Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 24
24
JÓLABLAÐ DAGS
Minnisstæé fjallaferé 1919
Árið 1919 flutti séra Þorsteinn
Briem búferlum frá Hrafnagili í
F.yjafirði suður að Mosfelli í Ár-
nessýslu. Hafði hann fengið veit-
ingu lyrir brauði þar þá’um vetur-
inn. Magnús Hólm, síðar bóndi að
Krónustöðum, hafði gift sig 1918
og var jarðnæðislaus, en átti heima
í Saurbæ og hafði þar einhverja
grasnyt hjá föður sínum. Hann var
dálítið stórhuga, því þegar séra Þor-
steinn bauð honum part af jörð-
inni Mosfelli, ef hann vildi flytja
suður, þá Magnús það með þökk-
um. F.nda fylgdi Litla-Mosfell og
fannst presti það of mikið fyrir sig.
Með Magnúsi fóru suður frændi
hans Jón Ágústsson og Finnur
Stefánsson frá Kambfelli. Þeir voru
ráðnir yfir vorið og sumarið. Þeir
félagar fóru með nokkra hesta,
landleiðina. Ferðin suður gekk að
óskum, en þegar suður kom, greip
hestana mikið óyndi og voru þeir
þessvegna óspakir í haga. Eftir
stuttan tíma týndust þrír þeirra og
fundust hvergi þó mikið væri leit-
að.
Seinni part sumars kom Magnús
hingað norður til að leita þeirra.
Hafði hann þrjá til reiðar, lór
Kjalveg og kom fyrst til Skagafjarð-
ar en reið síðan til Eyjafjarðar.
Hann var ókunnugur Jressari leið,
lenti í þoku og slagviðri á fjöllun-
um en komst jx') slysalaust. Var
hann svo nokkra daga hjá foreldr-
um sínum í Saurbæ og fór svo þjóð-
leiðina til baka.
Á hverju hausti er farið í göngur
úr Saurbæjarhreppi, alla leið suð-
ur í Þjórsárkvíslar og vestur að
Hofsjökli. Ekki man ég mánaðar-
daginn þegar farið var í Jæssar
göngur haustið 1919. En vanalega
var farið viku fyrr í þessar leitir en
venjulegar göngur.
Þetta haust var mér falið að sjá
um leitina. 1 þetta sinn vorum við
þrír: Hjálmar Þorláksson í Ytri-
Villingadal, Jón bóndi Siggeirsson
í Hólum og ég. Þegar við lögðum
upp í suðurleitina, frá Laugafelli
og vorum komnir stutt suður fyrir
Háöldur og riðum eftir rennislétt-
um sandöldum, sá Hjálmar nýjar
slóðir eftir þrjá hesta. Við fóruin
að atliuga slóðirrtar og komumst að
})eirri niðurstöðu að slóðirnar
myndú vera eftir strokuhesta þeirra
Mosfellinga. Slóðirnar voru greini-
legar og báru Jxið t. d. með sér, að
einn liesturinn hafði verið á skeif-
um með kýttuðum hælum og pott-
aðar á tám. Auðséð var, að hestarn-
ir höfðu verið þarna um stund og
velt sér, síðan rölt siimu leið og
þeir komu, suðvestur sandana.
Við röktum slóðirnar nokkuð
langt vestur. Bað ég nú Hjálmar að
rekja þær eins langt og hann gæti,
því hann átti að taka vesturleitina,
vestur að Hofsjökli og kringum
Laugafellshnjúkinn. Skildu svo
leiðir okkar.
Við Jón fórum suður Þjórsár-
kvíslar. En Hjálmar fylgdi slóðun-
um eftir vestur undir Hofsjökul en
tapaði þeim á grasflesju einni.
Hann taldi, að hestarnir hefðu
stefnt á Arnarfell. Áleit hann J)ýð-
ingarlaust að fara lengra, cnda
höfðum við nauman tíma.
Þegar við komum heirn eftir
fimm daga leit, tilkynntum við
Árna Hólm, föður Magnúsar, að
við hefðum séð slóðir eftir þrjá
hesta og sögðum frá leitinni að
Jressum hestum, svo og stefnu
þeirra samkvæmt slóðunum. 1
Þrem dögum síðar kemur sú
frétt vestan úr Skagafirði, eftir
gangnamönnum höfð, að Jreir hafi