Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 13

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ DAGS 13 GUÐRUN AÐALSTEINSDOTTIR: Bernskujól kringum bæinn, en það fór á sömu leið, þar var enginn maður, ekkert sem anda dró, og eigi heldur neins staðar í námunda við hann. Þetta var í meira lagi kynlegt. Það var eins og konan hefði orðið uppnum in. Eg gekk til fjárhúsa og s'kýrði gamla manninum frá þessu, fannst honurn þetta vera dálítið undarlegt ferðalag og ekki einleikið. Ilver var þessi svartklædda kona? Hvað- an kom hún og hvert fór hún? Varla var það mögulegt að nokkur mensk ur maður hefði getað farið lrá vegg num við Skriðuhústóftarbrotið og norður fyrir svokallaðan Hrygg og í hvarf, sem er 80 faðma vegalengd á einni mínútu, en það leið nákvæm lega sá tími frá því að konan hvarf mér bak við vegginn og þar til ég kom út og upp á götuna, nema því aðeins að hún hefði tekið að renna — og það allgeist, þótt slíkt virðist ótrúlegt. Konur lilaupa yfirleitt ekki, sízt af öllu langa leið (utan íþróttameyjar), nema þá ef rnikið liggur á. Af næstu bæjum var kon an ekki og eigi heldur fjær úr sveit inni, um það fekk ég fullar sannan ir síðar. Eg hefi þá sterku trú að svartklædda konan hafi ekki verið af okkar heimi, heldur yfirnáttúr- leg vera. Huldukona? Eða var þetta andi úr myrkraheiminum, friðlaus sál sein í é)tta og angist var að reyna að flýja sjálfa sig, ellegar eitthvað annað? Næsta morgun gckk ég suð ur og niður að Skriðuhústóftar- broti til þess að grenslast um hvort snjógráðið fyrir norðan vegginn væri þar ekki enn, því frost hafði verið á um nóttina. Jú, þar var sama fölið og daginn áður. Aðgætti ég vel hvort þar væri ekki einfiverja slóð að finna en ég sá engin spor, hvorki eftir menn né dýr, þótti mér það ærið kynlegt. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hefi séð dularveru, frá heimunum ósýni legu. ÉG MUN hafa verið sex ára þegar ég man fyrst eftir jólaundirbiiningi og jólahaldi. J’að var nokkrum dögum fyrir jól að amma kallaði á okkur systur og bað okkur að fara'á brydda ské) sem hún ætlaði að gefa álfabörnum. Við urðum auðvitað við bón henn- ar, og man ég ekki meira eftir því fyrr en seinna um daginn, það var snjór á jörðu og við sáum pabba koma heim með kindur sem höfðu vantað og hlupum tit að fjárhéisi til hans. Heyrði ég þá kallað frem- ur höstuglega á okkur og var það mamma og sagði að amrna vildi finna okkur. Við fórum strax inn í baðstofu til ömmu, og þegar hún sagði „sjáið þið fæturnar á ykkur“ þá fyrst mundum við’eftir nýju skónum, sem auðvitað áttu að vera okkar eigin jé)laskór. Eg sem var elst, skammaðist mín óskaplega fyr ir að bregðast svona þessu trúnað- arstarfi, að laga og móta álfabarna- skóna, en ekki held ég að skórnir liafi beðið neitt alvarlegt tjón af þessum mistökum. Síðustu dagana fyrir jólin var forvitni og spenningur rnikill í okk ur krökkunum og þó var það tak- markað sem hægt var að kornast að, þó vissum við alltaf um kökubakst urinn og þær kökur sem mamma bakaði fyrir jól eru þær langbragð beztu kökur sem ég hafi á æfinni bragðað. Ég hefi oft reynt að baka gyðingakökur hálfmána og sóda- köku, sem væri eins bragðgóð og jólabaksturinn var að mínurn dómi þegar ég var lítil, en ég hefi aldrei fundið það sama góða bragð. Á aðfangadag þegar byrjaði að rökkva fór mamma að baða okkur systkynin, við vorum böðuð I sté>r um bala í eldhúsinu og látin fara upp í rúm í nærklæðunum og átt- um að liggja róleg þangað til mamma mætti vera að því að klæða okkur í jólafötin. Þegar það síðasta var komið í rúmið kom mamma upp með disk með rjéikandi rjúpna lærum og gaf okkur öllum og borð uðum við þetta með góðri lyst, og ekki minnkaði tilhlökkunin til jóla kvöldsins við að finna rjúpnabragð ið. Dauft ljós logaði á litlum lampa við rúm ömmu og sat hún með minsta barnið og raulaði sálma eins og henni var svo tamt. En þetta allt hafði svo róandi áhrif á mig að ég steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en búið var að kveikja á sté>ra hengilampanum og mamma var fariri að klæða systkini mín. Við systurnar fengum allar eins kjóla, fagurbláa prjónakjóla og bróðir okkar sem var tveggja ára fékk prjónaföt úr svokölluðu kemb ingarbandi, 'þá var blandað saman fleiri litum af ull og kembd saman og þá varð þetta yrjótt. (Eg sá í móðblaði í fyrra smádrengjaföt nauðalík þessu). Litli bróðir, sem var tæplega ársgamall fékk ljósrauð föt, þetta bjó mamma allt til sjálf. Svo fengurn við systurnar rósóttar svuntur með vasa og þar að auki myndavasaklút. Þegar við vorum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.