eitthvað mikið lægi á væri mjög að flýta sér, hallaði sér fram á göngunni, gekk álút líkt og storm- ur stæði í fangið, horfði til jarðar. Við og við leit hún þó upp, sá ég þá að andlit hennar var snjóhvítt og að einhver óeðlileg birta hvíldi yfir því. „Þetta er stúlka" sagði ég við Pál þar sem við stóðum hlið við hlið á kofahlaðinu. „Nú, er það stúlka“ ansaði karlinn og fór altur að rýna. „Ja á, ég sé hana, ég sé hana vel“. Það þótti mér kynlegt við konu þessa, að þegar hún leit upp virtist mér hún aldrei horfa til okkar Páls heldur mændi stöðugt heim í Skáldastaði. Konan var nú komin upp að girðingu er liggur út og suður vestan Gamlatúns en aust an fjárhúsa, var súidd á skriðuhrygg einum grónum sem er á milli fjár- húsanna og húsatóftar er Skriðu- hústóftarhrot heitir, 12 faðma frá okkur Páli, leit hvorki til hægri né vinstri, virtist ekki sjá okkur þarna á húsahlaðinu, eins og við værum ekki til. Hún var í meðallagi há en frentur grannvaxin klædd svartri kápu með kolsvart hár úfið, her- höfðuð, stakk hárið mjög í stúf við hið náhvíta og óhugnanlega andlit hennar. Svo studdi hún hægri hendi á efsta streng girðingarinn- ar og sté yfir hana; tók ég þá eftir því að konan var í buxum, svörtum síðum buxum. Síðan tók hún stjór ann út og upp að tóftarbrotinu og hvarf okkur sjónum bak við norður stafn á hlöðu sem stóð þar einu sinni, en sá veggur hékk þá enn uppi. Við Páll gengum inn í fjár- húsin og sópaði ég að, mun ein mínúta hafa farið í það verk; að því húnu lór ég út og heim, hrað- aði för sem mest ég mátti, því mig fýsti að vita hver hin skuggalega kona væri og hitta hana að máli. Taldi sem sé víst að hún hefði farið heirn á Skáldstaði að finna konu mína en eins og áður segir var hún fjarverandi og bærinn því mann- laus. Myndu högg á dyr því gagns laus verða. Þegar ég kom hcim á miðja fjár- húsgötuna og leit til bæjarins var þar enga lifandi veru að sjá. Eg gekk að bæjardyrunum til þess að fá vitneskju um hvort hurðin hefði verið opnuð og gengið inn, því ég hafði hespað hana áður en ég fór til gegninganna, en þar var allt með kyrrum kjiirum, enda ótrúlegt að nokkur gestur hefði verið svo ókurteis að opna lokað hús og og ganga inn óboðinn. Eg hljóp í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.