Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 9
15. júní 1988 - DAGUR - 9
SJÓNVARPIÐ
MIÐVIKUDAGUR
15. júní
15.00 Evrópukeppni landsliða í
knattspyrnu.
England - Holland.
Bein útsending frá Dusseldorf.
17.05 Hlé.
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 Töfraglugginn.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fróttir og veður
20.35 Blaðakóngurinn.
(Inside Story).
Breskur framhaldsþáttur í sex
þáttum.
Fyrsti þáttur.
Aðalhlutverk: Roy Marsden og
Francesca Annis.
Vellríkur blaðaútgefandi hyggst
yfirtaka eitt elsta og virtasta
blaðið í London. Áætlanir hans
ganga erfiðlega þar til hann hitt-
ir unga og hæfileikaríka blaða-
konu.
21.25 Allir elska Debbie.
(Alle elsker Debbie).
Síðasti þáttur.
Danskur framhaldsmyndaflokk-
ur í þremur þáttum.
22.15 Nýjasta tækni og visindi.
Alkalískemmdir.
í þættinum er fjallað um rann-
sóknir sem fram hafa farið á alk-
alískemmdum á steinhúsum hér á
landi, útbreiðslu þeirra og tíðni.
Þá eru kynntar leiðir til að fyrir-
byggja alkalískemmdir í framtíð-
inni og sýnt hvað er til ráða eftir
að þær hafa komið fram. í því
tilefni er talað við Hákon Ólafs-
son forstjóra Rannsóknarstofn-
unar byggingariðnaðarins.
Umsjón: Sigurður H. Richter.
22.45 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
FIMMTUDAGUR
16. júní
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fróttir.
19.00 Bleiki pardusinn.
19.25 íþróttasyrpa.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Hestarnir á Miklaengi.
(The Ponies of Miklaengi.)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá
1979 gerð eftir bamabók Lonzo
Anderson.
Leikarar: Guðný Helgadóttir,
Anna Sigfúsdóttir, Guðmundur
Sigfússon, Reynir Aðalsteinsson
o.fl.
Sögusviðið er ísland og þar er
myndin tekin. Hún fjallar um
systkinin Gumma og Önnu sem
em í smalamennsku á hestum
sinum þegar jarðhræringar og
náttúmhamfarir byrja skyndi-
lega.
21.00 Listahátíð 1988.
21.25 Matlock.
22.15 Rússarnir koma!
(Magasinet.)
Sjónvarpsmenn segja frá rússa-
grýlunni í Svíþjóð allt frá sext-
ándu öld og fram á okkar daga.
22.45 MIsland“ í aldarfjórðung.
Breskur tónlistarþáttur gerður í
tilefni 25 ára afmælis Island
hljómplötufyrirtækisins. Meðal
tónlistarmanna sem koma fram
eru Robert Palmer, Joe Cocker,
U2, Erick Clapton, Steve Win-
wood o.fl.
Þættinum verður útvarpað sam-
tímis á Rás 2 í steríó.
00.30 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
FÖSTUDAGUR
17. júní
17.00 Sindbað sæfari.
17.25 Poppkorn.
17.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
18.00 Evrópukeppni landsliða i
knattspyrnu.
Ítalía - Danmörk.
Bein útsending frá Köln.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Ávarp forsætisráðherra.
20.40 Dagskrárkynning.
20.45 1813 - Hálfdönsk þjóð á ís-
landi.
Heimildamynd með leiknum
atriðum gerð af Sjónvarpinu í
tilefni þess að á síðasta ári vom
liðin 200 ár frá fæðingu Rasmus-
ar Kristjáns Rasks. Hann hóf
baráttuna fyrir varðveislu
íslenskrar tungu í upphafi síð-
ustu aldar.
í myndinni er fjallað um ævi
hans og ferðalög, hugsjónir og
sérstæð örlög.
Með hlutverk Rasks fer Barði
Guðmundsson, ennfremur leika
í myndinni Margrét Helga
Stöð 2 sýnir myndina Fráskilin á föstudagskvöldið kl. 23.20. Hér er á ferð leikrit sem byggt
er upp af tveimur sjálfstæðum þáttum. Baksviðið er sóðalegt hótel sem ætlað er fyrir lang-
dvalargesti I Bournemouth Englandi árið 1954. Aðalhlutverk leika Julie Christie, Alan Bates
og Claire Bloom.
Stöð 2 sýnir myndina Samningar og rómantík kl. 21.35 á
laugardagskvöldið. Myndin segir frá Max, miðaldra manni,
sem hefur brotist áfram af eigin rammleik.
Á 17. júní sýnir Sjónvarpið myndina 1813- Hálfdönsk þjóð
á íslandi. Þessi mynd er gerð I tilefni af 200 ára fæðingar-
afmæli Ftasmusar Kristjáns Rask á sl. ári.
Jóhannsdóttir og Soffía Jak-
obsdóttir.
21.50 Derrick.
22.50 Ferðin heim.
(The Trip to Bountiful.)
Bandarísk bíómynd frá 1985.
Aðalhlutverk: Geraldine Pa'ge
og John Heard.
Ekkju nokkurri leiðist að búa hjá
syni sínum og tengdadóttur og
leggur því í ferðalag á æskuslóð-
ir sínar.
Geraldine Page fékk Óskarsverð-
laun fyrir leik sinn i þessan
mynd.
00.35 Útvarpsfréttir i dagskrár-
lok.
LAUGARDAGUR
18. júni
13.00 Evrópukeppni landsliða i
knattspyrnu.
England - Sovétríkin.
Bein útsending frá Frankfurt.
15.20 Hlé.
17.00 íþróttir.
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 Litlu prúðuleikararnir.
(Muppet Babies).
19.25 Barnabrek.
Umsjón Ásdis Eva Hannesdóttir.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.40 Fyrirmyndarfaðir.
(The Cosby Show.)
21.10 Maður vikunnar.
21.25 Hvell-Geiri.
(Flash Gordon.)
Bandarisk bíómynd frá árinu
1980.
Aðalhlutverk: Sam J. Jones,
Melody Anderson, Max Von
Sydow, Timothy Dalton og
Topol.
Tónlist: Hljómsveitin Queen.
Ævintýramynd um Hvell-Geira
og félaga.
Þeir leggja leið sina til ókunnrar
plánetu sem Ming keisari stjórn-
ar með harðri hendi.
23.15 Svarta myllan.
(The Black WindmUl.)
Bresk mynd frá 1974.
Aðalhlutverk: Michael Caine.
Joseph O’Conor, Janet Suzman
og Donald Pleasence.
Breskur leyniþjónustumaður
reynir einn síns liðs að hafa upp
á ræningjum sonar sins.
00.45 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
Hollenska landsliðið I knattspyrnu keppir við Englendinga i dag kl. 15.00. Leikinn geta áhorfendur Sjónvarpsins séð í beinni
útsendingu frá Dússeldorf.
SUNNUDAGUR
19. júni
17.50 Sunnudagshugvekja.
Sr. Þórhallur Höskuldsson prest-
ur í Akureyrarsókn flytur.
18.00 Töfraglugginn.
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 Sjösveiflan.
Söngkonan Janis Ian.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá næstu viku.
20.45 Ugluspegill.
21.30 Brenndar brýr.
(Zerbrochene Brúcken.)
Aðalhlutverk Monika Woytowcz
og Rolf Becker.
Fyrri hluti.
Ný þýsk sjónvarpsmynd i tveim
hlutum, sjálfsævisaga Lily
Braun, sem varð í lok 19. aldar
frægur frumherji á tveim
sviðum: í baráttu kvenna fyrir
almennu jafnrétti kynjanna og
með öflugri þátttöku í stjóm-
málabaráttu þýskra sósíaldemó-
krata.
Síðari hluti myndarinnar verður
sýndur mánudagskvöldid 20.
júni.
23.10 Útvarpsfréttir i dagskrár-
lok.