Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 16
16- DAGUR-3. júní 1988 Aðalfundur handknattleiksdeildar Þórs veröur haldinn í Glerárskóla mánudaginn 13. júní kl. 20.30. Stjórn handknattleiksdeildar Þórs. Vaxtahugtök Hjólkoppar Aldrei ódýrari! Stærðir: 13”-14”-15” Opio laugardaga 9-12 • • E YFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275 Inngangur I þessari og næstu greinum mun ég ræða þau atriði sem sparifjár- eigendur og ekki síður þeir sem taka lán ættu að hafa í huga þeg- ar valið er sparnaðarform eða við samanburð á lánamöguleikum. Nú hin síðari ár hefur ávöxtun- armöguleikum fjölgað mjög auk þess sem raunvextir eru óvenju háir, sem sparifjáreigendur ættu að nýta sér. Þá á ég við að fresta fjárfestingum og neyslu um tíma og láta fjármagnið njóta þeirra háu vaxta sem nú eru í boði. Jákvæðir raunvextir auka jafn- framt ráðstöfunarfé í framtíð. Það er einnig til umhugsunar fyrir þá sem taka lán sem bera háa raunvexti, hvort sú fjárfest- ing sem fjármagnið er notað í skili þeirri arðsemi sem stendur undir þeim raunvöxtum sem greiða þar. Nafnvextir - raunvextir Vextir eru afgjald fyrir afnot af fjármagni fyrir þann sem hefur fjármagnið að láni. Á sama hátt eru vextir þóknun fyrir lánstíma og áhættu fyrir eiganda þess. Nafnvextir eru þeir heildar- vextir sem tilteknir eru á skuldar- viðurkenningu, þ.e. verðbólga + raunvextir. Dæmi um nafnvexti eru auglýstir vextir banka og sparisjóða á óverðtryggðum inn- og útlánum. Raunvextir eru vextir þegar tekið hefur verið tillit til breyt- inga á verðlagi (verðbólgu). Algengast er að nota breytingu á lánskjaravísitölu til að mæla breytingar á verðlagi. Raunvextir eru jákvæðir ef kaupmáttur þess fjár sem lánað er, er meiri að loknum lánstíma en það var í upphafi. Á sama hátt eru raun- vextir neikvæðir ef kaupmáttur fjárins er minni í lok lánstímans en í upphafi. Jón Hallur Pétursson skrifar. Dæmið hér á eftir á að skýra þennan mun á nafn- og raunvöxt- um betur. Dæmi: Við kaupum einhvern hlut í dag, við skulum segja þvottavél. Við fáum lán fyrir þvottavélinni sem við endur- greiðum eftir eitt ár. Af þessu láni greiðum við 30% nafnvexti. Að ári greiðum við lánið til baka með vöxtum samtals kr. 65.000. (50.000x1,3 = 65.000.). Ef verðlag hækkar um 20% á lánstímanum, þ.e. einu ári, og þvottavélin líka um 20%, þá kostar hún að ári 60.000. kr. (50.000x1,2=60.000.). Þegar við greiðum lánið og um leið þvotta- vélina, þá greiðum við 5.000. kr. meira fyrir þvottavélina í reynd en ef við hefðum beðið með kaupin í eitt ár. í þessu dæmi greiöum við 8,3% jákvæða raunvexti af lán- inu (65.000/60.000=1,083). Ef verðlag aftur á móti hækkar um 40% og þvottavélin einnig, þá kostar hún að ári 70.000. kr. (50.000x1,4=70.000). í þessu til- felli munum við hagnast á að taka lánið, vegna þess að ef við bíðum með að kaupa vélina, þá þurfum við að greiða 5.000. kr. meira en sem nemur láninu og áföllnum vöxtum. í þessu dæmi greiðum við 7,2% neikvæða raunvexti af lán- inu (65.000/70.000=0,928). Vegna þess hve verðbólguþró- un hefur verið óviss hér á landi undanfarin ár hefur þróunin orð- ið sú að nær allar fjárskuldbind- ingar til lengri tíma eru verð- tryggðar. Það á við um útlán banka og sparisjóða, bundin inn- lán og flest bréf á verðbréfamark- aði. Samband vaxta og verðtryggingar Algeng mistök sem gerð eru þeg- ar borin eru saman verðtryggð og óverðtryggð kjör, er að taka ekki tillit til þess að vextir af verð- tryggðum lánum leggjast ofan á höfuðstólinn, eftir að tekið hefur verið tillit til verðtryggingar. Ég ætla að skýra þetta betur með dæmi. Ef verðbólga er 22% og vextir 10% þá eru heildarvextir ekki 32% heldur 34,2% (1,22x1,10), vegna þess að fyrst reiknast verðtrygging ofan á höfuðstól og síðan vextir ofan á höfuðstól og verðtryggingu. Á sama hátt eru 32% nafnvextir í 22% verðbólgu ekki 10% raun- vextir, heldur (1,32/1,22) 8,2% vextir umfram verðbólgu. Að lokum Skilningur á þessum hugtökum nafn- og raunvöxtum er skilyrði þess að geta lagt raunhæft mat á þá ávöxtunar- eða lánamöguleika sem í boði eru í dag. Einnig er vert að hafa það í huga að hlut- verk verðtryggingar er að eyða áhættu vegna væntrar verðbólgu. Reynslan hefurog sýnt. að áhætt- an hefur verið öllu meiri fyrir sparendur en lántakendur. Það ætti hver og einn að hafa í huga við val á sparnaðarformi fyrir fjármuni sína. í næstu grein mun ég fjalla um langtímaáhrif raunvaxta. n! vísnaþáttur n Lítið hef ég fengist við að predika Þó benda næstu vísur tii annars. Þeir sem aldrei varast vín vánkaðir á sálum henda fyrir hunda og svín helgum leyndarmálum. Loks er í þá skríður skyn skellir að þeim tönnum líkt og úlfur, iðrunin, ásamt timburmönnum. Betri er þögn, en saga sögð síðla drykkjunætur sem er ýkt og afflutt lögð undir stráka fætur. Leyndar stökur. Fleygar stökur finn ég enn faldar undir steinum þar sem geyma gáfumenn gullkorn sín í leynum. Þessar bölsýnisvísur komu mér í hug þegar Alþingi var sett í haust. Nú er orðið þröngt á Þingi, þar í barnastólinn sinn varla einum vesalingi verður framar troðið inn. Lítil þjóð í lánaklafa lætur vaða á súðunum, fækkar þeim sem framleitt hafa, - fjölgar sölubúðunum. Þjóðin vill á gestum græða. Gróðinn hverfur strax í hönd þess er leitar lífsins gæða liggjandi á Spánar strönd. Fyrrum þekktist að konur tóku í nefið, eins og þessi vísa sýnir. Taktu í nefið tvinnahrund til er baukur hlaðinn. Komdu sfðan kát í lund og kysstu mig í staðinn. Kona af Suðurlandi sagði mér næstu tvær vísur og er hvorug sálumessa. Breiðfjörð gekk í búðina brennivfns að fala staup. Rak hann flösku í rúðuna, rassskell á að fá í kaup. Keflavík er klækjatík kann hana margur skoða. Hún er nóg af rusli rík, rangindum og hroða. Þá koma tvær úr Húnaþingum. Sú fyrri er eftir Jón á Geirastöðum. Gleði raskast, vantar vín, verður brask að gera. Ef að taskan opnast mín á þar flaska að vera. Gleði ringast geðs um mið, gremju þvingar pína. Skal nú slinga skilja við Skagfirðinga mína. ........ Bjarni Ásgeirsson alþingismaður kvað: Þar sem einn á öðrum lifir ágirnd manna veður rík. Þess vegna kemst enginn yfir ódýr lær í Reykjavík. Haraldur Zophoníasson á Dalvík heyrði menn bölva tófunni, eins og bændur henti áður en hún varð hús- dýr þeirra. Þá kvað hann: Senda skyldi ég björg og brauð í bú þitt refur kæri og yrkja frá þér alla nauð ákvæðaskáld ef væri. Þetta orti Haraldur um slefberana: Lygaskeytum lyfta á flug, lastavegi þræða, og af rætni og ráðnum hug rógsins elda glæða. Næstu vísu kvað Haraldur um hröslumenni. Óð hann lengi lastadý, Ijót var refilssaga. Hröslugengur hraktist í hryðjum ævidaga. Áttaskipti, nefnir Haraldur þessa vísu: Hlýjuátt frá höldum svipt. Hrörnar máttug gleðin. Er nú háttum orðið skipt, ■- annarþáttur kveðinn. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Grímur Sigurðsson frá Jökulsá kvað svo um unga blómarós: Síðan fyrst ég sá hana sífellt horfi ég á ’ana, sjónlaus mundi ég sjá hana, svona líst mér á ’ana. Léttar þokkalínur ber, lífið geislar frá henni, hún er björt af sjálfri sér, sólin bliknar hjá henni. Það er hugsanlegt að Grímur hafi kveðið þessa vísu á jólanótt: Nóttin vakir, Ijósin loga, litlu kertin okkar brenna. Yfir heiðan himinboga hrannir vetrarbrautar renna. Guðjón Þorsteinsson kvað: Mörg þó andstæð mæði spor mun ég standa réttur. Meðan andinn á sér vor allur vandi er léttur. 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.