Dagur - 20.12.1979, Page 8
Prýðum landið
Plöntum trjám
nytjaskógræktar, þykir þeim ekki
minna um vert þann þáttinn í
skógræktar- og trjáræktarmálum,
sem ekki verður metinn beint til
verðs. Trjárækt við bæi í sveitum
og hús í þéttbýli hefur ótvírætt
gildi. Þar hefur víða náðst svo
ótvíræður árangur, að erfitt væri
að hugsa sér marga bæi, t.d. Ak-
ureyri, án trjágarðanna. Enginn
einn þáttur er mikilvægari til að
fegra umhverfi manna en að
rækta þar tré og runna, sem veita
ekki aðeins mönnum og öðrum
gróðri heldur einnig og húsunum
sjálfum skjól, sem ekki ber að
vanmeta.
Á þessu sviði hafa einstakling-
ar staðið betur að verki en félög
og opinberir aðilar. Það er nötur-
legt að sjá nýjar og vel gerðar
byggingar rísa naktar og skjól-
lausar upp úr umhverfi sínu, þar
sem augljóslega mætti rækta í
kringum þær trjágróður. Því
miður virðist áhugi fyrir því að
fegra þannig í kringum almenn-
ingsbyggingar sumsstaðar hafa
dofnað. Eða að menn þrýtur
dugnað og framkvæmdamátt
þegar sjálfri byggingunni erlokið.
Á ári trésins ættu félög og op-
inberir aðilar, sem að slíkum
byggingum standa að hefjast
handa á skipulagsbundinn hátt.
Ef ekki er búið að skipuleggja það
hvernig umhverfi bygginganna á
að verða þarf að hafa samband
við kunnáttumenn á því sviði, og
fá svo ráðleggingar, trjáræktar-
fróðra manna um val á trjáteg-
undum og tilhögun alla.
Allt það sama mætti segja um
fjölmargar aðrar byggingar,
verksmiðjur, verkstæði og iðjuver
hverskonar. Við viljum hafa
vinnustaðina og umhverfi þeirra
svo hreinlegt og heilsusamlegt
sem tök eru á, en hvers vegna ekki
að planta trjám á lóð frystihússins
eða verkstæðisins eins og í kring-
um heimilin?
Lerki i Fljótsdal. Hér vex ierki með ágætum úr skóglausu og mögru landi.
Úfivistarsvæði og
skógrækt
Hvarvetna um landið verður nú
vart áhuga á að koma upp aðlað-
andi útivistarsvæðum fyrir fólk,
sem leitar út frá þéttbýlinu. Flest
stærri bæjarfélög munu vera með
slíkar hugmyndir eða komnar
með þetta á framkvæmdastig.
Á öllum slíkum stöðum þykir
skógrækt sjálfsagður þáttur.
Skógræktarmenn hafa líka geng-
ið þarna á undan. Nægir þar að
benda á Heiðmörk við Reykjavík,
sem friðuð var eftir langa baráttu
Skógræktarfélags íslands og síðar
Skógræktarfélags Reykjavíkur,
og svo Kjamaskóg við Akureyri,
þar sem ræktað hefur verið upp af
skóglausu landi hið ákjósanleg-
asta útidvalarsvæði.
Skógræktarfólk á Islandi hefur
fyrst og fremst orðið að sigrast á
vantrú og hugardeyfð til að vinna
hugðarefni sínu fylgis. Skógrækt-
arfélag Islands sem er samband
þrjátíu héraðsskógræktarfélaga
víðsvegar um landið hefur alla tíð
verið í forystu í þessari baráttu til
að glæða trú og efla áhugann á
því að bæta landið með hvers-
konar skógrækt. Ætíð hefur verið
hin besta samvinna á milli Skóg-
ræktar ríkisins og Skógræktarfé-
lags íslands, enda hafa starfs-
menn skógræktarinnar víða borið
uppi störf skógræktarfélaganna.
Með ári trésins vilja þessir aðilar
og margir aðrir, sem hafa gengið
til liðs við þá, hvetja alla til meiri
ræktunarstarfa, meiri trjáræktar
og skógræktar. Það er von þess-
arra aðila, að sem allra flestir
gerist nú virkir skógræktarmenn
og taki þátt í að prýða landið með
því að planta trjám.
Ung stúlka við vinnu í Kjarna.
Og enn erum viö í Kjaraa.
SKIPADEILD S.I.S.
ANNAST VÖRUFLUTNINGA FRÁ ÍSLANDI.
VÖRUFLUTNINGA TIL (SLANDS.
LEITIÐ UPPLÝSINGA UM FERÐIR.
Óskum öllum landsmönnum
gleðilegra jóla
og farsœls nýs árs
SKIPADEILD S.Í.S.
—
Gleðileg jól
Farsœlt nýtt ár
Þökkum ánægjuleg
viðskipti
á árinu sem er að líða
Einhverju sinni, þegar ég heimsótti Jóhann gamla Pétur og kerlu hans,
barst tal okkarað hjónaböndum. Þá trúði Jóhann Pétur mér fyrir þessu, þó
svo, að kona hans heyrði:
— Fyrst eftir, að ég gifti mig, var ég logandi hræddur um, að hjóna-
bandið ætlaði að verða barnlaust, enda voru liðnar nærri þrjár vikur frá
brúðkaupinu, þangað til fyrsti strákurinn fæddist.
Ingimar Eydal:
JÓLABOÐSKAPU
Nú er desember og peningakass-
arnir hringja jólin inn. Þessa
setningu gaf að líta i jósku dag-
blaði fyrir nokkrum árum. Setn-
ingin varð fleyg og barst vítt og
breitt, mönnum fannst blaða-
maðurinn hafa hitt naglann á
höfuðið. Jól neyslusamfélagsins
eru í æ ríkara mæli að verða
matar- og magajól, svo og gjafa-
jól. Við höfum fjarlægst fæðing-
arhátíð frelsara okkar um leið og
jólahald var gert að flókinni og
íburðarmikilli hátíð, þar sem
ekkert má skorta. Það er æfaforn
venja að líta á samneyslu matar
og drykkjar sem menningarlega
athöfn. Við þekkjum það úr sögu
trúarbragða, að slík samneysla
hafi táknræna merkingu. En
veisluhaldið má aldrei verða tak-
mark i sjálfu sér. Sá siður að gefa
gjafir á jólum hefur mér alltaf
fundist táknrænn og fallegur.
Hann er framar öllu öðru tákn
um þá góðvild sem ríkja á í
mannlegum samskiptum, ekki
bara á jólum, heldur allt árið um
kring. En það sama gildir um þá
venju og aðrar, að gildi hennar
mé ekki gleymast, ekki týnast og
drukkna í óhófi og samkeppni
þar sem jólagjafirnar þjóna því
hlutverki að vera nokkurs konar
stöðutákn.
Hverfun nú í huganum að ein-
faldara jólahaldi fyrri tíma. 1
kvæðinu „Jól“ eftir örn Arnarson
er þetta erindi:
Nú rennur.jólastjarna
og stafað geislum lætur,
á strák í nýjum buxum
og telpu í nýjum kjól.
8.DAGUR