Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 19

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 19
3: júní 1988'- ÐA6UR - af erlendum vetfvangi Þttðer eklávíða, semeifiðm ermBfa „Þurru dalirnir“ á Suðurskautslandinu eru sennilega það svæði á jörðunni, þar sem lífverur eiga erfiðast upp- dráttar. Þó finnst líf í Hoare-stöðuvatninu, undir fimin metra þykkum ísnum, sem sést hér á myndinni. súrefni og hleðst upp í vatninu, þannig að súrefnisinnihaldið í stöðuvötnunum þarna getur orðið þrefalt á við það sem ger- ist almennt í stöðuvötnum. Það líf, sem finnst í þessum vötnum eru aðallega þörungar, t'rumdýr og aðrar örverur. í vatninu er svo myrkt, aö mannlegt auga fær ekki greint þar eitt eða neitt, en eigi að síð- ur tekst þörungunum að stunda listaverkasmíði sína! Á botninum eru stromatolítar Stromatolítar verða til á botni stöðuvatnanna á Suðurskauts- landinu, en þar eru eins konar affallshleðslur. sem eru ein- kennandi fyrir kalkauðugt botnfall á grunnu vatni. Stromatolítarnir eru marg- breytilegir í meira lagi að útliti og lögun, en verða til vegna þess að þörungarnir taka til sín mjög fínkornuð veðrunarefni og skila þeim aftur sem kalc- iumkarbónati. Fyrr á tímum héldu menn, að stromatolítarnir væru elstu steingervingar, sem fyndust á jörðu hér, og sumir þeirra, sem menn hafa fundið, teljast vera allt að 3,8 milljarða ára gamlir. En nú telja menn stromatolít- ana ekki lengur til steingerv- inga, því að í þeim er enga lífs- byggingu að finna eða frumu- leifar. Ótrúleg aðlögunarhæfni Lífið í vötnum Suðurheim- skautslandsins og hafinu umhverfis það, er sönnun þess hve óendanleg aðlögunarhæfni lífveranna er. En jafnvel þó að fiskar, þör- ungar og frumdýr geti þrifist ágætlega í þessu harðleikna umhverfi, þá skulum við gera okkur grein fyrir því, að hér er um afar viðkvæmt vistkerfi að ræða. Það þarf ekki mikið að gerast til þess að lífsskilyrði þeirra líf- vera, sem hafa aðlagað sig þessu umhverfi, eyðileggist með öllu. Fiskarnir með frostvökvann í sér eru til dæmis alveg háðir því lága hitastigi, sem þeir búa við. Þeir drepast, ef hitinn fer nokkrar gráður yfir núllmarkið. (Anders Forsgren í Fakta. - Fýð. Þ.J.) Kaldur fiskur Fiskar af þessari ætt eru yfir- leitt mjög hægfara fiskar, sem synda rólega til þess að spara orkuna svo sem frekast má verða. Eigi að síður geta þeir farið stuttan spöl á miklum hraða og þurfa þess til að ná æti sínu, sem getur verið á býsna hraðri ferð. Fiskar af þessari ætt geta lifað þar sem hitinn er und- ir frostmarki fyrir ósalt vatn, vegna þess að í líkamsvökvan- um er að finna eins konar frost- vökva, sem myndaður er af am- inosýrum og sykurtegundum. Þessi „frostvökvi" er svo áhrifamikill, að fiskarnir lifa af þó að hitamælirinn sýni 6 stiga frost. Loftslagið á meginlandinu upp frá McMurdo-sundi er ekki fýsilegra fyrir lifandi verur en hafið úti fyrir. Svæðið hefur verið nefnt „þurru dalirnir". Ýmis svæði jarðarinnar eru kaldranaleg og lítið aðlaðandi, en hafsvæðin umhverfis Suðurskauts- landið eru þó flestum verri. Sjávarhiti fer yfirleitt ekki upp fyrir frostmarkið, súrefni er af skornum skammti og mjög lítil birta nær í gegnum íshell- una. Eigi að síður þrífst bæði dýra- og jurtalíf við þessar miskunnarlausu aðstæður. nokkur vötn, sem ekki eru botnfrosin, og kann það að virðast furðulegt miðað við það lága hitastig, sem þarna ríkir árið um kring. Það eru ýmsir samverkandi þættir, sem valda því, að vatnið frýs ekki, en að hluta til er skýringin sú, að gljáandi ísinn hefur svipuð áhrif og glerrúður í gróðurhúsi, sem hleypa sólar- ljósinu og þar með hitanum í gegn en varna hitanum að kom- ast út aftur. Annar hluti skýringarinnar er, að þurrir vindar valda því, að ísinn „gufar upp“ eða breyt- ist í loftkennt form. Efnabreyt- ingin veldur því, að ísinn kólnar og frýs neðanfrá. Vatnið, sem frýs, skilar þá hitaorku sinni út í það vatn, sem eftir er ófrosið. Súrefnisauðug stöðuvötn Allt að því eins metra þykkt af ís getur horfið út í andrúinsloft- ið á einu ári, og áhrif efnabreyt- inganna eru svo mikil, að undir ísnum á stöðuvatninu Vanda hefur mælst allt upp í 25 stiga hiti! Þar sem ísinn á stöðuvötnun- um frýs neðanfrá, losnar mikiö Þessi fiskur ber latneska heitid trematomus nicolai. Hann er stóreygur, og það eru frændur hans fleiri, svo að einhverja glóru sé hægt að sjá þrátt fyrir mjög takmarkaða birtu. Þar skiptast á djúpir dalir og háir fjallgarðar, og úrkoman fer ekki yfir 100 mm á ári. Með öðrum orðum sagt, þá er þarna ennþá þurrkasamara en í Gobi- eyðimörkinni! Þegar þar við bætist, að meðalhitastigið er 20 gráðu frost, verður útkoman sú, að jörðin þornar ákaflega. Ekki með öllu lífvana Áður fyrri héldu menn, að á þessari ísköldu eyðimörk væri ekkert líf að finna, en árið 1973 fannst þarna skófategund, sem lifir á sandsteini nokkra milli- metra undir yfirborðinu. Auk þess fannst þarna áður óþekkt tegund gersveppa, sem ekki hefur heldur síðan fundist ann- ars staðar en á Suðurskauts- landinu. Á þessum fjallaslóðum eru Á botni Hoare-stöðuvatnsins byggja örverur stromatólíta, margbreytilega að lögun og útliti. Hafsvæðin umhverfis Suðurheimskautsland- ið eru svo óaðlaðandi, að almennt séð virðist fjar- stæða að gera ráð fyrir, að þar sé eitthvert líf að finna. Kaldir hafstraumar koma í veg fyrir að hlýr sjór nái þarna suður, og afleiðingin er sú, að sjávarhit- inn fer sjaldan yfir núllpunktinn á Celsius. Þau hafsvæði, sem næst liggja Suðurpólnum, eru vitaskuld köldust. í McMurdo- sundi, sem er beint í suður frá Nýja Sjálandi, er sjávarhitinn árið um kring á bilinu —1.4 til —2.15 stig á Celsius. Undir ísnum er aldimmt mik- inn hluta ársins. Yfir stuttan sumartímann sleppur aðeins um það bil eitt prósent sólarbirt- unnar í gegn. í þessu kalda og dimma umhverfi lifir ein ætt fiska, sem á latínu hefur hlotið ættarnafnið Notothenioidae. Til ættarinnar teljast um það bil níutíu tegundir fiska, sem hvergi er að finna nema umhverfis Suðurskautslandið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.