Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 4
4- DAGUR-3. júní 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sjómannadagurimi Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn hald- inn hátíðlegur um land allt, en 50 ár eru nú liðin frá því það var gert í fyrsta sinn. Þessi dagur hefur löngum verið mikill hátíðisdagur í útgerð- arstöðum landsins þó svo sjómannadagurinn hafi ekki verið gerður að lögbundnum frídegi fyrr en á Alþingi 1987, að frumkvæði Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra. Sjávar- útvegur er þýðingarmeiri atvinnugrein hjá okk- ur en flestum öðrum þjóðum. Við byggjum afkomu okkar að mestu leyti á þeim auðæfum sem við sækjum í greipar Ægis og þaðan koma um 80% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Við höfum oft verið á það minnt, bæði með þægileg- um og óþægilegum hætti, að afkoma sjávar- útvegsins frá ári til árs segir til um lífskjör þjóð- arinnar í heild. Því miður hættir þó sumum til að gleyma þeirri staðreynd. Það eru sjómennirnir sem gera okkur kleift að nýta þá miklu auðlind sem hafið er og að þeirra tilstuðlan er ísland í hópi auðugustu ríkja heims, þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Það er að verðleikum sem sjómönnum er tileinkaður sérstakur dagur ár hvert. Tilgangur- inn hefur frá upphafi verið sá sami: Annars veg- ar að efla samhug allra sjómanna og nota dag- inn til að kynna fyrir þjóðinni starf sjómannsins í blíðu og stríðu, og hins vegar að minnast þeirra sjómanna, sem látist hafa við störf sín. Þeir eru því miður margir, því hafið hefur löngum krafist fórna. Einmitt vegna þess eru öryggismál sjófar- enda ofarlega í hugum manna á hátíðisstundum sem sjómannadeginum. Þótt mikið hafi áunnist í þeim efnum á undanförnum árum og áratug- um, er enn margt óunnið. Sú staðreynd að um 450 sjómenn hafa farist við störf sín síðasta aldarfjórðung og um 300 slasast að meðaltali á ári, sýnir glögglega hversu áhættusamt sjó- mannsstarfið er. Þessar tölur gefa jafnframt til kynna að ekkert má til spara til að auka öryggi sjómanna. Það verður best gert með strangari öryggiskröfum og eftirliti, fullkomnari öryggis- og björgunartækjum og síðast en ekki síst auk- inni fræðslu og menntun sjómanna. Þótt slíkar fyrirbyggjandi ráðstafanir útheimti talsvert fjármagn, má fullyrða að því fjármagni er vel varið og það skilar sér margfalt til baka. Sjómannadagurinn skipar sérstakan sess í hugum þjóðarinnar allrar. Þann dag geta allir landsmenn sýnt samhug sinn með málefnum sjómannastéttarinnar og sjávarútvegsins í heild. Þjóðin er stolt af sjómönnum sínum. Dagur sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu árnaðaróskir með von um að fram- tíðin færi þeim aukið öryggi, farsæld og vel- gengni í starfi. BB. úr hugskotinu Prjátíu millj- óna lýðræði Það fór aldrei svo að kosninga- glaðir íslendingar fengju ekki tilefni til þess að fá sér flösku og hlusta eftir tölum frameftir einni af björtustu nóttum ársins. Eftir að menn höfðu ver- ið sviknir um bjórhasarinn, og eftir að stjórnin hætti við, í bili að minnsta kosti, að springa, þá kom „barahúsmóðir" ein úr Eyjum og bauð sig fram til fors- eta, hvorki meira né minna, náði að safna tilskildum fjölda meðmælenda og leggja fram önnur fullgild gögn. Því gátu menn að sjálfsögðu ekki mein- að henni að bjóða sig fram, enda slíkt heilagur réttur hvers borgara í lýðræðisríki. Og í þessu tiiviki er víst áætlað að kostnaðurinn við lýðræðið verði um það bil þrjátíu milljónir þegar allt er talið saman. Dálag- leg summa sem sumir vilja sjálf- sagt meina að væri betur hægt að verja, en lýðræðið viljum við jú hafa, og þegar allt kemur til alls, þá er hæpið að önnur stjórnarform séu svo mikið ódýrari í framkvæmd. í bólinu Það má eiginlega segja að „barahúsmóðirin“ úr Eyjum hafi tekið þjóðina í bólinu með framboði sínu, þar sem enginn hefur líklega átt von á forseta- kostningum í ár, fremur en ríkisstjórnin á þjófnaði á fjórð- ungnum af gjaldeyrissjóðnum okkar á dögunum, og sem frægt varð. Það hefur hingað til ekki tíðkast, að mótframboð komi gegn sitjandi forseta, enda þjóðin verið sérlcga heppin með þjóðhöfðingja, og núver- andi forseti er þar engin undan- tekning á nema síður sé, enda mun framboð það sem komið er fram ekki beinast gegn henni sem slíkri, heldur vegna annars skilnings, eða jafnvel misskiln- ings, á eðli forsetaembættisins í fortíð og framtíð. Segja má að upphaf hins íslenska forsetaembættis hafi verið að sumu leyti dálítið neyðarlegt. íslendingar bjuggu árið 1940 við valdalausan danskan arfakóng, og stjórnar- skrá, á sínum tíma nánast þýdda úr dönsku sem tryggði stöðu hans. Þegar svo Þjóðverj- ar hernámu Danmörku voru íslendingar allt í einu kóngs- lausir, og gripu því í flýti til þess ráðs að yfirfæra stöðu konungs- ins á íslenskan mann. Við stofn- un lýðveldisins fjórum árum síðar var svo þessi staða látin halda sér, nema hvað arfakóng- urinn varð þjóðkjörinn, enda erum við víst öll af konunga- kyni og því til þess réttborin að hafa hönd í bagga með því hver nafnbótina beri. En eitt hafa þeir sem smíðuðu þjóðhöfð- ingjakafla stjórnarskrárinnar frá 17. júní 1944 líklega ekki hugsað út í. Þar segir „ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn". Það er því Alþingis að stjórna landinu, ásamt ríkis- stjórn sem ber ábyrgð fyrir því einu. Hins vegar er svo þjóð- kjörinn forseti sem hlýtur, eðlis þjóðkjörsins vegna að hafa völd samkvæmt öllum kenningum stjórnspekinga um valdið hjá fólkinu, kenningu sem er horn- steinn lýðræðisins. Valdalaus forseti með vald. Öryggisventill Hvað sem menn annars segja um framboð Sigrúnar Þorsteins- dóttur, þá verður því ekki í móti mælt að það hefur vakið upp nokkra umræðu um eðli og inntak okkar einkennilega, þverstæðukennda forsetaemb- ættis. Sennilega hafa ekki marg- ir hugleitt þessa hluti hvað þá rætt, enda erfitt að ræða eðli þessa æðsta embættis þjóðarinn- ar, því hreinskilnislega sagt eru ekki til um það svo skýrar reglur, og enda iíklega ekkert æskilegt að vera að setja slíkar reglur. En það er líklega Vigdís Finnbogadóttir forseti sem sjálf hefur best allra skilgreint þetta embætti, og að verulegu leyti höggvið á þann hnút þver- stæðna sem óneitanlega hefur verið til staðar varðandi það. Hún hefur skilgreint embættið sem eins konar „öryggisventil" sem þjóðin (sem forseti þiggur vald sitt beint frá), hafi gagn- vart þinginu. Hún hefur tekið dæmi á borð við það að þing- menn tækju allt í einu upp á því að samþykkja dauðarefsingu á Reynir Antonsson skrifar íslandi sem nokkuð er hún myndi skjóta til þjóðarinnar. Annað dæmi, og ef til vill ekki eins langsótt, væri það ef þing- menn samþykktu einhverja skerðingu á sjálfstæði þjóðar- innar, svo sem hlut á borð við fulla inngöngu í hinn sameigin- lega markað Evrópu sem fyrir- hugaður er árið 1992. Út í pólitík Sigrún Þorsteinsdóttir forseta- frambjóðandi hefur gert það að kjarna málflutnings síns, að forseti ætti að nota mun meira en nú er það vald sem hann hef- ur til að skjóta málum til þjóð- arinnar, og hefur minnst á mál á borð við matarskattinn fræga í því sambandi. Þjóðaratkvæða- greiðslur eru í sjálfu sér ekki nema af hinu góða, og mættu ef til vill vera mun meira notaðar hér á landi en nú er. Það hefði þannig ekkert verið athugavert við það þó að ríkisstjórnin hefði lagt skattkerfisbreytinguna í vetur, og þar á meðal matar- skattinn undir dóm þjóðarinn- ar, og lagt þar með eigið líf að veði. Þá er það líka eiginlega sjálfsagt að grundvallaratriði á borð við afnám samningsréttar um kaup og kjör, jafnvel tíma- bundið, séu lögð fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar. En að ákvarða um slíkar þjóðaratkvæðagreiðslur á og má ekki vera í verkahring forseta, að minnsta kosti ekki eins og embætti hans hér er háttað. Færi forseti að nota vald sitt til að skjóta málum til þjóðarinn- ar í tíma og ótíma, er hætt við að það skapaðist ekki aðeins glundroði sem kostaði meira en þrjátíu milljónir, heldur myndi forsetaembættið sjálft verða hápólitískt, og með öllu óhæft til þess að vera sá öryggisventill sem það í dag getur verið ef til sérstakra vandræða eða neyðar- ástands horfði. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það, að flokkarnir myndu gjarnan vilja hafa hönd í bagga með vali forseta sem kerfisbundið brygði fæti fyrir mál þeirra og skyti þeim síðan til þjóðarinnar. Og í framhaldi af þessu má svo minna á það að harla erfitt yrði fyrir forseta að koma fram sem fulltrúi og jafnvel eins konar „sölumaður" þjóðarinnar allrar ef hann yrði flokkspólitískt kjörinn. Hitt er svo vert að hug- leiða, hvort einhver sú brota- löm sé á lýðræðinu okkar, að fólk á borð við Sigrúnu Þor- steinsdóttur þurfi að leggja út í fyrirtæki á borð við forseta- framboð til að koma skoðunum sínum á framfæri, og þá vaknar auðvitað spurningin hvort þeim þrjátíu milljónum sem henda á í forsetakosningarnar sé ekki betur varið til að efla lýðræðið frekar og gera allt þjóðfélagið betra og manneskjulegra. Á leið á kjörstað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.