Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 03.06.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 3. juhí 1986' - segir Jón Hannesson, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík Framhaldsskólinn á Húsavík hóf starfsemi sl. haust. í vetur hafa rétt innan við 50 nemendur stundað nám í framhaldsdeild- um en nemendur sjö- unda til níunda bekkj- ar grunnskólans sem stunduðu nám við skólann voru 143. Skólameistari þennan fyrsta vetur Fram- haldsskólans var Jón Hannesson en hann lætur af því starfi í sumar. í helgarviðtal- inu í dag er spjallað vítt og breitt um skólastarfið við Jón. Nýlega kom út kynn- ingarbæklingur um Framhaldsskólann á Húsavík, þar birtist m.a. nýtt merki skól- ans og fyrst er Jón spurður um höfund þess og beðinn að útskýra hugmyndina sem að baki liggur. „Við efndum til samkeppni meðal nemenda innan skólans en það kom fremur lítið út úr henni. Að vísu komu tillögur frá þremur aðilum og við veittum viðurkenn- ingu eins og til stóð. Dómnefnd- inni kom saman um að vinna áfram í þessu og við fengum Kára Sig- urðsson, sem annast hefur mynd- menntina hjá okkur, til að athuga hvort hann hefði einhverjar hug- myndir. Hann kom með fjöldann allan af tillögum og eftir að unnið hafði verið nánar úr þeim varð þessi hugmynd ofan á. Merkið er unnið úr hugmynd um hús og vík, húsið er greinilegt og það á að vera hægt að sjá víkina en einnig er merki Húsavíkurkaup- staðar haft í huga, það er að segja seglið á víkingaskipinu.“ Aðeins örfáir nemendur vita hvaö þeir vilja - Hvenær verða fyrstu stúdent- arnir útskrifaðir frá Framhalds- skólanum á Húsavík? „Það er svolítið erfitt að sjá það fyrir, það fer eftir því hvort nemendur á þriðja ári byrja í haust, þá gætu fyrstu stúdentarn- ir útskrifast eftir tvö ár. Ef þriðja árs nemendur byrja ekki fyrr en næsta ár útskrifast þeir eftir þrjú ár.“ - Hvaða námsbrautir verður boðið upp á næsta vetur? „Við höfum reynt að skipu- leggja námsframboðið með tilliti til staðsetningar skólans, og þess sem aðrir skólar bjóða upp á. Ég held að aðstandendum skólans hafi.verið í mun að fara að öllu með gát og reisa sér ekki hurðarás um öxl, enda er töluverð óvissa um hver fjölgun í skólanum verð- ur. Nemendafjöldi getur orðið á bilinu 150-300, eftir því hve margir aðkomunemendur koma hingað. Við framhaldsdeildina hérna hafa verið starfandi nýmálabraut og viðskiptabraut og þeirri starf- semi verður haldið áfram. Einnig er verið að vinna að því að koma á ferðamálalínu í tengslum við málabrautina. Svo er verið að koma á braut sem verður líklega burðarásinn í náminu hér, það er náttúrufræðibraut. Þegar nem- endur hefja nám í framhalds- skólum er mikið sameiginlegt nám sem allir þurfa að taka ein- hvern tíma og við munum reyna að stýra því þannig að nemendur geti tekið sem mest af því á fyrstu önnum og þurfi ekki að velja námsbraut fyrr en þeir eru orðnir svolítið þroskaðri. Það er reynsl- an að aðeins örfáir nemendur vita hvað þeir vilja þegar þeir hefja nám í framhaldsskóla og það er ekki fyrr en þeir kynnast náminu og námsgreinum að þeir sjá hvað þeim líkar við og hvern- ig þeim gengur. Því ætlum við að sjá til þess að á hvaða braut sem nemendur fara geti þeir lokið hér tveiinur til þremur árum. Svo erum við með nýmálabraut og náttúrufræði- braut sem leiða til stúdentsprófs. Viðskiptabrautin er tveggja ára braut, og því aðeins að við yrðum svo heppin að fá einhvern til að annast viðskiptagreinar getum við farið inn á hagfræðibraut en það er sú leið sem liggur til stúd- entsprófs eftir verslunarpróf. Eins er með íþróttabraut að nemendur geta sest hér í skólann og lokið síðan stúdentsprófi af íþróttabraut, við vonum einnig að nemendur geti átt greiða leið hingað eftir eins eða tveggja ára framhaldsnám við aðra skóla. Við tónlistarbrautina er ákveðinn hluti námsins tekinn í Tónlistar- skólanum og auk þess fá nemendur nám sitt þar metið til eininga þó að þeir ljúki ekki stúdentsprófi af brautinni.“ Munum berjast fyrir fískeldisbraut - Rætt hefur verið um stofnun fiskeldisbrautar við skólann, hver er staðan í því máli? „Hér á Húsavík og í nágrenn- inu er talsvert mikið fiskeldi, og stjórnmálamönnum er mjög annt um að tengja starfsemi skólanna við atvinnuvegina. Haft var sam- band við hagsmunaaðila og þeir eru fullir áhuga á að hér verði komið á fiskeldisbraut. Við höf- um átt viðræður við sérfræðinga í þessum efnum og reynt að gera okkur grein fyrir því hvað þurfi til. Greinilegt er að í gangi þarf að vera öflug náttúrufræðibraut sem tengist fiskeldisbrautinni, og þar sem við ætlum hvort sem er að vera með náttúrufræðibraut sem ákveðna undirstöðu liggur beint við að starfrækja fiskeldis- braut. Hins vegar er málið í hnút vegna þess að það er litið á fiskeldi sem aukabúgrein og þar af leiðandi er þetta í höndum landbúnaðarráðuneytisins sem vill hygla bændaskólunum með þessu námi. Það hefur engan til- gang að allir skólar séu að fara af stað með svona braut en nýjustu kannanir benda til að ein allra bestu skilyrði til sjóeldis séu hér í Öxarfirði, þannig að ef þessi bú- grein blómstrar áfram verður þar hugsanlega mikil uppbygging. Miðað við þá miklu aukningu sem er í landinu á alls konar fiskeldi er furðulegt að því skuli ekki vera fagnað þegar reynt er að kom á slíkum brautum þar sem þær virðast lífvænlegar. Skólinn á að gera meira en að sinna ungmennum - Orðið „hraðbraut“ hefur verið nefnt í sambandi við skólann í vor, við hvað er átt? „Stærri framhaldsskólarnir hafa ákveðna möguleika á að auðvelda nemendum að flýta sér í námi og það er ekki óalgengt að nemendur ljúki námi sínu á þremur eða þremur og hálfu ári. Þetta er hægt af því að boðið er upp á hraðferðir innan skólans eða áfanga utan skóla. í minni skólunum er þetta allt svolítið snúnara og þó að góðum náms- mönnum verði gefið tækifæri á að flýta sér eitthvað þá erum við þarna að greiða enn frekar fyrir þeim. Nemendur fá að spreyta sig á prófi og þeir sem ná tilskil- inni einkunn geta farið beint í eininganám í þeim greinum." - Hvað um iðnnám og fullorð- insfræðslu við skólann? „Það var hér einu sinni iðn- skóli og eftir að framhaldsdeild- irnar tóku til starfa var hann starfræktur í tengslum við þær. Skólinn býður upp á bóknám í samningsbundnu iðnnámi. Eins er mikil þörf á að sinna útgerðar- plássi með því að bjóða upp á vélvarðarnám og vélstjórnarnám. Mikil rækt hefur verið lögð við sjóvinnu við skólann og því verð- ur sinnt áfram meðan sjöundi til níundi bekkur eru innan hans. Hvað uppeldisbraut og heilsu- gæslubraut varðar munura við reynt að bjóða upp á þær á nokk- urra ára fresti. I sambandi við fullorðins- fræðslu er Ijóst að svona skóli á að geta gert talsvert meira en að sinna ungmennum. Hann á að geta þjónað byggðarlaginu á margvíslegan hátt, bæði með að annast kjarnanámskeið fyrir verkalýðsfélög og sérhæfð nám- skeið, s.s. tölvunámskeið. Það þarf líka að gefa fólki kost á áfanganámi til stúdentsprófs og það þýðir í flestum tilfellum kvöldskóla eða sambland af dag- og kvöldkennslu, til að mæta sem mest þörfum þeirra er stunda vinnu á daginn. Reynsla mín af þessu er sú að í haust var mjög mikil þátttaka og það lofaði góðu með að hægt væri að fara af stað með öldungadeild. Það er samt Ijóst að ef formleg öldungadeild á að starfa hér þarf fólk að gera upp hug sinn dálítið ákveðið, hvað það ætlar í og hvort það er reiðubúið að leggja það á sig.“ Heimavist á hótelinu - Verður ekki í fyrsta skipti boð- ið upp á heimavist við skólann í haust? „í fyrra var húsið Tún keypt og fyrirhugað var að innrétta það sem heimavistarhúsnæði en bæði er það kostnaðarsamt og eins er aðsókn að hótelinu í lágmarki á skólatíma. Sú hugmynd kom fram að nýta gistirými hótelsins og sérhæfða starfskrafta til matargerðar sem þar vinna. For- ráðamenn hótelsins sýndu þessu mikinn áhuga og samningar hafa náðst um heimavist á hótelinu. Þar verður rými fyrir 39 nemend- ur. Aðbúnaður verður ágætur þarna og nemendur fá setustofu til afnota. Einn af aðalkostunum við þetta fyrirkomulag er að hægt verður að taka húsnæðið í notkun í áföngum. Heimavist er nauð- synleg fyrir nemendur sem búa í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.