Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 20

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ DAGS Ég kalla þá, sagði Finna. Þú kallar ekkert; það þýðir ekk- ert að kalla; hann heyrir ekki stakt orð, hann pabbi þinn, fyrir hávað- anum í ánni. Hvað geri ég þá? sagði Finna. Þú gerir ekkert, en ég geri dálít- ið. . . . ég ber þig bara yfir árspræn- una. Það gerurðu ekki, þú drepur þig. . . . og svo veiztu ekki hvað ég er ægilega þung. . . . Veit það ekki enn. . . . hvað, sem síðar verður, sagði Tommi og glotti til bílsins. Þetta er ægilegt, sagði Finna og potaði tánni í ána, kolmórauða og óhemjulega. Nokkuð svo; komdu, sagði Tommi ákveðinn; komdu hérna á bakið á mér. Ertu alveg galinn, drengur? Svo- leiðis færðu ekki að bera mig. Þá hinsegin, komdu. Og Tommi þreif Finnu í fangið og klöngraðist með hana niður af bakkanum og út í ána. Áin var ekki eins djúp og maður gat hald- ið, aðeins í mið lær, en straumþung og grýtt. Enda sóttist ferðin hægt yfrum. Kannski var það Tomma að kenna. Það var yndislegt að sjá til þeirra. Manni gat dottið í hug, að Tommi fyndi sér til hnullungssteina í hverju spori, bara til að geta verið sem lengst að skjögra þennan spöl — geta verið scm lengst með Finnu í fanginu. Það var ckki undarlegt. Hvers konar strákur væri það eig- inlega, sem ekki hefði glaður vilj- að hætta lífi sínu vegna jafnfallegr- ar stelpu og Finnu? Það væri skrít- inn fugl. Ekki hefðu strákarnir í bílnum hikað, hugsa ég. Ekki ég. Hún átti erindið inn í bílinn, þessi Finna. Þar sem ég sat vinstra megin í bílnum, hafði ég rakið tekifæri til að fylgjast með öllu, sem fram fór, og ég vatt riiðuna niður til að sjá ennþá betur. Öðru hverju heyrði ég Finnu reka upp angistaróp, og ég sá, hvernig hún hjúfraði sig bet- ur og betur inn í fangið á Tomma, þegar hann virtist alveg að því kominn að fljóta uppi og berast burtu með straumnum. Kannski var það ímyndun mín, en mér fannst eins og Tommi væri stund- um að gera sér leik að því að hræða Finnu. Stundum skjögraði hann hálfboginn niður við úfna vatns- skorpuna, svo að Finna varð að kreppa fæturna og lyfta hnjákoll- unum upp á bringu hans, svo að hún vöknaði ekki. Það var sannar- lega ekki langt frá því, að varir Tornma snertu þessa ávölu og fallegu hnjákolla. Ég veit ekki nema þær hafi gert það; ég sá ekki betur. Og regnið niðaði og söng á þaki bílsins meðan við biðum, og ég sá, hvernig regndroparnir, stórir eins og krækiber, skullu á hnjákollum Finnu og á ánni, sem beljaði og svall í kringum þau. En yfir kom- ust þau heilu og höldnu. Nú hefði maður getað búizt við, að Tommi léti þessa hjálp nægja, léti Finnu síga varlega niður á bakkann, rétti henni hendina og kveddi. En, neiónei, það gerði hann ekki. Drykklanga stund stóð hann á bakkanum með Finnu í fanginu, og þau voru eitthvað að ráðslaga, sem enginn heyrði. En það var aug- ljóst mál, að þarna í regndembunni var tekin ný og þýðingarmikil ákvörðun, því að allt í einu tók Tomrni á rás með Finnu í fanginu, og óð með hana yfir ferginskílinn ofan við bakkann og hvarf með hana fyrir bæjarhólinn. Hann er ekki almennilegur, strákfjandinn, sagði konan með ref- inn. Hvert í sjóðandi þó! sagði ein- hver. Hvert í veinandi, hugsaði ég, en sagði ekki orð. Við verðum að kæra svonalagað, sagði konan með refinn og leitaði með augunum eftir samþykki far- þeganna. En svo undarlega brá við, að þetta síðasta uppátæki Tomma virtist aðeins hneyksla suma með- limi Norðurleiðarfjölskyldunnar, en vekja aðdáun og ljúfar kenndir í brjóstum annarrá, eins og til dæmis stelpunnar í ryðbrúnu káp- unni. Mikið á hún gott, sagði hún. Mikið á hann gott, sagði strákur- inn handan við ganginn. Þetta er viðbjóðslegt, sagði kon- an með refinn. Hví skyldi það vera viðbjóðslegt, þótt hann hjálpi stúlkunni yfir ófæra ána, sagði roskinn maður og ráðsettur aftur í bílnum. Þetta er drengskaparbragð, og flestar stúlk- ur hefðu tekið því með þökkum. Sá gamli virtist allur vera á bandi Tomma og Finnu, og manna lík- legastur.til að hafa leikið sama leik- inn, hefði liann verið yngri að ár- um. Það er sama, þetta er viðbjóður, sagði konan. Þau voru eyðitíma í hvarfi — fannst mér. Þetta var ekki einleikið. Skyldi Tommi hafa borið Finnu alla leið inn í bæ, háttað hana niður í rúm, svæft hana? Hvern fjárann var drengurinn að doska? Á ég að bera þig yfir? sagði strák- urinn handan við ganginn við Stelpuna á ryðbrúnu kápunni. » Þú?.... Þú ert nú ekki kven- sterkur, hugsa ég, svaraði hún og hafði ekki augun af laungunarfull- um hólnum handan við ána, sem skýldi Tomma og Finnu. Loksins kom Tommi úr hvarfi, og eins og eldibrandur var hann yfir ferginskílínn og ána, virtist ekki framar steyta fót sinn við nokkrum steini.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.