Dagur - 22.05.1987, Síða 7
22. maí 1987- DAGUR-7
Mynd: EHEi
Leif Levin, framkvæmdastjóri.
lega með verslunarrekstur en þið
eruð með næstum því allt, sem
maður getur hugsað sér, verslun,
iðnað og margvíslega þjónustu.
Akureyri er ekki stór bær en hér
er kraftmikil og öflug samvinnu-
starfsemi. Ég hef aldrei komið
áður til íslands en ég er mjög
hrifinn af því sem hefur borið fyr-
ir augu í ferðinni. Náttúrufegurð
er mikil hér norðanlands.“
- Hafið þið samvinnumenn
rætt einhver viðskipti í þessari
heimsókn?
„Já, við höfum rætt við for-
ráðamenn Iðnaðardeildar SÍS um
að kanna grundvöll fyrir viðskipti
við okkur í Svíþjóð því þið
hafið mjög fullkominn ullariðnað
hérna, og við höfum séð að hér
eru framleiddar vandaðar og.
góðar vörur. Ég mun koma aftur
til íslands í júlí og þá reyni ég að
koma aftur til Akureyrar, ef það
reynist mögulegt.“
Blaðamaður þakkaði Leif Lev-
in fyrir viðtalið, sem gat ekki orð-
ið lengra því hann þurfti að flýta
sér með næstu flugvél suður.
EHB
Framleiðnisjóður landbúnaðarins:
Landfriðunarbændur geta
fengið 15% hærri greiðslu
- fyrir fullvirðisrétt
Framleiðnisjóður landbúnað-
arins hefur sent frá sér tilkynn-
ingar þess efnis að almennt
muni hann ekki kaupa eða
leigja fullvirðisrétt í mjólk fyrir
næsta verðlagsár, 1988/’89.
Þessi ákvörðun er tekin í fram-
haldi af þeim góða árangri sem
náðst hefur í samdrætti fram-
leiðslunnar og aukinni innan-
landssölu. Vegna enn minnk-
andi sölu kindakjöts verður
fullvirðisrétur í því keyptur
eða leigður að minnsta kosti
eitt verðlagstímabil enn.
Fyrirkomulagi kaupa á full-
virðisrétti í kindakjöti hefur ver-
ið breytt nokkuð frá því sem var.
Ekki verður krafist búháttabreyt-
inga á viðkomandi býli ef vissum
skilyrðum er uppfyllt. Þessi skil-
yrði eru m.a. svæðaskipulag,
landfriðun og annars konar land-
nýting en tíðkast hefur. Heimilt
er að greiða allt að 15% hærra
verð fyrir fullvirðisréttinn ef um
er að ræða landfriðunarmarkmið.
Forgangsrétt til að leigja eða
selja fullvirðisrétt hafa frumbýl-
ingar og þeir sem búa minna búi
en svokölluðu viðmiðunarbúi,
400 ærgildi.
Nokkur breyting hefur orðið á
greiðslukjörum þannig að nú er
hægt að fá kaupverð greitt á 2
árum, en áður var eingöngu hægt
að fá greiðslur vegna sölu á full-
virðisrétti á 4 árum. Leiga verður
þó eftir sem áður greidd á 6
árum. ET
Svarfaðardalur:
Leiklistarþing um helgina
- frumlegar
Nú um helgina verður haldið
þing Bandalags íslenskra leik-
félaga á Húsabakka. Þingið
verður sett í dag kl. 16.30 og
stendur til kl. 14.00 á sunnu-
dag. Ymsar uppákomur munu
setja svip sinn á þingið, og
sumar vægast sagt mjög frum-
legar.
Félagið er aðili að norrænu
leiklistarsamtökunum N.A.R.,
og verður yfirskrift ráðstefn-
unnar: „Hefur norrænt og al-
þjóðlegt samstarf þýðingu fyrir
mig?“ Einar Njálsson formaður
bandalagsins mun meðal annarra
halda framsöguerindi, en dag-
uppákomur
skráin samanstendur af þing-
sköpum á daginn, og leiklist á
kvöldin. í kvöld mun Leikfélag
Dalvíkur sýna verk úr safni Jón-
asar Árnasonar sem þau hafa
verið að sýna í vetur. Verkið
heitir „Til sjávar og sveita“,og
mun leiksviðið í kvöld verða með
óvenjulegasta móti; mjög svo
forvitnilegu. Svningin hefst
kl. 11.00.
Á laugardaginn verður hald-
inn aðalfundur bandalagsins.
Dalvíkurbær og Svarfarðardals-
hreppur bjóða um kvöldið til
hátíðarkvöldverðar. Leikfélag
Dalvíkur munu síðan sýna Norn-
ina Baba-Jaga þetta kvöld. VG
Mögur loðna þurrkuð sem gælu-
dýrafóður hjá Stokkfiski í Reykjadal
Stokktlskur í Reykjadal fram-
leiðir gæludýrafóður úr hráefni
sem ekki er hægt að nýta til
annarrar framieiðslu. Hér er
um að ræða loðnu sem er orðin
of mögur til bræðslu en til að
hægt sé að þurrka loðnuna hjá
Stokkfiski þarf fitustig hennar
að vera lágt. Þurrkaða loðnan
er seld sem gæludýrafóður fyr-
ir hunda og ketti til Norður-
landa og annast dreifingaraðili
í Danmörku söluna.
Þokkalegt verð fæst fyrir vör-
una én flutningskostnaður er
dálítið mikill því loðnan er veidd
á Faxaflóa og Breiðafirði og flutt
þaðan í Reykjadal. Loðnan er
veidd um og eftir hrygningu, á
6-8 vikna tímabili og bátar fara í
sérstakar veiðiferðir fyrir Stokk-
fisk til að ná loðnu með nógu lágt
fitumagn.
Um haustið 1985 hóf Stokk-
fiskur tilraunaframleiðslu á nýrri
vöru, gæludýrafóðri úr þorsk-
hausum og dálkum sem eru
hakkaðir, síðan er hakkið mótað
í sérstökum vélum í fimm stærð-
arflokka og þurrkað. Engum efn-
um er blandað í vöruna og er hún
seld sem hrein náttúruafurð til
Norðurlanda, Sviss, Þýskalands
og Englands en það eru danskir
dreifingaraðilar sem annast söl-
una. Þetta fóður er ætlað hund-
um nema minnsti stærðarflokkur-
inn sem farið er að selja sem
kattafóður.
Að sögn Lúðvíks Haraldssonar
verkstjóra hjá Stokkfiski eru
þurrkaðir þorskhausar stærsti lið-
urinn í framleiðslu fyrirtækisins,
þeir eru seldir til Nígeríu og áætl-
að er að 22.500-25.000 þúsund
pakkar af þessari skreið verði
Áformað er að hefja í sumar
byggingu húss fyrir skrifstofur
bæjarfógeta- og sýslumanns-
embættisins á Sauðárkróki, á
lóðinni Suðurgötu 1. Hið opn-
bera byggir í samvinnu við
Bókaverslun Brynjars, sem
verður til húsa á neðri hæð
hússins, en þar verða einnig
lögregluvarðstofa og fanga-
geymslur embættisins.
Að sögn Halldórs Jónssonar
framleiddir á árinu. Varan þykir
mjög jöfn að gæðum og er seld í
hærra verðflokki en hausar sem
þurrkaðir eru úti. Hún selst mjög
vel og Stokkfiskur liggur aldrei
með neinar birgðir af henni.
Segja má að framleiðsla fyrir-
tækisins sé fjórþætt, því í vetur
var loðna söltuð á þess vegum og
fyrirhugað er að þurrka hana og
selja sem skreið til Afríku. IM
sýslumanns verður um gjörbreyt-
ingu að ræða fyrir embættið þeg-
ar þar að kemur, við byggingu hins
nýja húss. Skrifstofurnar eru nú
við mikil þrengsli í 100 fermetra
húsnæði við Víðigrund, en koma
til með að fá 3-400 fermetra rými.
Til framkvæmdarinnar hafa
fengist af tveim síðustu fjárlögum
samtals 7,5 milljónir og er reikn-
að með að sú upphæð fari langt
með að duga til að gera húsið
fokhelt. -þá
Sauðárkrókur:
Sýslu- og bæjarfógeta-
skrifstofur byggðar í sumar
Sumarbúðir
ÆSK
við Vestmannsvatn
Sumarbúðir ÆSK eru við Vestmannsvatn í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar fer saman
einstæð náttúrufegurð og mikil veðursæld. I búðunum er alltaf mikið um að vera, hægt er
að fara í göngu- og bátsferðir, renna fyrir silung, fara í bílferð til kirkju eða í sund.
(búðunum er íþróttavöllur og leikvöllur. Þegar veður leyfir er safnast saman við varðeld og
söng. f samkomusal eru haldnar helgistundir og fræðslukvöld. í sumarbúðunum er lögð
rækt við sál og líkama.
vikna. Þegar sú greiðsla hefur borist,
fá væntanlegir þátttakendur bréf með
öllum upplýsingum um sumarbúðirnar og
dvölina þar.
Flokkaskipting
1. fl. 30. maí - 6. júni
2. fl. 9. júní -16. júní
3. fl. 18. júní -25. júní
4. fl. 25. júní - 2. júlf
5. fl. 3. júlí -10. júlí
6. fl. 15. júlí —25. júlí
7. fl. 25. júlí - Lágúst
8. fl. 4. ágúst -11. ágúst
9. fl. 12. ágúst -19. ágúst
10. fl. 20. ágúst - 27. ágúst
stelpur/strákar 8-11 ára
stelpur/strákar 7-11 ára
stelpur/strákar 8-11 ára
stelpur 7-11 ára
stelpur/strákar 11-13 ára
opinn hópur-óráðstafað
blindir og aldraðir
aldraðir Selfossi (upppant.)
orlofskonur
orlofskonur
Dvalargjald
Innritun
Dvalargjald í barnaflokkum er 5.900 fyrir
barnið. Systkini fá afslátt, og er dvalargjaldið
á 5.300 kr.
7. flokki (fyrir aldraöa) kostar 8.000 fyrir
manninn eða 7.200 fyrir hvort hjóna.
Rútugjöld eru ekki innifalin.
r
Innritun í sumarbúðir ÆSK viö Vestmanns-
vatn er hafin. Hún fer fram hjá Gunnari Rafni
Jónssyni og Steinunni Þórhallsdóttur,
Skálabrekku 17 á Húsavík. Síminn er
96-41668. Innritað er alla virka daga frá
kl.17-20, en einnig má hringja á öðrum
tímum, ef það hentar betur. Einnig má inn-
rita hjá Æskulýðsskrifstofu Akureyrar, sími
96-24873, og sr. Jóni Helga Þórarinssyni
Dalvík, sími 96-61685.
Frá og með 27. maí fer innritun fram í
sumarbúöunum við Vestmannsvatn. Síminn
þar er 96-43553.
Við innritun þarf að greiða 1000 kr. staðfest-
ingargjald, sem er óendurkræft, ef umsækj-
andi hættir við dvölina þremur vikum eða
skemur fyrir upphaf hennar. Ella gengur
staðfestingargjaldið upp í dvalargjaldið.
Sendir verða út gíróseðlar fyrir staðfesting-
argjaldinu. Þá þarf að greiða innan tveggja
Ungir sem aldnir
Notið tækifærið, látið innrita ykkur strax í
dag. Njótið þess að eiga ykkar sæluviku á
Vestmannsvatni í glöðum hópi, í fagurri
náttúru og endurbættum húsakynnum.
Sjáumst öll hress og kát.
Æskuiýðssamband
kirkjunnar í Hólastifti