Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 3. júní 1988 við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. • ■' ■■■■ ■■ ■ i' ■ i' —.■.—...i. i... i MMC Pajero Turbo, dísel, beinsk., árg. ’87. Ek. 22 þús. Verð 1.100.000,- MMC Space Wagon 4x4, beinsk., árg. ’87. Ek. 28 þús. Verð 850.000,- Toyota Tercel 4x4, beinsk., árg. ’87. Ek. 15 þús. Verð 600.000,- Cherokee Pioneer, sjálfsk., árg. ’86. Ek. 60 þús. Verð 1.300.000,- i ................ — .., ••••••. i Volvo 240 GL station, sjálfsk. m/overd., árg. ’86. Ek. 35 þús. Verð 950.000,- Ch. Blaser S-10, beinsk., árg. '84. Ek. 65 þús. Verð 850.000,- Honda XR 600R, árg. '88. Ek. 1 þús. Stgr. 300.000,- Zuzuki Djebel 600, árg. ’86. Ek. 7 þús. Stgr. 220.000,- Athugið: Greiðslukjör við allra hæfi hnnig má vekja lesáhuga hjá börnum of erlendum vettvangi Af því að börnin hafa gaman af Regnbogabókunum, vaknar forvitni þeirra og áhugi á að lesa meira. Hver sem sjálfur hefur gaman af bókalestri, veit hvað bækur geta veitt honum. Vakið tilfinningar. Aukið skilning. Aukið orða- forða. Þær geta beinlínis opnað lesandanum nýja veröld, verið farmiði á fyrsta farrými til ævin- týraheima! Þær geta opinberað okkur hina huldustu leyndar- dóma. En því miður því aðeins að bækurnar séu opnaðar. Það gerist sífellt algengara að lesáhuginn deyi áður en hann kemst almenni- lega til lífsins. Lítum ögn á niður- stöður kannana: Til jafnaðar eyða unglingar í Vestur-Þýskalandi 11 mínútum daglega viö lestur - sem er áreið- anlega allt of lítið til að hafa gagn eða gaman af því og til að upp- götva nokkurn tíma þennan nýja heim. Dr. Heiko Balhorn, prófessor í uppeldisfræði í Hamborg, hefur sérstaklega kynnt sér þetta vandamál og hefur á því ákveðn- ar skoðanir: „Mörg börn lesa ekki, af því að þau geta það ekki almennilega. Og þau geta það ekki almenni- lega af því að þau lesa ekki!“ Hér er sem sagt kominn víta- hringur orsaka og afleiðinga, mörgum uppalendum til mikils hugarvíls. Ekki síst þeim sem einarðlega leggja sig fram við að opinbera skjólstæðingum sínum leyndardóma bókarinnar. Fjöl- margir foreldrar taka það nærri sér, þar sem þeir vita fullvel livað bóklaus maður fer á mis við. En hvernig eiga þeir að bregð- ast við? Og hvenær? Síðari spurningunni er auðvelt að svara, fullyrðir dr. Balhorn. „Alveg frá upphafi!" „Foreldrar geta gert heilmikið til að gera börnum ljóst allt frá fyrstu æviárum þeirra, hversu mikilvægt ritað mál er. Til dæmis að fela sig ekki þegjandi bak við dagblaðið, heldur segja frá ein- hverju skemmtilegu upp úr því. Útskýra tilgang skrifaðs máls, sýna til dæmis hvernig skrifa má mikilvæg atriði niður til þess að glcyma þeim ekki. Ákveða sam- eiginlega með börnunum, hvað á að skrifa á innkaupaseðilinn. Og vckja athygli barnanna á því hversu mikilvægt ritað mál er hvar sem maður er, t.d. þegar farið er saman í gönguferð. Þar má til að mynda nefna umferðar- merki, skiiti, leiðbeiningar og aðvaranir, auglýsingar og fjöl- margt fleira. Alls staðar eru tæki- færi til að læra í leik. Allt sem þarf er að íhuga möguleikana og nenna að nýta þá. Ekki ætti að þurfa að nefna mikilvægi þess að skoða mynda- bækur með börnunum og lesa reglulega fyrir þau. Helst sem oftast! Það barn er varla til, sem fær þá ekki von bráðar löngun til að læra sjálft að lesa og byrjar að spyrja hvað standi hér eða þar.“ Börn eða foreldrar, sem ætlast til að skólinn einn geti fullnægt þessari þrá, eru líkleg til að verða ósátt við niðurstöðuna. Stundum getur kennslan og lesefnið valdið vonbrigðum í stað eftirvænting- ar. „Hugsið ykkur bara, litla höfuðið er fullt af forvitni um innihald bókarinnar. Það veit að bókin er gerð fyrir það sjálft og hlýtur að hafa eitthvað skemmti- legt að segja því. Svo eru líka svo margar skemmtilegar myndir í bókinni. En hvernig skyldi nú textinn vera? „Ari og Lóa. Ari sér Lóu. Lóa er að lesa. Lóa les vel.“ Nóg um það. Það er ekki auð- velt að semja spennandi texta, sem barnið ræður við þegar í byrjun lestrarnámsins. Þess vegna er aldrei mikilvægara en þá að haldið sé áfram að lesa reglu- lega fyrir það.“ Dr. Balhorn og samstarfsmenn hans vildu gjarnan óska sér - og þó fyrst og fremst börnunum - að afstaðan til bóklestrar breyttist. „Leskennsluna þarf að sníða bet- ur að smekk barnanna sjálfra. Barn sem byrjar í skóla hefur þrátt fyrir allt sex ára lífsreynslu. Það hefur lært feikimikið á þess- um tíma, ekki síst í móðurmál- inu. Börn sem mikið er talað við og lesið fyrir eru ennþá betur undirbúin en hin. Þau geta sagt frá töluvert flóknum hlutum og skilið miklu meira, hafa lært að nota algengustu reglur tungu- málsins, geta beygt sagnir og nafnorð, stigbreytt lýsingarorð og margt fleira. Og svo er þeim allt í einu boðið upp á inni- haldslausar og bragðlausar setn- ingar þegar þau eiga loksins sjálf að fá að bragða á réttunum. Dr. Balhorn hefur ásamt nokkrum öðrum uppeldisfræð- ingum þróað nýtt og „öðruvísi“ lesefni, Regnbogabækurnar (Regenbogen-Lesekiste, útg. af Verlag fúr pádagogische Medien, Hamborg). Þetta eru allmörg smáhefti með textum, skipt í fimm flokka eftir þyngd, sem hver er auð- kenndur með sérstökum lit. Hér finna bæði ólæs börn, blábyrj- endur og lengra komin fallega myndskreyttar, stuttar sögur, sagðar méð einföldum orðum í stuttum setningum. Af efni bók- anna má nefna dýrasögur, töfra- brögð, orðaleiki, gátur og margt fleira. Bækur þessar eru ekki ein- ungis ætlaðar til skólakennslu, heldur geta börnin engu síður notað þær sér til ánægju heima fyrir, og þróað um leið áhuga á að kanna meira lesefni. „Mikilvægast er að vekja löngunina,“ segir dr. Balhorn. „Og það er auðveldast með því að bera fram bragðgóða, hæfi- lega litla skammta, sem börnin geta tuggið, kyngt og melt. Og ef þeim er síðan boðið að líta á frekara úrval á matseðlinum, þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Lystin mun aukast við átið.“ Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Breytið venjum og grillið úti í góða veðrinu Kjötboröin í Hrísalundi eru sneisafull afgrillmat Verslið tímanlega í dag Opið til kl. 20.00 Lokað á morgun laugardag Velkomin o Hrísalund VTSA Hrísalundur (Þýöandi: Magnús Kristinsson).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.