Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ D AGS
29
Þegar Dreyri féll
ÞAÐ var 8. júní 1939 sem eftirfar-
andi atburður gerðist sem riú verð-
ur skýrt frá. Var ég þá tæpra 7 ára
og man vel fyrstn atburðarrásina
en styðst að öðru leiti við frásagn-
ir annarra sem viðlátnir voru og
komu þar við sögu.
Foreldrar mínir Ástríður Sæ-
múndsdóttir og Jóhann Sigvalda-
son bjuggu þá á Skriðulandi í Arn-
arneshreppi, þar sem sögusviðið er
ásamt 8 börnum, var hið elzta dreng
ur, Sæmundur að nafni 14 ára en
yngstar voru tvíburasystur á öðru
ári. Einnig var móðuramma mín
Snjólaug Hallgrímsdóttir um sjö-
tugt hjá þeim, og Guðrún móður-
systir mín var þar vinnandi.
Faðir minn hafði um nokkurt
árabil hait í vörzlu kynbótatarf,
sent nautgriparæktarfélag í hreppn
um átti. Var tarfur þessi stór, og
þó sérstaklega sver, stórhyrntur, sót
rauður að lit og nefndur Dreyri.
Var faðir minn vanur að leysa naut
ið sjálfur, en þó hafði Sæmundur
einnig gert það stöku sinnum. Nú
bar svo við umræddan dag að kom
ið var með tvær kýr frá Fagraskógi,
sem erindi áttu við Dreyra. Stóð þá
svo á að pabbi hafði farið til Akur-
eyrar um morguninn með mjólkur
bílnum, en Sæmundur var í vega-
vinnu þarna í sveitinni, og var Jrví
ekki gott um vik. En þarna bar að
Alfreð Kristensen, síðar bónda á
Syðri-Bakka, á dráttarvél og leysti
hann tuddann út. Þegar erindum
lauk á fjóshlaðinu var Dreyri leidd
ur inn í fjósið. Gekk það vel, þar
til hann var að ganga upp í básinn
sinn, Jrá spyrnti hann við fótum og
vildi ekki lengra. Urðu Jrarna
I
nokkrar stimpingar, sem enduðu
með Jrví að nasahringurinn í tarf-
inum htíikk í sundur, enda mun
hann hafa verið orðinn lélegur.
Þótti Jrá viðstöddum ráðlegast að
hypja sig út og loka hurð. Man ég
að eitthvað af okkur krökkunum
var inni í fjósinu þegar nautið varð
laust.
Var nú allt kyrrt um hríð í fjós-
inu, en engan fýsti þar inn að koma
Jrví boli hafði sýnt sig áður í nokkr
um glettingum. Fjósið sem nautið
var í, var að mestu úr torfi og
grjóti, og veggirnir mjög þykkir.
Aðeins ein þunn panelhurð var fyr
ir ])ví. Nú var farið að ráðgast um
hvað gera skyldi. F.kki þótti vitlegt
að heimilisfólk yrði á bænum, sem
var lélegur torfbær. Fór það því
allt með vegavinnubíjum út í
Kjarna næsta bæ við Skriðuland og
dvaldi Jrar nm daginn, nema Gunn-
ar á 13. ári sem átti að vera heima
við og sjá um að engar skepnur
kæmu í námunda við fjósið, og
annna, sem neitaði að yfirgefa bæ-
inn. Varð nú að ráði að senda til
Hermanns bónda Stefánssonar á
Kambóli. Fór Sigrún systir mín í
Jrá sendiför og bað hún Hermann
að athuga hvað hægt væri að gera
og hafa með sér byssu. F.n Her-
mann var góð skytta ráðhollnr og
transtnr maður. Brá hann við og
fór í Skriðuland. Þegar þangað
kom, var skift um til hins verra í
fjósinu. Dreyri var nú orðinn óður
og öskraði voðalega. Hermann rauf
ofurlítið gat á fjósþekjuna og sá
nautið æða fram og aftur um fjósið
á mikilli ferð. í einu kastinu rak
það annað hornið, mikið og útstætt
í stoð eina í fjósinu og hrökk hún
sundur, við höggið. Fannst Her-
manni rétt að láta pabba vita hvern
ig komið væri heima hjá honum.
Komst hann með bíl út í Fagraskóg
en Jtangað var stytzt í síma. Náði
hann sambandi við pablra og skýrði
honum frá málavöxtum.
Faðir minn tók sér Jrcgar bil á
Akureyri og hraðaði för sinni heim.
Bílstjórinn var Jóhann V. Jónsson,
nú búsettur í Reykjavík. Var þá
komið frarn undir hádegi. Sant-
kvæmt frásögn hans var pabbi á-
kveðinn í að lara inn í fjósið og
reyna að sefa bola. Taldi hann lík-
ur á að það tækist því hann hefði
alltaf verið hlíðinn við sig. Þegar í
Skriðuland kom fór pabbi í fjós-
treyjuna után yfir ferðafötin og
gekk síðan rakleitt inn í fjósið, en
bað bílstjórann að bíða úti á með-
an. Gerðist nú margt á skammri
stund. Sagði faðir minn síðar að
nautið hefði Jtekkt sig'Strax þegar
hann kom inn í f jósið og róast nokk
uð. Reyndi hann að fá bola til að
fara á básinn sinn, en er Jtangað var
komið, náði skapofsinn yfirhönd-
inni og umhverfðist boli svo að
engu tauti var við hann komið.
Réðist hann á pabba með miklum
ofsa og öskrum. Gunnar bróðir
minn, Magnús bóndi Sigurðsson
vegaverkstjóri og bílstjórinn stóðu
úti fyrir og heyrðu lætin inni í Ijós
inu, og varð hverft við. Fóru þeir
Jrá í dyragættina og sáu hvað úm
var að vera. Nautið æddi tun fjósið
og J)jarmaði að pabba og hafði
hann öðru hvoru á hornum sér, og
barst leikurinn upp í einn básinn
Gunnar tók nú fjósrekuna og
keyrði hana af alefli í hrygg tudd-
ans og Jóhann bílstjóri sótti einn-
ir að honum. Við ]>essa óvæntu árás
truflaðist boli og vildi nú sækja að
hinum nyju óvinum. En básinn var
Jrröngur og nautið stórt og Jmrfti
það ]>ví nokkur andartök til að
snúa sér við. En þau andartök liafa