Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 15
3. júní 1988 - DAGUR - 15 Hallfreður Örgumleiðason: Garðverkfæri Rafmagnsorf. Rafmagnsrunnaklippur. Handklippur. Bensínsláttuvélar. Bensínorf. Fjörkippur fáránleikans Heilir og sælir iesendur góðir. Undarleg tíðindi berast nú víðs vegar að. Reagan er orðinn meyr í ellinni og vill nú frið og frelsi í heiminum í stað vopnaskaks og ánauðar. Annað hvort er karlinn orðinn elliær eða stjörnurnar hafa verið óvenju hagstæðar upp á síðkastið. Sjálfsagt hefur Maí- stjarnan verið í láréttri afstöðu við Stóra-Björn og Pólstjarnan hefur gengið rangsælis um sjálfa sig. Þetta þykir boða góð tíðindi, frið, heyfeng, viðskiptajöfnuð og ástarbríma og rauðleitur díll á óþekktri stjörnu norðan við Merkúr bendir til þess að Þórsar- ar verði íslandsmeistarar í knatt- spyrnu. Ég fjalla nú yfirleitt bara um málefni sem ég hef vit á og ætti því varla að tala um fótbolta. En svo skringilega vill til að ég hef verið Þórsari frá barnæsku og sennilega er það móður minni að kenna. Þegar ég var óþekkur, setti köttinn í þvottavélina eða sprændi í fataskápinn, þá kallaði hún gjarnan: „Hallfreður þó!“ Þessi upphrópun dundi á mér daginn út og daginn inn og í barnslegri einfeldni þá hélt ég að ég hefði verið skírður Hallfreður Þór. Upp frá þessu hef ég verið Þórsari og liðið miklar þjáningar enda allir kunningjar mínir harð- svíraðar KA-bullur. Það er gott til þess að vita að stjörnurnar skuli spá Þór íslands- meistaratitli því ef marka má sögusagnir þá hefur liðið verið einstaklega lélegt undanfarin ár. Sjálfur hef ég ekki farið á völlinn í áratugi, ekki síðan Gunni Aust, Drési, Trölli, Sammi, Maggi Jónatans, Palli Jóns og Árni sprettur voru upp á sitt besta. Þetta voru harðir karlar og það var vel þess virði að borga sig inn á völlinn þegar þeir voru að spila. Ekki er meiningin að þusa frekar um fótbolta enda nóg af sjálfskipuðum spekingum í þeint efnum. Mig langar hins vegar til að l'æra sjómönnum nær og fjær árnaðaróskir í tilefni sjómanna- dagsins nk. sunnudag. Þá verður aldeilis líf í tuskunum á Akureyri ef ég man rétt. Kappróður, koddaslagur, fatasund og aldnir sjómenn heiðraðir. Maður veit alveg að hverju maður gengur, líkt og á 17. júní, því dagskráin er ætíð sú sama. Svona í lokin væri ekki úr vegi að líta aðeins í kvæðasafnið og finna eina vísu urn veörið sem leikur við okkur þessa dagana: Það er full ástæða til að gleðjast, því stjörnurnar lofa góðu. Garnagaul, grenjur, nauð. Vindur vælir, vargur skælir; vont er veður úti. Ríður á Rauð, rífur í sig brauð. Afi okkar á ótemju brokkar; enn er óveður úti. Þetta var um veðrið, sjö ára gamalt kvæði, en hér er jafn- gamalt ástarkvæði, hrikalega fal- legt og myndrænt, dálítið nýstár- legt: Gegnum urgandi ofsann og stingandi hríð liggur leið mín, grýtt og gæfusnauð. Ég lifi í veröld, svartri og hvítri, eins og skákmaðurinn, en hvað um það. Áfram ég ösla með kalda skanka og nef, en hugurinn er skýr; ég verð að komast. Einhver kynni að spyrja hvert för minni væri heitið. Ég myndi svara: „Ekkert sérstakt. “ Pað er auðvitað béfaður ósannleikur, því ég stefni til hennar sem ég þrái, til hennar sem ég elska. Pá skipta engu máli beljandi stórhríð og skankar sem eru frosnir, því hjartað er heitt. Nú skulum við setja hér dágóðan endi, þar sem ég hitti hana og hún kyssir mig. Hún fyllir nú veröld mína með undurfögrum litum, en aumingja skákmaðurinn lifir enn í svörtu og hvítu. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 2.202,10 í tombólu sem þær héldu til styrktar Eþíópíusöfnun vegna hreins vatns. Þær heita Karen Björg Gunnarsdóttir, Jóhanna Berglind Bjarnadóttir, Fjóla Kristín Jóhannesdóttir og Elsa Karen Kristinsdóttir. Kærar þakkir. Mynd: tlv RAFORKA HF. Glerárgötu 32, sími 96-21867. Lokað á ■augardögum frá í. júní til 1. september Opnunartími aðra daga Mánudaga-miðvikudaga frá kl. 9-18. Fimmtudaga frá kl. 9-20. Föstudaga frá kl. 9-19. Verið velkomin HAGKAUP Akureyri SKAMM TÍMABRÉF HAGKVÆM ÁVÖXTUN SKAMM- TÍMAFJÁR Nú er auðvelt að ávaxta fé sem einungis er til ráðstöfunar um skamman tíma, með skjótum og traustum hætti. Með tilkomu Skammtímabréfa Kaupþings opnast nýr möguleiki fyrir alla þá sem hingaö til hafa ekki getað nýtt sér hagstæða ávöxtun vegna langs binditíma. Skammtímabréfin eru einmitt ætluð þeim sem þurfa að nota fé sitt innan skamms tíma en vilja jafnframt ávaxta það á sem hagkvæmastan hátt. Bréfin eru gefin út í einingum aö nafnvirði 10.000 kr„ 100.000 kr. og 500.000 kr. Skammtímabréf munu bera 6-8% vexti umfram verðbólgu. Þeim fylgir enginn aukakostnaður og innlausn þeirra er einföld og hröð. Skammtímabréf - skynsamleg fjárfesting. Gengi Einingabréfa 3. júní 1988. Einingabréf 1 2.870,- Einingabréf 2 1.659,- Einingabréf 3 1.841,- Lífeyrisbréf 1.443,- Skammtímabréf .... 1,024 44 f KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.