Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 7
3. júní 1988 - DAGUR - 7 „Frumforsenda þess að hér verði fjölbreytilegt nám er að nógu margir nemendur séu á staðnum,“ segir Jón Hann- esson skólameistari. nágrenni Húsavíkur og ekki hafa aðstöðu til að komast heim á hverjum degi og eins erum við þar með í aðstöðu til að taka við nemendum sem eru lengra að komnir. Þó að þetta sé lúxushótel og væntanlega verði boðið upp á mjög góðan mat eru samningar við hótelið þannig að ekki verður um meiri kostnað að ræða en gengur og gerist á öðrum heimavistum.“ Mjög öflugt félagsiíf í bænum - Er öflugt félagslíf við skólann? „Félagslíf hefur verið mjög á hendi grunnskólanemendanna í vetur, þeir hafa ráðið þar ferð- inni. Nemendur í Framhalds- skólanum hafa stofnað nemenda- félag og skólagjöld munu að mestum hluta renna til nemenda- félagsins. Þeir fá afslátt í búðum og fleira eins og tíðkast í öðrum framhaldsskólum. Nemendurnir tóku þátt í spurningakeppni Ríkisútvarpsins og öttu þar kappi við nemendur frá Akranesi. Það er kannski ekki von að fyrsta árs nemar hafi mikið að gera í kapp- lið stærri skóla en auðvitað er aðalatriðið að vera með. Það hefur ekki verið gert ráð fyrir neinni félagsaðstöðu nemenda í þessu skólahúsnæði. Grunnskólanemendurnir hafa töluvert notað Félagsheimilið og til ákveðinna hluta er sjálfsagt að nota þá aðstöðu. Eftir sem áður þarf að vera aðstaða fyrir nemendur á venjulegum starfs- tíma skólans. Þegar fram líða stundir eru ákveðnir möguleikar á að gera eitthvað en fyrst um sinn verður hver skonsa setin. Hins vegar er mjög öflugt félagslíf í bænum t.d. leiklistarstarfsemi, tónlistarskóli er starfandi og í vetur hefur verið töluvert tónlist- arlíf. Hér er öflugt briddsfélag og töluverð starfsemi hjá taflfélag- inu. íþróttahús er við hliðina á skólanum, skíðalyfta hér alveg á hlaðinu, svo í sjálfu sér er ekki hægt að kvarta undan aðstöðu- leysi til tómstundaiðkana.“ Skólarnir geta styrkt hver annan - Nú er búið að stofna fram- haldsskóla á Húsavík, það var verið að stofna framhaldsskóla á Laugum og héðan er stutt í skól- ana á Akureyri. Verður farið að slást um nemendur eða verður hrepparígur á milli skólanna? „Hér hefur verið starfrækt framhaldsdeild og eftir eins til tveggja ára nám hafa nemendur gjarnan farið í framhaldsnám á Akureyri. Sama hafur verið uppi á teningnum á Laugum en með því innansveitarsamkomulagi sem gert var milli Lauga og Húsavíkur átti að stofna hér fjögurra vetra framhaldsskóla til stúdentsprófs en þeir ætluðu áfram að starfrækja tveggja vetra framhaldsdeildir og hafa nú náð samkomulagi við ríkið með þátt- töku sveitarfélaganna. í fyrstu fannst mér þetta svolítið ein- kennilegt, að það skyldu vera tveir stórir framhaldsskólar á Akureyri, það er menntaskóli á Egilsstöðum, á Sauðárkróki er fjölbrautaskóli. Út frá fjölda- sjónarmiði hefði maður haldið að ekki hefði verið fráleitt að fara af stað með framhaldsskóla hér fyr- ir tíu árum, en kannski síður núna þegar fólki hefur fækkað í mörgum byggðarlögum. En þá frétti ég að allt væri að springa á Akureyri, báðir skólarnir væru fullir og heimavistarekla. Skólinn hérna er orðinn að raunveru- leika og það skiptir mjög miklu máli varðandi afkomu heim- ilanna að þurfa ekki að kosta nemendur langtímum saman til náms annars staðar. Oft þarf að aðstoða nemendur eftir að þeir eru byrjaðir í háskóla og þetta er orðinn þungur baggi ef þarf að senda nemendur að heiman strax og framhaldsnám hefst. Auðvit- að er fullkominn grundvöllur fyr- ir svona skóla, hver árgangur hér á Húsavfk telur um 50 nemend- ur. Þegar ég sjálfur var við nám í Menntaskólanum á Laugarvatni voru 18-20 nemendur í hverjum árgangi og stundum færri, þannig að ef hægt var að reka mennta- skóla þar hlýtur að vera grund- völlur fyrir slíkum skóla hér. Ef gott samkomulag tekst við Laugaskóla og vel verður að því staðið þá geta skólarnir í raun- inni styrkt hvor annan. Með ákveðinni samræmingu geta nemendur frá Laugum átt greiða leið hingað að loknu eins eða tveggja vetra námi og nemendur héðan vilja kannski heldur fara í friðsældina þar til að byrja með.“ Akureyri togar - Þó að framhaldsskóli sé kominn á Húsavík togar Menntaskólinn á Akureyri efalaust svolítið fast í suma nemendur héðan. Þarna hafa foreldrar þeirra og systkini stundað nám og nokkrir ungir Húsvíkingar' eru við framhalds- nám á Akureyri. Hvernig hefur útkoman verið ef borinn er sam- an árangur nemenda frá Húsa- vík, annars vegar við Framhalds- skólann hér og hins vegar við Menntaskólann á Akureyri? „Nemendur sem hafa hafið nám hér hafa hingað til flestir haldið áfram á Akureyri og talist eiga fullt erindi. Ég efa ekki að gæði námsins hér muni enn aukast með 4 vetra skóla og því kennaraliði sem verður að bæta við. Samt togar Akureyri sem og aðrir stórir framhaldsskólar. Margir nemendur vilja hleypa heimdraganum sem er sumum í sjálfu sér hollt en þeir ættu þá frekar að velja sér minni skólana þar sem aðstæður eru yfirleitt manneskjulegar. Hitt er slæmt ef foreldrar eru tortryggnir á gæði skólans og hvetja nemendur til að fara annað. Þeir ættu þess í stað að leggja metnað sinn í það að þessi skóli geti orðið góður skóli en þá þurfa auðvitaö nemendur héðan að sækja hann. Ef þeir gera það ekki er varla við því að búast að hægt sé að laða aðra nemendur að staðnum. Frumforsenda þess að hér verði fjölbreytilegt nám er að nógu margir nemendur séu á staðnum.“ - Hvernig standa kennaramál- in fyrir næsta vetur? „Þau eru ákaflega viðkvæm, það eru lausir samningar og ekk- ert virðist vera að gerast í samn- ingamálum. Flestir skólastjórn- endur búast við að mjög erfitt verði að manna skólana. Sama var upp á teningnum í fyrravor og ég held að þetta hafi gengið alveg þokkalega hér á Húsavík, miðað við marga aðra staði. Þeg- ar til lengri tíma er litið hef ég aðaláhyggjur af að erfitt verði að fá menntaðan stærðfræðikennara til starfa og einhvern til að annast viðskiptagreinarnar. Til þess að allt gangi vel þarf að vera góður forstöðumaður fyrir hverjum greinaflokki.“ Nærri ofbýður áhuginn á íþróttum - Nú ert þú að hætta störfum við skólann, hvernig hefur þér líkað aðstaðan hérna? „Já, því miður er ég að hætta. Aðstaðan hér á Húsavík er að mörgu leyti mjög góð. Aðstaða kennara er prýðileg en hins vegar er kannski bókasafnsaðstöðu áfátt. Skólahúsnæðið sjálft er reist með þarfir sjöunda til níunda bekkjar í huga og það hefði örugglega verið hannað allt öðruvísi ef það hefði verið ætlað framhaldsskóla. Með ákveðinni hagræðingu og útsjónarsemi má xi bæta hér um. Það þarf að skapa aðstöðu fyrir náttúru- fræðibrautina sem verið er að byggja upp. íþróttaaðstaða er alveg til fyrirmyndar. Þegar mað- ur kemur úr skóla sem ekki hefur átt þess kost að hafa neitt íþrótta- húsnæði, einsog Menntaskólinn í Hamrahlíð, þá nærri ofbýður manni áhugi nemenda og sá tími sem fer í alls konar íþróttastarf- semi. Ég veit ekki hvort nemend- ur eru svona örmagna eftir íþróttastarfsemina eða að þeir bæti vídeóglápi ofan á íþróttirn- ar, en mér finnst þeir nú ansi þungir svona fyrst á morgnana. Mér þykir gott að búa úti á landi og líkar ágætlega hér á Húsavík. Þetta er ákaflega róleg- ur bær, kannski fullrólegur en það má vera að ég hafi verið of upptekinn af störfum mínum til að geta metið það. Ég hef áhuga á útivist, og þessi staður býður upp á allt sem ég get kosið mér, gönguferðir, náttúruskoðun, skíðaiðkun og fleira. Þó að ég hafi ekki nýtt mér þetta fyrsta árið veit ég að þetta er hér allt fyrir hendi." - Hvernig finnst þér skóla- starfið hafa gengið í vetur? „Þó að þetta sé framhaldsskóli er þungavigtin í skólastarfinu ennþá sjöundi til níundi bekkur og það er margt sem þarf að sinna í tengslum við grunnskólann. Það starf sem hann hefur útheimt hef- ur dregið svolítið athygli frá framhaldsskólanum og tafið fyrir þróunarvinnu, en þetta hefur samt gcngið ágætlega. Tengslin milli þessa skóla, barna- skólans og tónlistarskólans hafa líka veriö með miklum ágætum. Við skólastjórnendurnir höfum hist hálfsmánaðarlega og rætt sameiginleg málefni skólanna. Öflugt skólastarf lyftistöng fyrir hvert bæjarfélag - Hvernig finnst þér andi bæjar- búa gagnvart Framhaldsskólan- um? „Mér finnst forráðamenn bæjarins vera mjög áhugasamir og leggja metnað sinn í að þetta geti gengiö. Hins vegar get ég ekki mikið dæmt um Húsvíkinga svona almennt. Ég held að það vanti ef til vill svolítinn skilning á því hvílík lyftistöng svona skóli getur verið fyrir bæjarlífið. Til dæmis eru talsvert færri íbúar á Egilsstöðum en hérna og þó að Egilsstaðir séu meira í þjóð- ieið og íbúar á fjörðunum sæki þangað mikla þjónustu vil ég þakka skólanum þar líflegra bæjarlíf. Þarna er stór mennta- stofnun og fullt af ungu fólki og bæjarbragurinn ber töluverðan keim af því. Skólinn á ýmsa velunnara sem hafa fært honum góðar gjafir. Það hefur tíðkast að eldri nemendur komi saman á nem- endaafmælum og oft hafa þeir fært gantla skólanum sínum gjafir, við vonum að tengslin við eldri nemendur gagnfræðaskól- ans rofni ekki þótt hann sé orðinn framhaldsskóli.“ - Hvernig lýst þér á húsvíska unglinga? „Vel og mér hefur líkað Ijóm- andi að starfa með þeim.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.