Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 13
3. júní 1988- DAGUR- 13 hvað er að gerasf? Ferðafélag Akurevrar með ferð til Flatevjar Ferðafélag Akureyrar mun hefja sumarstarf sitt með fuglaskoðunarferð á laugar- daginn 4. júní út í Flatey á Skjálfanda. Petta er einstakt tækifæri til að komast til Flateyjar og í för munu vera kunnugir menn sem frætt geta fólk um sögu eyjarinn- ar og fuglalíf. í bókinni Landið þitt ísland er sagt þannig frá Flatey: „Byggð hófst mjög snemma í Flatey enda var þar gott til fiskifanga. Á þessari öld fjölgaði fólki þar um skeið og var flest um 120, árið 1942. Byggðin var öll á sunnanverðri eyjunni. Var þar þá allmikið athafna- líf og gerð bryggja. Komið var upp félagsheimili og barnaskóla. Kirkja var í Flatey frá fornu fari, út- kirkja frá Þönglabakka. Par var kirkja helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið. Árið 1894 var kirkja lögð niður í Flatey og flutt til Brettingsstaða en síðan vígð að nýju í Flatey 1960. Nú er Flatey í eyði á vetrum en dvalist er þar við sjósókn á sumrum." Fyrir þá sem hafa áhuga þá eru upplýsingar veittar og tekið á móti skráningu í síma 22720 milli kl. 16 og 19 í dag. Samúel sýnir í Alþýðubankanum Listkynning MENOR og Alþýðubankans á Akureyri Sjómannadagurinn: Fjölbreytt dagskrá á Akureyri Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land þessa helgi. Á Akur- eyri verður margt gert til skemmtunar fyrir fólk á öll- um aldri. Dagskráin hefst á morgun, laugardag kl. 15:00 á Torfunefsbryggju þar sem fram fer kappróður og munu allmargar sveitir hafa tiltynnt þátttöku. Á sunnudaginn, sjálfan sjómannadaginn, verða guðsþjónustur kl. 11:00. í Akureyrarkirkju messar sr. Þórhallur Höskuldsson og í Glerárkirkju sr. Pálmi Matthíasson. Sjómenn munu aðstoða við báðar þessar guðsþjónustur. Kl. 13.30 hefst dagskrá við sundlaugina. Þar mun lúðrasveit leika létta tóna, ræður verða fluttar, bæði fyrir hönd útgerðarmanna og sjómanna og sjómenn verða heiðraðir. Áð því loknu fer fram stakkasund, björgunarsund, reiptog, koddaslagur o.fl. Þá má ekki gleyma Slysa- varnadeild kvenna sem mun sjá um kaffisölu á Hótel KEA á sunnudaginn frá kl. 15.00. Þar verða mikiar kræsingar á boðstólum en konurnar hafa lagt mikla vinnu í undirbúning kaffi- sölunnar. kynna myndlistarmanninn Samúel Jóhannsson. Samúel hefur haldið 4 einkasýning- ar, 3 á Akureyri og 1 í Reykjavík. Hann hefur tek- ið þátt í mörgum samsýning- um, á Akureyri, Húsavík og Reykjavík. Á listkynningunni eru 12 verk, 5 akrilverk unnin á striga og 7 teikningar með bleki á pappír. Verkin eru öll unnin á árunum 1987 og 1988. Kynningin er í Alþýðu- bankanum á Akureyri Skipa- götu 14 og lýkur henni 1. júlí. Akureyri: Tvö golftnót um helgina Um helgina verða haldin tvö golfmót á Jaðarsvellinum á Akureyri, Olíubikarinn og Jóhannsbikarinn. Olíubikarinn hefst á laug- ardag kl. 13. Leiknar verða 18 holur. Á sunnudaginn verður haldið öldungamót þar seni leikið verður um Jóhannsbikarinn. Mótið hefst kl. 10 og er opið öllum 50 ára og eldri. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Listahátíðardagar: Verk Gunnlaugs Scheving Listahátíðardagar á Akur- eyri hefjast í kvöld með myndlistarsýningu í Glugg- anum. í tilefni Listahátíðar í Rcykjavík 1988 hefur Lista- safn Islands tekið saman sýningu á verkum Gunn- laugs Scheving, sem verð- ur í Glugganum, Glerárgötu 34 og hefst hún í kvöld, föstudaginn 3. júní kl. 21 og mun tónlistarfólk frá Tón- skólanum á Akureyri leika við opnunina. Sýningin verður opin frá 3.-12. júní og er mikill feng- ur fyrir Akureyringa og nær- sveitamenn að fá verk eftir Gunnlaug Scheving til sýn- ingar í Glugganum. Önnur atriði á Listahátíð- Göngugatan í dag: Skósala Iions heldur áfrarn í dag ætla Lionsfélagar á Akureyri að fara af stað á ný með skósölu í Miðbænum. Síðast seldist um helmingur birgðanna, en eins og flestir muna er hér um að ræða ítalska gæða- leðurskó. Mikil ásókn var í skóna og hafa margir sem misstu af þessum kjarakaupum haft samband við Lionsmenn og Ijósvakarýni rakið raunir sínar. Þeir, sem og aðrir hafa nú tækifæri til að bæta fyrir skóleysið og geta mætt í göngugötuna á Akureyri kl. 12.00 í dag þegar hafist verður handa. Á boðstólum eru sem fyrr, ódýrir skór, flestir á 200-400 krónur parið. Selt vcrður fram eftir degi eða eins og birgðir endast. ardögum eru tónleikar í sal Gagnfræðaskóla Akureyrar 10. júní þar sem finnski baritonsöngvarinn Jorma Hynninen syngur við undir- leik Jónasar Ingimundar- sonar og sýning Black Ballet Jazz i íþróttaskemmunni 20. júní. Pessi atriði verða kynnt nánar síðar. Leikfélag Akureyrar: Fiðlarínn á þakinu Auglýstum sýningum á Fiðl- aranurn á þakinu fer nú fækkandi enda komið fram í júní og virðist þetta ætla að Um sjónvarpsgláp á sumarkvöldum Á þessum tíma árs, þegar bjart er svo til allan sólarhringinn, dofnar áhugi margra fyrir sjón- varpsglápi. Svo er einmitt með mig, sem betur fer, því þegar litið er yfir dagskrá sjónvarpsstöðv- anna, má glögglega sjá hve hún er döpur eins og reyndar oftast á þessum árstíma. Á Stöð 2 er t.d. allt of mikið um endursýndar kvikmyndir og meira að segja kvikmyndir sem ekkert er varið í. Það getur verið í lagi að sjá virki- lega góðar myndir tvisvar, en þær verða þá að vera sérstak- lega góðar og að liöinn sé þó nokkur tími frá því að þær síðast voru sýndar. Þá er ekki hægt að ásaka Sjónvarpið fyrir að halda fyrir fólki vöku, því nær undan- tekningarlaust eru dagskrárlok fyrir klukkan 23.00 virka daga. Einn þáttur á Stöð 2 vakti forvitni hjá mér í vikunni sem er að líða, þátturinn um afbrota- unglingana í Bandaríkjunum. Þar var beitt aðferð, sem virtist mjög áhrifarík, þ.e. að skylda afbrota- unglinga til þess að heimsækja fangelsi þar sem fangar, í sam- vinnu við yfirvöld, lásu yfir þeim. Ótrúlegt var að sjá tíu árum síðar, hversu stórum hluta ungl- inganna hafði tekist að halda sér frá braut ógæfunnar. Þá var sömuleiðis ekki hægt annað en að setjast niður þegar Stöð 2 kynnti knattspyrnuliðin sem taka þátt í Evrópukeppni landsliða á næstunni, en þar var á ferð ágætlega unninn þáttur. En það er engin ástæða til þess aö örvænta vegna lélegs sjónvarpsefnis, því hver nennir að hanga inni yfir „imbanum" á fallegum björtum sumarkvöldum. Þau á að nota til þess að sinna áhugamálum utanhúss; golf- iðkun, gönguferðum, garðvinnu og bílaþvotti svo eitthvað sé nefnt. I haust er verðugara að líta á ný á dagskrá fjölmiðlanna og sjá hvort hún hafi ekki batnað svo hægt sé að hafa það nota- legt á köldum frostdögum í þægi- legum sófa undir hlýju teppi. Vilborg Gunnarsdóttir. vera langt leikár hjá Leik- félagi Akureyrar. Þrjár sýn- ingar verða um helgina; föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.30. Sýning- in á sunnudag er 21. sýning á verkinu en 24. og síðasta sýning hefur verið auglýst laugardaginn II. júní. Söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu hefur notið mikilla vinsælda í uppfærslu Leik- félags Akureyrar og er óvíst livort leikfélaginu takist að Ijúka leikárinu á auglýstum tíma því aösóknin er enn mikil. Væntanlegir áhorf- endur eru þó hvattir til að drífa sig sem fyrst vilji þeir ekki missa af frábærri kvöld- skemmtun. Fiðlarinn er stór og fjöl- menn sýning og margir sem halda utan um hana. Stefán Baldursson er leikstjóri, Magnús Blöndal Jóhanns- son tónlistarstjóri, Sigurjón Jóhannsson leikmynda- hönnuður, Ingvar Björns- son Ijósameistari og Juliet Naylor er höfundur dansa. Leikarar, dansarar, söngv- arar og hljóðfæraleikarar sjá um að áhorfendur skemmti sér vel.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.