Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 17

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 17
3. júní 1988- DAGUR- 17 Á efstu hæð frystihússins á Grenivík, er skrifstofa Knúts Karlssonar frystihússtjóra. Er blaðamenn Dags áttu leið þar um á dögunum, þótti tilheyra að heilsa upp á hann og forvitn- ast um hvernig daglegur rekst- ur gengur á þessum síðustu og verstu tímum. Frystihúsið gerir út einn bát, en hann heitir Núpur og er gerður út á línu. Það hóf fyrst rekstur árið 1968 og hefur verið í stöðugri upp- byggingu síðan. Þennan dag var verið að vinna grálúðu úr Hrímbaki frá Akur- eyri og var hans von aftur innan fárra daga. Grálúðan er heilfryst á Japansmarkað. Aðspurður um hvernig gengi að gera út frá Grenivík sagði Knútur að útgerð á bátaflotanum væri erfið. „Það hefur verið sér- staklega erfitt í vetur vegna afla- skorts. Reksturinn er geysilega erfiður núna og er það mikil breyting frá því í fyrra. Okkur vantar tilfinnanlega tekjuauka á móti kostnaðarauka. Báturinn er á útilegu og á haust- og vetrar- vertíð hefur yfirleitt verið góður ítalirnir eru mjög kröfuharðir á skreiðina afli en svo er því miður ekki nú. Við vorum einn af fáum stöðum á Norðurlandi sem lentum í því að það kom afturkippur í fiskvinnsl- una við kvótakerfið og fórum við illa út úr því." Frystihúsið á Grenivík vinnur aðallega á Evrópumarkað þessa dagana. „Upphaflega unnum við mest á Bandaríkjamarkað en höfum fært okkur til. Svo hefur verið saltað meira í ár en í fyrra þar sem saltfiskurinn er hagstæð- ari. Á vorin vinnum við þorsk í Ítalíuskreið því það virðist gefa góða raun. Þarna er um að ræða stóran og góðan þorsk, yfirleitt besta fiskinn. ítalirnir eru mjög kröfuharðir á skreiðina, þeir bleyta hana upp og matreiða samkvæmt þeirra hefð. Þetta er dýrasta varan sem við getum framleitt í dag.“ Knútur sagði trilluútgerð á staðnum hafa aukist. Flestir bát- anna á staðnum leggja upp frá Grenivík og aflinn er þá unninn í frystihúsinu. „Trillurnar eru dálítið á grásleppu núna, en yfir- leitt eru þeir á handfærum, línu eða netum.“ Um 90% afla heimabáta á Grenivík er þorskur. „Við erum þó alltaf tilkippilegir til að taka allan afla sem við getum komið í lóg." I frystihúsinu vinna á bilinu 40-70 manns yfir sumarið. Stefnt er að því að vinna ekki lengur en 10 tíma á dag og 8 tíma á dag yfir veturinn. Þegar mikið liggur við er unnið á laugardögum. Unnið er samkvæmt hefðbundnu bónus- kerfi í frystingunni. „Við höfum áhuga á hlutaskiptakerfi og ætl- um að kynna okkur það nánar. Tilraun hefur verið gerð með litla flæðilínu og er það að mörgu leyti gott. Það hefur verið skortur á vinnuafli í frystihúsinu. Við erum nú með þrjá Nýsjálendinga í vinnu. Skortur er á leiguhúsnæði, en fasteignaverð er lágt.“ Á Núpi eru 10-15 manns að jafnaði og er hann úti í viku til tíu daga. Núpur siglir mikið á Vest- firði en var þarna í túr fyrir aust- an. Aöspuröur um hvort einn bátur nægði þeim sagði Knútur svo ekki vera. „Það þyrfti að auka afkastagetuna hjá honum og í raun þyrftum við að hafa tvö svona örugg skip. En verð á bát- um er hátt um þessar mundir og við erum ekki í stakk búnir til að hugsa um svoleiðis lagað í bili,“ sagði Knútur að lokum. VG SumarstuðSi í Sjallanum Ein vinsælasta dans- og 5tuðhljóm5veit íslands StuðhompanTið heilsar sumri og shemmtir gestum Sjallans föstudags- og laugardagskvöld. Mu sKín sólin T Sjallanum og allir mæta f sumarfötum. ★ Sjómannadagurínn T Sjallanum Að vanda heldur 5jallinn sjómannadaginn hátíðlegan og býður alla norðlenska sjómenn og velunnara þeirra velkomna í glæsilegan þríréttaðan kvöldverð og sjómannaball fram eftir nóttu. StuðkompanTið heldur sjóriðunni gangandi á dansgólfinu. Óvæntar uppákomur. Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki Góða ferð! || UMFHROAR RÁÐ . SPARAÐU SP0RIN ÞU ÞARFT EKKILENGUR AÐ UMSKRÁ Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í annað eða eigandi flytur á milli umdæma. Umskráningar verða þó heimilar til 31. desember n.k. Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn- ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.- til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og sýslumanna utan Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.