Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 23

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 23
3. júní 1988 - DAGUR - 23 ÍSLANDSMÓTIÐ Æ Lánið lék ekki við Völsunga - Töpuðu 3:0 fyrir KR „Rán aldarinnar,“ sagði svekktur stuðningsmaður Völsunganna eftir að hann yfirgaf KR-völlinn í gærkvöldi en hans menn lágu 3:0 fyrir vesturbæjarliðinu. Það er e.t.v. fullmikið sagt að þetta hafi verið rán aldarinnar, en miðað við gang leiksins í fyrri hálfleik þá áttu Húsvíkingarnir að vera a.m.k. tveimur mörk- um yfir. En vítaspyrna, sem dæmd var á Völsunga seint í síðari hálfleik, sökkti öllum vonum þeirra um stig í Reykja- vík að þessu sinni. Ekki er hægt að hrósa liðunum fyrir áferðarfallega knattspyrnu. Völsungarnir komu miklu ákveðnari til leiks og yfirspiluðu KR-ingana í fyrri hálfleik. KR liðið var hreint út sagt mjög lélegt og var heppið að fá ekki á sig mörk í íyrri hálfleik. Völsungár voru mun meira með boltann og sköpuðu sér nokkru sinnum mjög góð mark- tækifæri. Lukkudísirnar voru hins vegar ekki með þeim að þessu sinni og besti maður KR- inga, Stefán Arnarson markvörð- ur, var sú hindrun sem sóknar- menn Völsunga komust ekki framhjá. Pað var sérstaklega undir lok hálfleiksins sem hann varði tvívegis frábærlega, fyrst frá Aðalsteini Aðalsteinssyni og síðan frá Stefáni Viðarssyni. í Síðara skiptið voru flestir búnir að bóka mark. Knattspyrnuáhugamenn á Akureyri og í nágrenni geta nú farið að hugsa sér gott til glóð- arinnar. I kvöld verður stór- viðburður á knattspyrnusvið- inu þegar KA-menn taka á móti Keflvíkingum í fyrsta leik sumarsins á grasi á Akureyri. Leikurinn fer fram á KA-vell- inum við Dalsbraut og hefst kl. 20. KA-menn fóru vel af stað í SL- mótinu þegar þeir unnu Víking f Reykjavík á dögunum með einu marki gegn engu. Það var fyrsti og eini leikur liðsins í mótinu til þessa þar sem leik þeirra gegn Þór í 1. umferð var frestað. KA er því eina lið deildarinnar að Fram undanskildu sem enn hefur ekki tapað stigi. Þrátt fyrir að þessi úrslit verði að teljast óvænt Bjami Jónsson: „Þetta verður örugg- lega hörkuleikur.“ Völsungar byrjuð síðari hálf- leikinn af miklum krafti og átti Björn Olgeirsson þrumuskot að marki KR sem Stefán varði mjög vel. Eftir það fór leikurinn að mestu fram á miðju vallarins, þar til varnarmenn Völsunga brutu klaufalega á Rúnari Kristinssyni og dæmd var vítaspyrna á liðið. Úr henni skoraði síðan Pétur Pétursson örugglega og þá var allur vindur úr þeim grænklæddu. Björn Rafnsson bætti við öðru marki rúmum fimm mínútum síðar eftir mistök Þorfinns í marki Völsunga. Til að kóróna ólán norðan- manna fór boltinn í hendi Skarp- héðins ívarssonar og dæmd var önnur vítaspyrna á Völsunga. Pétur Pétursson skoraði örugg- Pétur Pétursson skoraði tvö mörk fyr- ir KR og var síðan rekinn af leikvelli. var það samdóma álit manna að sigurinn hefði verið sanngjarn og það verður því fróðlegt að fylgj- ast með liðinu gegn Keflvíking- um í kvöld. Keflvíkingar hafa leikið tvo ieiki til þessa, báða á heimavelli. Þeir unnu Völsung í 1. umferð með þremur mörkum gegn engu en töpuðu fyrir KR í 2. umferð með sama mun. Liðinu hefur verið spáð góðu gengi í sumar enda hefur það fengið góðan liðs- styrk frá því í fyrrasumar þar sem eru þeir bræður Daníel og Grétar Einarssynir og framherjinn skæði Ragnar Margeirsson. Þá hefur einnig heyrst að Einar Ásbjörn Ólafsson leiki sinn fyrsta leik með liðinu á þessu keppnistíma- bili í kvöld. „Mér líst ágætlega á þetta. Þeir eru baráttuglaðir Keflvíkingarnir og þetta verður örugglega hörku- leikur. Við stefnum auðvitað á þrjú stig og ég er nokkuð bjart- sýnn á að okkur takist að ná þeim,“ sagði Bjarni Jónsson, miðvallarleikmaðurinn sterki hjá KA. „Keflvíkingarnir eru með svip- að lið og í fyrra en þó hafa þeir fengið nokkra menn og eru trú- lega ívið sterkari. Þeir eru með spræka menn frammi og þar held ég að þeirra helsti styrkur liggi. Ég vil ekki spá neitt í tölur en við Ieggjum mikla áherslu á að vinna þetta. Já, við vinnum bara,“ sagði Bjarni Jónsson. JHB lega úr spyrnunni en Pétur átti eftir að koma meira við sögu í leiknum síðar því hann var rek- inn út af rétt fyrir leikslok eftir pústra við Theodór Jóhannsson. Lánið lék ekki við Völsunga í þessum leik, en liðið verður að nýta þau færi sem það fær til að eiga möguleika á að sigra í leikj- um sínum. Bestu menn liðsins að þessu sinni voru þeir Stefán Viðarsson og Theodór Jóhanns- son. Það verður stórleikur í 3. umferð Islandsmótsins í knatt- spyrnu þegar Leiftur tekur á móti Þórsurum í Ólafsfirði á morgun kl. 14. Leikur þessi verður fróðlegur fyrir margra hluta sakir, einkum þar sem þetta verður fyrsti leikur tveggja norðanliða í SL-deild- inni í ár og einnig vegna þess að þarna munu gamlir sam- herjar mætast. Eins og kunn- ugt er leikur gamli Þórsarinn Arni Stefánsson nú með Leiftri og það verður gaman að sjá hvernig hann tekur á móti sóknarmönnum Þórs. Þá verð- ur einnig fróðlegt að fylgjast með einvígi þeirra Birgis Skúlasonar Þórsara og Harðar Benónýssonar Leiftri en þeir léku áður saman með Völs- ungi. Höröur Benónýsson: „Þórsararnir verða óðir.“ Kvennalið KA hefur keppni um helgina í 1. deild ísiands- mótsins í knattspyrnu. Liðið heldur suður og leikur gegn Fram og Val. í kvöld kl. 20 mæta KA- stelpurnar stöllum sínum úr Fram á Framvellinum en á Hjá KR bar engin af og er þetta leikur sem þeir vilja sjálf- sagt gleyma, nema e.t.v. síðustu 15 mínúturnar. Lið Völsunga: Þorfinnur Hjaltason, Helgi Helgason, Theodór Jóhannson, Skarphéð- inn ívarsson, Björn Olgeirsson, Sveinn Freysson, Snævar Hreins- son, Guðmundur Guðmundsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Jónas Hallgrímsson (Kristján Olgeirs- Leiftursmenn hafa nú leikið tvo leiki í SL-deildinni, gegn ÍA og Val, og lauk þeim báðum með markalausu jafntefli. Það má því fastlega reikna með mörkum í Ólafsfirðinum á morgun. Þórsar- ar hafa enn sem komið er aðeins leikið einn leik þar sem viðureign þeirra við KA í 1. umferð var frestað. í 2. umferð léku þeir heima gegn Fram og töpuðu með einu marki gegn engu og ætia sér áreiðanlega að bæta fyrir það nú um helgina. „Mér líst vel á þetta. Þetta verður hörkuleikur, Þórsararnir verða óðir og þetta verður erfitt," sagði Hörður Benónýsson þegar hann var spurður hvernig leikurinn legðist í hann. „Það er kominn tími til að við förum að skora. Við verðum að fara að Birgir Skúlason: „Við náum að skora.“ sunnudag leika þær gegn Val á Hlíðarenda. Fram kom upp úr 2. deild í fyrra en Valsstúlkurnar eru núverandi bikarmeistarar. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði KA, sem hefur þó alla burði til þess að gera góða hluti í sumar, undir stjórn Gunnlaugs Björnssonar þjálfara. son 70. mín), Stefán Viðarsson. Lið KR: Stefán Arnarsson, Rúnar Kristinsson, Gylfi D. Aðalsteinsson, Þorsteinn Guð- jónsson, Willum Þórsson, Jó- steinn Einarsson, Björn Rafnsson, Gunnar Oddsson, Pét- ur Pétursson, Sæbjörn Guð- mundsson, Þorsteinn Halldórs- son (Ágúst Már Jónsson 51. mín). Rautt spjald: Pétur Pétursson KR AP taka þrjú stig heima og viö stefn- um á að gera það núna.“ Hörður sagðist ekki kvíða viðureigninni við sinn gamla félaga, Birgi Skúlason. „Ég kannast nú við hann og þetta leggst bara vel í mig. Ég vil ekki nefna neinar tölur en spái að við vinnum þetta. Það verða a.m.k. skoruð mörk,“ sagði Hörður Benónýsson. „Mér líst ágætlega á þennan leik. Ég veit að þeir eru haröir á heimavellinum en við höfum spil- að við þá fyrr í vor og vitum hvað við þuríum að gera til að vinna. Ég vil ekki spá um tölur en við vinnum þennan leik,“ sagði Birg- ir Skúlason, hinn sterki varnar- maður Þórs. „Þeir hafa ekki enn fengið á sig mark en ég reikna með að við náum að skora hjá þeim enda eru Hlynur og Halldór sterkir í framlínunni hjá okkur.“ Birgir sagðist ekki kvíða ein- víginu við Hörð Benónýsson. „Eg er vanur honum og veit hvernig hann spilar. Það þarf að koma í veg fyrir stungurnar og þá er allt í lagi. Ég á ekki von á að hann skori gegn okkur,“ sagði Birgir Skúlason. JHB Knattspyma: Leikið í 3. og 4. deild Það verður nóg að gera um helgina hjá norðlenskunt knattspyrnumönnum sem ieika í B-riðli 3. deildar og í D-riðli 4. deildar. Þó hefur leik Magna og UMFS-Dalvík í 3. deild, verið frestað. Reynir frá Árskógsströnd sem sigraði Sindra á Hornafirði um síðustu helgi, sækir Þrótt heim í Neskaupstað á laugardaginn og hefst leikur liðanna kl. 14. Á sama tíma leika Huginn og Hvöt á Seyðisfirði. Huginn gerði jafn- tefli við UMFS í fyrsta leik en Hvöt lá heima fyrir Þrótti N. í D-riðli 4. deildar fara fram þrír leikir á laugardag kl. 14. Á Laugavelli í Reykjadal leika Efl- ing og Æskan, Vaskur og UMSE- b leika á KA-vellinum á Akur- eyri og á Hofsósi leika Neisti og HSÞ-b. íslandsmótið SL-deild: Fyrsti grasleikur- inn á Akureyri - KA - ÍBK leika í kvöld á KA-vellinum Stórleikur í Ólafsfirði: Fyrsta innbyrðis viður- eign norðanliðanna - Leiftur - Þór á morgun kl. 14 1. deild kvenna: KA leikur gegn Fram og Val

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.