Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 5
„Hlakka mikio til að koma heim aftur“ - Bjarni Kr. Grímsson A nýráðinn bæjarstjóri í Ólafsfirði á línunni Á línunni í dag er Bjarni Kr. Grímsson, 33 ára Ólafsfirðingur og nýráðinn bæjarstjóri þar í sinni heimabyggð. Bjarni tekur við starfinu af Valtý Sigurbjarn- arsyni og segist gera ráð fyrir að hefja störf um mánaðamótin júlí-ágúst eða svo. Þangað til hyggst hann skila af sér núver- andi starfi en Bjarni hefur gegnt starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á Þing- eyri. - Sæll vertu Bjarni. Segðu mér nú aðeins af námsferlinum svona til að byrja með. - Já sæll vertu. Jú ég lauk grunnskóla og landsprófi á Ólafsfirði og hélt síðan í Menntaskólann á Akureyri þar sem ég lauk stúdentsprófi 1975. Þaðan fór ég svo með konu mína Brynju Eggertsdóttur og barn, suður til Reykjavíkur. - Hvert lá leiðin svo næst? - Hún lá í Háskólann þar sem ég var svo bjartsýnn að hefja nám í læknisfræði. Ég gafst nú upp á því fljótlega eftir áramót og hóf störf hjá Fisk- veiðasjóði. Haustið eftir hélt ég svo í viðskiptafræðina en vann áfram hjá sjóðnum. - Pannig að þú þekkir þetta kerfi sem er opinbera sjóðakerf- ið vel. - Já ég kannast auðvitað vel við það um hvað þetta snýst. í svona störfum kynnist maður mönnum og málefnum víðs veg- ar í kerfinu og víða um land." - Pað er kannski það sem gildir í starfi bæjarstjóra. - Já og það er heldur ekki sama hvernig ntálin eru lögð upp fyrir menn, bæði innan kerfis og utan. - Kemur þessi reynsla til með að nýtast þér í nýju starfi, og þá Ólafsfirðingum? - Já ég vona það. - Laukstu svo þínu prófi í viðskiptafræðinni á tilskildum tíma? - Nei raunar kom nokkuð upp á sem seinkaði mér lítillega. í framhaldi af störfum mínum að sjávarútvegi komu rnenn að máli við mig árið 1980 og ósk- uðu eftir að ég gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá Fiskiðju Sauðárkróks í forföllum Mar- teins Friðrikssonar Þar var ég í hálft ár. - Var þetta ekki að færast nokkuð mikið í fang? - Jú kannski var það og kannski ekki. Hins vegar gerir maður auðvitað ekki annað en að reyna að halda í horfinu þeg- ar maður hleypur svona í skarðið. - Og það hefur gengið. - Já, já það gekk og þetta var mjög góður skóli. Nú í fram- haldi af þessu réðist ég svo sem viðskiptafræðingur til Fiskveiða- sjóðs, eftir að ég hafði lokið prófi, og var þar í tvö ár áður en ég kom hingað til Þingeyrar þar sem ég hef verið í fimm og hálft ár. - Er þetta mikið starf, að vera kaupfélagsstjóri á Ping- eyri? - Þetta er ansi fjölþætt starf því rekstur kaupfélagsins spann- ar allt atvinnulífið. Við höfum verslun, ýmiss konar þjónustu, sláturhús, fiskimjölsverksmiðju, hraðfrystihús og útgerð þannig að maður kynnist ýmsu. - Er Pingeyri mikill „kaupfé- lagsstaður"? - Kaupfélagið er hér með 90% af öllum atvinnurekstri og oft á tíðum eini fasti punkturinn í atvinnulífi staðarins. - Pannig að þú ert kannski hálfgerður bæjarstjóri þarna. - Ekki segi ég það nú en óneitanlega er þetta mikil ábyrgðarstaða og maður hefur áhrif víða hér í þorpinu. Út af fyrir sig má segja að staða fram- kvæmdastjóra hjá kaupfélagi og hjá bæjarfélagi séu ekki ólíkar. Þar eru menn að ræða opinskátt um það hvernig á að gera hlutina og reyna að komast að sameig- inlegri niðurstöðu. - Ertu samvinnumaður? - Ja hvað skal segja? Maður er náttúrlega búinn að vera kaupfélagsstjóri í fintm og hálft ár og vill vinna sameiginlega með mönnum að ákveðnum málum. Jú það má eflaust telja mig samvinnumann. Ég reyni að virkja rnenn í kringunt mig en fara ekki einn ótroðnar slóðir.“ - Kom þetta skyndilega upp á að þú sóttir um starf bæjar- stjóra á Ólafsfirði? - Já og nei. Hér vestur á Fjörðum er maður talsvert langt frá vinum, kunningjunt og ætt- ingjum og það var aldrei mín meining að hér yrði ég búsettur til eilífðar. Ég hef alla tíð sett stefnuna norður í land. - Var þetta ekki alveg kjörið tækifæri sem þú fékkst þarna? - Jú reyndar því þarna fæ ég að flytjast aftur til Ölafsfjarðar og ég hlakka mjög mikið til þess að koma heim aftur. - Hvernig líst þér svo á dæm- ið sem þú tekur við? - Þó svo að ég hafi fylgst með Ólafsfirði úr fjarska þá á ég alveg eftir að setja mig inn í málin þar. Þarna standa fyrir dyrum verulegar framkvæmdir við jarðgöng í gegnum Múlann og þær koma vafalaust til með að efla þennan bæ. Með betri samgöngum fylgir hins vegar sú hætta að menn sæki aukna þjón- ustu til Akureyrar og við því þarf að bregðast. Ef við höfum andvara á okkur þá á þetta að geta unnið með okkur. - Hvernig fer svo leikur Leifturs við Pór á morgun ? - Nú seturðu mig í vanda maður. Konan er fæddur Þórsari en þar sem hún heyrir ekki í mér ætla ég að spá 2:1 sigri fyrir okkar menn. Ég hef alla trú á að Leiftri gangi vel í sumar, sagði Bjarni að lokum. ET 3. júní 1988 —DAGUR-5 Öxul- og stýrihosur í flesta bíla Véla-, gírkassa- og margs konar festipúðar Við Tryggvabraul ■ Akureyri ■ Sími 22700 Laugardagskvöldið 4. júní Hljómsveitin GAUTAR frá Siglufirði leikur fyrir dansi Sunnudagskvöldið 5. júní Sjómannadansleikur ...og aftur eru það hinir vinsælu Gautar sem halda uppi sönnu sjómannastuði fram eftir nóttu SULNABERG Sunnudagur 5. júní Sjómannadagstilboð Sjávarréttasúpa Grísasteik „að hætti skipstjórans" Verð aðeins kr. 690.- Frítt fyrir börn frá 0-6 ára Vz gjald fyrir 7-12 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.