Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ DAGS
17
veðri, og ljúfri og megnri vorang-
an sló fyrir vit farþeganna, ef bíll-
inn nam staðar og hurðin var opn-
uð. í vegarskurðunum lá hófsóieyj-
unni við drukknun og engjarósin
á flæðunum, og álftakólfurinn í
síkjunum mændu upp í vorloftið
gegnum kálfadjúpan vatnsfiaum-
inn. Þvílíkt vatnsveður. Naumast
að hundi væri út sigandi, hvað þá,
að þetta væri veður fyrir unga
stúlku.
En þannig var þó einmitt ástatt,
þegar konuefnið hans Ruglpdals-
Tomma kom í ,veg fyrir bílinn,
þræddi flæðigarðana, léttstíg og ó-
trúlega fótviss, eins og hún hefði
alla sína æsku Jrrætt flæðigarða,
aldrei vaðið elginn á vorengjum.
Svo vildi til, að é'g var einn far-
þeganna þennan dag. Eg var lítils-
liáttar kunnugur Tomma; aftur á
móti þekkti ég lítið til á þessum
slóðum, enda bar ég ekki kennsl á
ungu stúlkuna, sem kom þarna of-
an að; Jró mun ég hafa verið fyrst-
ur til að veita henni athygli og gera
Tomma aðvart. Engir í bílnum
virtust heldur Jrekkja hana. Margir
könnuðust við Tomma, ýmist af
afspurn eða eigin kynnum; og Jrað
held ég, að þótt farþegunum hefði
vcrið sagt, að stelpan, sem kom yfir
engið, væri konuefnið hans
Tomma, hefði enginn trúað Jrví,
og allra sízt Tomini sjálfur.
Við fyrstu sýn virtist þetta vera
alltof falleg stelpa til Jress að hún
gæti fallið fyrir ókunnum lang-
ferðabílstjóra, sem lent hafði í irr-
ingum út af stelpum og var ein-
eygður í þokkabót.
En hvernig fór?
Þarna íiskar Tomrni karlinn
eina lijgulega í sætið hjá sér, sagði
strákur fyrir aftan mig.
Hún gæti komið af fjöllum, svo
frjálsleg og stóðhryssuleg er hún
í hreyfingum, sagði annar.
Víst var hún það, fannst mér.
Tomnri sjálfur sagði ekkert,
hvíldi hendurnar fram á stýrið og
beið.
Þegar hún klofaði yfir vatnsfull-
an vegarskurðinn, sagði einhver
aftur í bílnum:
Núhú, það er ekki annað en
heimasætan frá Djúpá. Hvaðan að
skyldi hún koma?
Ekkert svar; farjregarnir létu sig
Jrað engu skipta, lrvaðan einhver
heimasæta frá einhverri Djúpá
kom þótt hún bættist í hópinn.
Það var ekki fyrr en regnvott
andlit hennar birtist í glugganúm
til hliðar við Tomma, að hann
sneri höfðinu Jrannig, að hann gat
séð liana. Jafnvel Jr<jtt hún væri
rjóð og regnvot og falleg, kom gler
augað Tomma að litlu haldi. Og
Tommi opnaði hurðina. Fyrst sást
lítil hönd í svörtum glófa, sem
greip um stólbakið hjá Tomma,
Jrá hvítur handleggur, sem sviirt
regnkápuermin hafði strokizt af og
opinberað, þá höfuðið, hrannað
svörtum, regngljáandi lokkum. Og
upp komst hún öll, og henni fylgdi
inn í bílinn ljúfur og barkandi þef-
ur úr votu grasi og moldareimur-
inn úr vegarskurðinum.
Enginu er korninn til að segja,
hvort heldur það var cngjaþelur-
inn eða hörundsilmur stelpunnar
sjálfrar, er sló Tomma svo rækilega
fyrir brjóst, að honum virtist
liggja við yfirliði. En farþegarnir,
sem voru sjónarvottar að því, sem
fram fór, pískruðu um Jrað sín í
milli, að engu væri líkara en
Tommi hefði orðið fyrir gjörning-
um.
Skyldi hann ekki hafa komizt í
tæri við girnilega stelpu fyrr á æv-
itmi? tuldraði einhver.
Hann er ekki eins svalur og ég
hélt, sagði annar.
Og Eyjólfur hressist, fullyrti sá
þriðji.
Það var hverju orði sannara;
Tomma virtist ekki vera sjálfrátt.
Þegar stelpan laut yfir hann og
innti hann eftir fargjaldinu, rykkti
hann sér á fætur, aldrei Jtessu
vant, Jrótt einhver bættist við á
förnum vegi. Og Jregar hann veitti
fargjaldinu móttöku úr glóía-
dtikkri hendi hennar, fór allt í
handaskolum fyrir honum. Það
var eins og hann væri orðinn staur
blindur á hægra auganu líka, kynni
ekki að gefa til baka, hefði aldrei
á ævi sinni gefið til baka, Jrekkti
ekki túkall frá fimmeyring. Og
hann glopraði aurunum niður og
Jreir skoppuðu aftur eftir öllu bí 1 -
gólfinu. En Djúpárheimasætan
kom honum til hjálpar, elti aurana
og tíndi þá saman. Þá gafst okkur
strákunum kostur á að finna, hve
mjúk, hve undurmjúk hún var
viðkomu og gróskulega regnvot.
Mér, og vafalaust öðrum íarþeg-
um líka, fannst í senn spaugilegt
og furðulegt að sjá, hvernig
Tommi komst fullkomlega úr
jafnvægi við komu Jressarar sveita-
stelpu, og hvernig þau krupu hvort
með öðru, kafrjóð og vandræðaleg.
Þau voru eins og fumandi krakkar
í fimmaurastikk.
Eg skil ekki í, að viðbrögð
Tomma hafi nokkurn tíma verið
þessum lík, þótt stelpa hafi orðið á
vegi hans. En kannski var þessi
engri annarri lík.
Þótt engan farþeganna óraði fyr
ir því, að Tommi gæti ræst og ek-
ið bíl framar, tókst honum hvort
tveggja.
ög áfram var lialdið, eins og
leið lá; framundan var heiðin,
t'ætudökk og sútarleg.
Eins og strákarnir gátu sér rétti-
lega til, hlaut nýi farþeginn sætið
við hlið Tomma; eftirsótt sæti á
langleiðum. Og mikill happamað-
ur var hann Tonrmi, að það skyldi
vera vinstrihandarstýri á bílnum.
Það bagaði hann ekki grand, J)ótt
hann væri eineygður. Þennan dag
var ekkert með vinstra augað að
gera; hægra augað var í fullu gildi