Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 3
3. júní 1988 — DAGUR - 3 Húsavík: Norðurgarðurinn styrktur og endurbættur Miklar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar við vöruhöfnina á Húsavík, norðurgarðinn svo- nefndan. Að sögn Bjarna Þórs Einarssonar bæjarstjóra er garðurinn orðinn mjög veik- burða og þoiir ekki þá umferð sem um hann fer, einnig er hann ekki nægilega breiður til þess að hægt sé að beita þeirri nútíma tækni sem krafist er. Þetta er verkefni sem skipt- ist í þrjá áfanga og er nú verið að byrja á þeim fyrsta. Byrjað verður á að aka í garð- inn grjóti til að breikka hann og styrkja, og í sumar er reiknað með að flytja í garðinn um 40 þús. rúmmetra af grjóti, sem skiptist í svokallaðan kjarna og grjótklæðningu gerða af 5 tonna steinum. Jafnhliða þessu verða gerðar minni háttar breytingar inni á hafnarsvæðinu, svo sem lagning vegar milli hafnarsvæða, þ.e. fiski- og vöruhafnar, til þess Sjómannadagurinn: Megas á Króknum og Hofsósingar byrja í kvöld Sjómannadagurinn á Sauðár- króki verður haldinn hátíðieg- ur, sem og annars staðar, og verður tekið forskot á sæiuna á laugardag með undankeppni í kappróðri og balli í Bifröst um kvöldið með hljómsveit Geir- mundar. A sunnudaginn verð- ur byrjað með skemmtisiglingu kl. 9 og eftir hana verður messa í Sauðárkrókskirkju. Eftir hádegi verður byrjað kl. 13 við Sauðárkrókshöfn með kappróðri og vígður verður riýr björgunarbátur. Kl. 14 héfst skemmtun á Sauðárkróksvelli og mun m.a. sjálfur Megas koma þar fram. Um kvöldið verður hann svo með tónleika í Bifröst. Þá mun Björgunarsveitin véra með kaffisölu að vanda í Bifröst og hefst hún kl. 15. Á Hofsósi verður margt til gamans gert. Hofsósingar byfja fyrr en Króksarar, þeir ætla að byrja á balli í kvöld með Geir- mundi í Höfðaborg og láta söpg- inn hljóma í lífsdansinum méð vaxandi þrá. Á sjómannadaginn verður farið í hópsiglingu kl. 10 og kl. 13 hefst sjómannamessari. Að henni lokinni verða skemmti- atriði við höfnina og þar á efyir verður haldið áfram á íþróttavell- inunt við Grunnskólann méð glens og grín. Kaffisala verður í Höfðaborg kl. 16. bíb DAGUR Reykjavík S 9147450 Norðlenskt dagblað að sem minnst truflun verði á hafnarsvæðinu á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Bjarni Þór segir að áætlað sé að framkvæma fyrir u.þ.b. 50 millj. í ár sem er helmingur af grjótframkvæmdum en þá er eftir vinna við stálþil sem er þriðji áfangi verkefnisins, sem er til þriggja ára. Verkið hófst fyrir rúmum mánuði með vinnu í grjótnámi, en upp úr miðjum júní verður byrjað að aka grjóti í garðinn og framkvæmdirnar fara að verða „sýnilegar". kjó STAÐGREBSLU BERAÐ SUNDURLBA og sklla mánaðariega Launagreiðendum ber að skila sundurliðun á staðgreiðslu opinberra gjalda iaunamanna. Sundurliðuninni ber að skila mánaðarlega með skilagrein vegna launagreiðslna fyrir næstliðinn mánuð. Heimilt er að senda útskrift úr launa- bókhaldi launagreiðanda, þar sem fram koma sömu atriði og krafist er á sundurlið- unaryfirliti. Eyðublað fyrir sundurliðun verður sent launagreiðendum mánaðarlega. Skil vegna reiknaðs endurgjalds eru óbreytt. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar. Ekki er nægilegt að greiða greiðsluna í banka eða póstleggja hana fyrir eindaga. Greiðslan þarf að berast skrifstofu inn- heimtumanns í síðasta lagi á eindaga. Greiðslur sem berast eftir það munu sæta dráttarvöxtum. Póstleggið því greiðslur tímanlega. Skilið tímanlega -forðist örlröð RSK RIKISSKATTSTJORI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.