Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 21

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 21
Píanóstillingar og viðgerðir. Verð á Norðurlandi í sumar. Uppl. og pantanir í síma 96-61306. Sindri Már Heimisson. Sá sem tók svartan leðurjakka í Miðbænum aðfaranótt fimmtudags vinsamlegast hafi samband við Gísla í síma 21525. Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagnahreins- un með nýjum, fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Inga Guðmundsdóttir, s. 25296, Jóhannes Pálsson, s. 21719. Hreingerningar - Teppahreinsun - Gluggaþvottur. Tek að mér hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum og stofnunum. Teppahreinsun með nýlegri djúp- hreinsivél sem skilar góðum ár- angri. Vanur maður - Vönduð vinna. Aron Þ. Sigurðsson. Sími 25650. Heinsið sjálf. Leigjum teppahreinsivélar. Hjá okkur færðu vinsælu Buzil hreinsiefnin. Teppaland - Dúkaland, Tryggvabraut 22, simi 25055. Ræsting - Teppahreinsun - Húsgagnahreinsun - Gluggaþvottur - Markmiðið er að veita vandaða þjónustu á öllum stöðum með góð- um tækjum. Sýg upp vatn úr teppum, sem hafa blotnað, með djúphreinsivél. Tómas Halldórsson. Stmi 27345. Geymið auglýsinguna. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Tökum að okkur kjarnaborun og múrbrot. T.d. fyrir pípu- og loftræstilögnum og fleira. Leggjum áherslu á vandaða vinnu og góða umgengni. Kvöld- og helgarþjónusta. Kjarnabor, Flögusíðu 2, sími 26066. Borgarbíó Föstudagur 3. júní Kl. 9.00 Allir í stuöi . Kl. 9.10 Nadine Kl. 11.00 Morð í myrkri Kl. 11.00 Einhver til að gæta mín Laugardagur 4. júní Kl. 9.00 Allir í stuði Kl. 11.10 Einhver tii að gæta mín Sunnudagur 5. júní Kl. 9.00 Allir í stuði Kl. 9.10 Einhver til að gæta mín Kl. 11.00 Morð í myrkri Kl. 11.10 Einhver til að gæta mín Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNBJÖRN JÓNSSON, frá Ysta-Gerði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 31. maí. Jarðsett verður frá Glerárkirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Svanhildur Friðriksdóttir. Maðurinn minn, HJALTI GUÐMUNDSSON, frá Rútsstöðum, verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju laugardaginn 4. júnf kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Anna Guðmundsdóttir. Uessur ^ — Akureyrarprestakall. Guðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag 5. júní kl. 11 f.h. Sjómannadagurinn. Sjómenn aðstoða við athöfnina. Sálmar 29 - 9 - 182 - 290 - 497. Þ.H. Glerárkirkja. Sjómannadagurinn. Hátíðarguðsþjónusta með þátttöku sjómanna kl. 11 árdegis. Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri flytur ávarp. Sjómenn og fjölskyldur þeirra hvött til þátttöku. Pálmi Matthíasson. Möðruvallaklaustursprestakall: Bægisárkirkja. Fermingarguðsþjónusta sunnudag- inn 5. júní kl. 14.00. Fermdur verður Sigurður Baldvin Sverrisson, Neðri-Vindheimum. Sóknarprestur. Dalvíkurprestakall. Sjómannamessa verður í Dalvíkur- kirkju sunnudaginn 5. júní kl. 11.00. Sjómenn heiðraðir. Lagður blóm- sveigur að minnisvarða um drukkn- aða sjómenn. Fermingarmessa verður í Vallakirkju sunnudaginn 5. júní kl. 13.30. Sóknarprestur. samKomur • ~ Hjáipræðisherinn. Sunnudagur 5. júní: Kl. 11.00 helgunarsam- Kl. 20.00 kveðjusamkoma fyrir Margreth og Paul William Marti. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. flóamarkaður í dag kl. 10-12 og 14-18. Kunnum við að meta undur sköpun- arverksins? Opinber biblíufyrirlestur sunnu- daginn 5. júní kl. 10.00 í Ríkissal votta Jehóva, Sjafnarstíg 1, Akur- eyri. Ræðumaður Bjarni Halldórs- son, Reykjavík. Allt áhugasamt fólk velkomið! Vottar Jclióva. HUÍTASUtinUmKJAtl V/5KARÐSHLÍÐ Laugardagur 4. júní kl. 20.30 safn- aðarkoma (brauðsbrotning). Sunnudagur 5. júní kl. 20.00 almenn samkoma. Fórn tekin fyrir kirkjubygginguna. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hvítasunnusöfnuðurinn. Hjúkrunarfræðingar. Norðurlandsdeild eystri, innan H.F.Í. Aukafundur verður mánudaginn 6. júní kl. 20.30 í Zontahúsinu. Dagskrá: Fréttir af fulltrúafundi. Fréttir af kjaramálum. Stjórnin. @Akureyringar - Akureyr- ingar. Erum með okkar vinsæla kaffihlaðborð að Hótel KEA á sjómannadaginn. Slysavarnadeild kvcnna. Flóamarkaður verður föstudaginn 3. júní kl. 10.00-12.00 og 14.00- 18.00 að Hvannavöllum 10. Dálítið af nýlegum fatnaði og nýjum skóm. Skrifstofuborð og hansahill- ur. Hjálpræðisherinn. Ferðafélag Akureyrar 'Skipagötu 12. Sími 22720. Norðlendingar! Fuglaskoðunarferð í Flatey á Skjálf- anda, laugardaginn 4. júní, undir leiðsögn „heimamanna". Farið frá Húsavíkurhöfn kl. 10 árdegis. Sætaferð frá Akureyri kl. 8. Upplýsingar og skráning frá 1. júní í síma 22720, milli kl. 16 og 19. Ath. næstu ferðir: 11. júní: Mývatnssveit, gengið niður með Laxá. 18. júní: Grímsey (flug). Bílahöllin auglýsir Range Rover árg. ’85, ek. 42 þús. Verð 1.450.000,- sk. ód. Suzuki Fox m/blæju, árg. '87, ek. 5 3ús. Verð 420.000,- Mercury Topaz GS, árg. ’87, ek. 30 þús. Verð 790.000,- sk. ód. Mazda 626 GLX 2,0, árg. 1987, ek. 22 þús. Verð kr. 690.000,- Subaru Sedan 4x4 m/sóll., árg. '86, ek. 6 þús. Verð 650.000,- Mazda 3231,3 LX, árg. ’87, ek. 9 þús. Verð 440.000,- Toyota Tercel 4x4, árg. '83, ek. 85 þús. Verð 370.000,- Toyota Corolla GTi, árg. '84, ek. 55 þús. Verð 590.000,- Toyota Corolla, station, árg. '88, ek. 10 þús. Verð 650.000,- Þetta er aöeins smábrot af söluskrá okkar. Opið mánud. til laugard. kl. 10-19. Bílahöllin Strandgötu 53, sími 23151 3. júní 1988- DAGUR-21 Veröld gefur veglega bókagjöf Bókaklúbburinn Veröld gaf Unglingaathvarfinu í Seljahverfi veglega bókagjöf á dögunum, en bækurnar notaði Unglingaat- hvarfið á hlutaveltu sem það stóð fyrir í maímánuði í Blómavali við Sigtún. Hlutaveltan var haldin til þess að safna fé í ferðasjóð athvarfs- ins, en fyrirhugað er að fara með unglingana til Hollands í sumar. í fyrra var farið í velheppnaða ferð upp í Kerlingarfjöll og vona að- standendur Bókaklúbbsins Ver- aldar að fyrirhuguö Hollandsferð lukkist enn betur. Minjasafnið: Sýning á verkum Betu Geirs - opnuð á morgun Á morgun klukkan 15.00 verð- ur opnuð á Minjasafninu á Akureyri sýning á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, sem margir eldri Akureyringar þekktu undir listamannsheit- inu „Beta Geirs“. Það eru fé- lagskonur í Beta deild alþjóða- samtakanna Delta, Kappa, Gamma, en sú deild er starf- andi á Akureyri sem standa að sýningunni í samvinnu við aðstandendur Elísabetar. Sýn- ingin verður opin í allt suntar á opnunartíma safnsins. Sýning- in er sérverkefni deildarinnar, en markmið með slíkum verk- efnum er að vekja athygli á konum sem skarað hafa fram úr á einhverju sviði. Elísabel fæddist árið 1915 í Geirshúsinu í Fjörunni á Akur- eyri og í Fjörunni var hennar starfsvettvangur þau 44 ár sern hún lifði. Elísabet var fjölhæf listakona, hún orti ljóð og samdi lög, málaði myndir og eftir hana liggja einnig tréskurðarmyndir unnar úr birki. Þá mótaði hún einnig styttur í gips. Hún var einna þekktust meðal samferða- manna sinna fyrir gipsstyttur sínar, en margar þeirra voru af íslenskum húsfreyjum í hátíða- búningi og alþýðufólki við störf. Þessar styttur voru algeng gjafa- vara á árunum eftir stríð, þegar lítið var um innfluttan varning. Félagskonur í Beta-deildinni hafa gefið út tvö póstkort og einnig jólakort með myndum og ljóði eftir listakonuna. í stuttu spjalli við nokkrar kvennanna kom fram að tilgangur sýningar- innar og einnig útgáfa kortanna sé meðal annars sá að þær vilji minna á merkilega listakonu, sem of lengi hefur legið í þagnar- gildi þegar rætt er um alþýðu- listamenn. Einnig er markmiðið að gefa síðar meir út bók um listakonuna Betu Geirs, þar sem birtar yrðu myndir af verkum hennar, ásamt ljóðum hennar og þeim lögum sem varðveist hafa. „Þessi verk sýna, að okkar mati einlæga listakonu, sem leitaðist við að ná fullkomnun í listsköpun sinni," segja Beta- konur í kynningu á listakonunni. Þá má geta þess að Elísabet bjó lengst af í húsinu númer 70 við Aðalstræti, en það teiknaði hún sjálf og einnig hannaði hún girð- inguna umhverfis húsið sem er allsérstæð. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.