Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 32

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 32
 32 JÓLABLAÐ DAGS TVÖ HITAMÁL Oft er torvelt að geta greint hvað er gott eða verri artar, kjarni málsins fer löpgum leynt en litauðgi hismið skartar. En frain til sigurs, af sannleiksást, er sótt með blýi og stáli, svo vandamál hvert, sem við menn fás' verður að hitamáli. Syni þá hefir Island átt, arftaka fornrar speki, sem lyftu í fornöld fremd Jjess hátt með fjaðurpenna og bleki, skráðu þeir upp, á eltiskinn, obbann af frónskum lögum, kennirit fyrir klerkdqminn og kynstur af hetjusögum. Fátt er nii hér af fræðum Jjeim, sem fornöldin nam og skráði, því er rætt um að heimta heim liandrit, af Dapaláði, sem ekki hurfu í haf og bál á hrakningum fyrri tíma, hér af er risið hitamál, — harðsótt og tvjsýn glíma. — Mjög er nú skrafað meðal vor um mál, sem þýðingu hefur, hér nyrðra er. að starfi stærðar bor, sem stöðugt sig dýpra grefur, jarðlögin grýttu gnagar stál, Jjar glóðheitar æðar leynast, já, hér er sannkallað „hitamál,“ sem happadrjúgt kann að reynast. Dýpra er grafið, vatnið vex, vonirnar stórum glæðast, Jjar um er ekkert þref né pex, og Jjá er ekki að hræðast að landið verði um vatnið liér úr volgrum og laugur krafið, eða menn selji suðuhver og sendi hann yfir hafið. Vandamál ótal okkur Jjjá, er úrlausna skjótra krefjast, víst inundi ýmsum volgna þá er viðræður snarpar heljast. Og þá menn, í húmi og hríðarbyl, um hag sinn eru á nálum, mundi ágætt að eiga til eitthvað af hitamálum. DVERGUR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.