Dagur - 20.12.1979, Síða 14
HEIÐDIS NORÐFJÖRÐ:
BARNA-
GAMAN
— Attu við okkur? —
spurðu litlu kertin, alveg und-
randi.
— Hvað getum við gert til
gagns? Við, sem erum svo lítil.
— Hlustið þið nú á, —
Sagði altariskertið,
— Eitthvert kvöldið verður
reist tré, fallegasta tré, sem
hægt er að hugsa sér.
Það verður alskreytt fánum,
sveigum, hjörtum, kramar-
húsum og stjörnum. Börnin
taka hvert í höndina á öðru og
dansa kringum það og syngja
um grænar greinar þess, þar
sem ljósin tindra eins og
Gesturinn: Hvað er
þetta í súpunni?
Þjónninn: Ég veit það
ekki. Ég er enginn skor-
dýrafræðingur.
★ ★ ★
V
JÓLAKERTIN
Ævintýri fyrir börn
Greniugla
Ævintýrið gerðist í kertabúð,
endur fyrir löngu. Búðar-
glugginn var fagurlega
skreyttur. Hann var alveg
fullur af kertum. Kertin voru
af öllum mögulegum gerðum
og litum. Þar voru há og mjó
kerti, hvít kerti til að setja í
stjaka, stutt og digur kerti og
svo voru líka kerti, sem voru
afskaplega skrítin í laginu.
Sum voru eins og hjörtu,
önnur eins og jólasveinar, og
einnig voru þar kerti, sem
voru eins og jólatré. í búðar-
glugganum voru líka pappa-
kassar með smákertum, sem
lágu hvert við annars hlið.
Fyrir utan gluggann, stóð fólk
og skoðaði kertin. Sumir fóru
meira að segja inn í búðina og
keyptu kerti. En þeir fengu
ekki kertin, sem voru í glugg-
anum, þvi að þau voru bara til
skrauts og sýnis.
Dagurinn leið að kvöldi og
búðinni var lokað. Svo kom-
nóttin, og þá fóru kertin að
tala saman.
— Við erum fallegustu
kertin í allri búðinni. — sögðu
nokkur hárauð kerti, sem
stóðu saman í hnapp.
— Þegar veislur eru haldn-
ar, erum við látin standa á
borðinu. Okkur hefur verið
sagt, að í fínum veislum séum
við eingöngu notuð, en ekki
rafmagnsljósin. —
— Nú þykir mér týra, —
sagði eitt af hvítu, sléttu kert-
unum.
— Ef fólk á kertastjaka úr
silfri, notar það okkur, því að
við erum fyrirmannlegust. —
— Svei því öllu, — sagði
eitt kertið hlægjandi, en það
var alveg eins og jólasveinn í
laginu.
— Þegar fólk ætlar að
skemmta sér reglulega vel,
notar það okkur. Okkar ætt er
gríðarlega stór, og í henni eru
til kerti fyrir hvaða veislu, sem
vera skal. 1 vor var notað heil-
t
mikið af okkur, það er að segja
þeim, sem eru eins og egg í
laginu, það var nefnilega á
páskunum. — bætti jóla-
sveinakertið við og það gætti
hreykni í röddinni.
— Það kærir sig sjáifsagt
enginn um okkur, — hvíslaði
lítið hvítt kerti, sem lá í kassa
við hlið sjö annarra lítilla
kerta.
‘'hM'-
stjömur himinsins, og það er-
uð þið, sem þau syngja um. —
— Er það mögulegt, að
börnin syngji um okkur?
hvisluðu litlu kertin undrandi
og feimin.
— Já, það gera þau sann-
arlega, — svaraði stóra altar-
iskertið,
— Og þið sitjið á greinum
fallega trésins og ljómið miklu
skærar en nokkur önnur ljós,
þegar þið endurspeglist í
glöðum augum barnanna.
Vitið þið hvers vegna? Það er
vegna þess, að þið eruð jóla-
kerti. —
Og öll hin kertin í búðar-
glugganum, óskuðu þess að
þau gætu verið í sporum litlu
hvítu og rauðu jólakertanna.
Tekið úr Jólablaði barnanna
1948
Notið greniköngul í ugl-
una. Teiknibólur fyrir
augu og pappír, brúnan eða
hvítan, sem verða eyrun.
Furumús
Notið furuköngul í þessa
litlu mús. Stein fyrir höfuð
og í eyrun notið þið brot úr
greniköngli og límið á
steininn.
Wf?'.---'
Óvanur ræðumaður átti að tala í veizlu og tók þannig til máls:
— He-he-heiðruðu ges-gestir, þegar ég kom hingað í kvöld, vissu aðeins
guð og ég, hvað ég ætlaði að segja hér — og nú veit það enginn nema guð
einn!
Um nóttina fóru kertin aó taka saman.
— Við erum svo lítil og
leiðinleg. —
— Já, og þess vegna eigið
þið að þegja. — sagði gult og
digurt kerti.
— Mín ætt er miklu virðu-
legri. Við erum stutt og digur,
en það getur logað ákaflega
lengi á okkur. Þegar veislur
eru haldnar, kveikir fólk á
okkur, og svo getur það kveikt
í sígarettunum sínum við ljós-
ið á okkur, því að viðendumst
alla nóttina. Við erum sko
kerti sem talandi er um, við
erum bæði til skrauts og
gagns. — ,
— Bara að við gætum sagt
hið sama, — sögðu litlu hvítu
kertin átta, og andvörpuðu og
rauðu systkinin þeirra, sem
lágu í öðrum kassa, hugsuðú á
sömu leið.
— Ég skil ekkert í því,
hvers vegna fólk býr okkur til,
— sagði eitt þeirra, — okkur,
sem erum svo lítilfjörleg. —
— Eigum við ekki að velja
kóng og drottningu úr okkar
hópi? spurði eitt af hárauðu
stóru kertunum.
— ÉG er viss um, að ég
væri góður kóngur, því að ég
er rautt eins og kápan kóngs-
ins, og svo myndi ég velja mér
hvíta stóra kertið fyrir drottn-
ingu. — En hin kertin voru
ekki á sama máli.
Þau fóru að tala öll í einu,
svo að af því varð mikill há-
vaði og ókyrrð.
— Viðjið þið bara þegja. —
heyrðist allt í einu sagt með
djúpri röddu uppi yfir þeim,
og þeim brá svo við, að þau
steinþögnuðu. Þau höfðu öll
gieymt einu kertinu, en það
vat það, sem nú lét að sér
kveða.
Inn&t í glugganum stóð
gríðarstórt hátt og digurt, hvítt
kerti. Það var altariskerti, sem
átti að standa í kirkju og loga
þar tímunum saman.
— Ég hef hlustað á allt,
sem þið hafið sagt, og þið eruð
mestu heimskingjar og hroka-
gikkir, flest ykkar, — sagði
altariskertið.
— Ekkert ykkar er öðru
betra. Ykkur er ætlað sitt
starfið hverju, og skemmtileg-
asta starfið, það starf sem
mesta gleði vekur, er ykkur
ætlað, litlu hvítu og rauðu
kerti þarna í kössunum. —
Um jólin er töluvert um það, að vinafjölskyldur bjóði hver
annarri heim.
Hér eru nokkrir leikir, sem bæði böm og fuliorðnir gætu
haft gaman af að fást við í slíkum heimboðum.
Hlátur og grátur
Þátttakendur setjast í hring.
Einn þeirra kastar peningi
upp í loftið um leið og hann
segir: — Tala eða merki. —
Allir fylgjast með, hvort kem-
ur upp. Éf talan kemur upp,
eiga allir að taka til og hlæja,
en ef merkið kemur upp, eiga
allir að gráta. Sá, sem hlær
þegar á að gráta, eða öfugt,
verður annaðhvort að vera úr,
eða afhenda pant. Frá því
peningurinn er tekinn upp af
gólfinu og þar til hann lendir
þar aftur, verða allir að vera
hljóðir og enginn má láta nein
svipbrigði sjást.
Taka ofan
Þátttakendur standa í hring,
með hendur fyrir aftan bak.
Einn hefur hatt á höfði. Annar
situr við hljóðfæri og leikur
eitthvert lag, en verður helst
að snúa baki við þátttakend-
um. Þegar hljóðfæraleikarinn
byrjar að leika, ganga allir
þátttakendurnir í hring, og sá,
sem hefur hattinn setur hann á
höfuðið á þeim, sem er fyrir
framan hann. Þannig gengur
það koll af kolli.
Enginn má flytja hendurnar
af bakjnu fyrr en hatturinn er
kominn á höfuðið. Sá, sem
hefur hattinn á höfðinu þegar
tónlistin hættir, er úr leik.
Að lokum eru aðeins tveir
eftir. Þeir standa hver á móti
öðrum og annar hefur hattinn
á höfðinu. Þegar tónlistin
byrjar, gengur hatturinn á
milli og þegar tónlistin hættir
hefur sá unnið, sem hattlaus
er.
Tekið úr Ljósberanum jóla-
blaði 1960.
14.DAGUR