Dagur - 15.06.1988, Page 13

Dagur - 15.06.1988, Page 13
Sækist eftir ætinjóla á hverju sumri: „Eins og hvert annað hollt grænmeti“ - segir Mývetningurinn Illugi Jónsson Hvannarótarbrennivín hafa margir heyrt nefnt en að æti- hvönn eða ætinjóli væri herra- mannsmatur grunar að líkind- um færri. Þessi jurt vex víða og er hana helst að finna á þeim stöðum þar sem skepnum er haldið frá. í Mývatnssveit er þennan njóla víða að finna og einmitt um þetta leyti sumars eru Mývetningar sem aldir eru upp við að borða þessa jurt, farnir á stúfana að leita æti- njólans. Illugi Jónsson á Bjargi í Mývatnssveit heimsótti ritstjórn Dags á dögunum og hafði með- ferðis tvo ætinjóla. Illugi vandist sem barn við að borða ætinjólann en segist gjarnan reka sig á að fólk viti ekki að hægt sé að borða þessa jurt. „Njólinn vex víða við ár hér á Norðurlandi þannig að fólk ætti að geta fundið hann a.m.k. þar sem skepnur hafa ekki étið hann upp,“ segir Illugi. Illugi segir að það sé njóla- stöngullinn sem sé ætur en þegar búið er að skera njólann þá er stöngullinn flysjaður rétt eins og banani. Blöð ætinjólans má líka nota í súpur og sósur til að gefa bragð. „Þetta er bara eins og hvert annað hollt grænmeti. Börn eru vitlaus í njólann ef þau hafa ung vanist á að borða hann en margir fullorðnir veigra sér við að borða hann,“ segir Illugi. Sauðfé sækir mikið í land þar sem njólinn vex og þar sem mikið er af njólanum hefur ekki verið þyngdarmunur á dilkum sem ganga undir á allt sumarið eða undanvillingum. Telja menn eng- an vafa á að þarna eigi þessi góm- sæta og holla jurt sinn þátt. JÓH Illugi Jónsson með ætinjólann. 15. júní 1988- DAGUR-13 /------------------------------\ Breyting á útgáfudögum Frá og með 20. júní verðursú breyt- ing á útgáfu Dags að mánudagsút- gáfa blaðsins verður felld niður en þess í stað hafin útgáfa blaðs á laug- ardögum. Par með verður útgáfu blaðsins hagað á svipaðan hátt og hjá flest- um Reyk/avfkurblaðanna. Fyrsta laugardagsblaðið kemur út 25. júní nk. Skilafrestur auglýsinga í laugar- dagsblaðið er sá sami og fyrir föstudagsblaðið, fyrir kl. 11 á fimmtudögum, og þriggja dálka auglýsingar eða stærri fyrir kl. 4 á miðvikudögum. Auglýsingadeild. Atvinnuastandið í mai: Mun fleiri konur en karlar án atvinnu I maímánuði voru skráðir tæp- lega 12 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu. Þetta svarar til þess að 544 hafí verið á atvinnuleysisskrá að meðal- tali í mánuðinum eða 0,4% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði. Þetta er 15% fækkun frá aprílmánuði en fækkunin var mest hjá körlum, 27%, en aðeins 7% hjá konum. Þessar upplýsingar koma fram í yfirliti frá Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Þar seg- ir einnig að 65% af skráðu atvinnuleysi í maímánuði hafi verið hjá konum og er skýring- una að finna í eftirfarandi klausu: „Þegar Iitið er til landsins í heild voru skráðir atvinnuleysis- dagar í nýliðnum mánuði 3 þús- und fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þessi aukning atvinnuleysis milli ára átti sér einkum stað í þremur landshlutum, þ.e. Norð- urlandi vestra, Vesturlandi og á Suðurlandi, en þessi svæði hafa öll orðið fyrir því að sauma- og/ eða prjónastofur hafa hætt starf- semi sinni á umræddu tímabili. Þetta skýrir óvenju hátt hlutfall kvenna í skráðu atvinnuleysi í maí.“ A Norðurlandi vestra voru skráðir 1.799 atvinnuleysisdagar í maí, 83 atvinnulausir, 25 karlar og 58 konur. Á Norðurlandi eystra voru atvinnuleysisdagarnir 1.947, 90 atvinnulausir, 40 karlar og 50 konur. Á landinu öllu var 191 karl á atvinnuleysisskrá en 353 konur. SS Pólsk grafík: Wojciech Pakowski í Glugganum Laugardaginn 18. júní kl. 16 verður opnuð sýning á grafík- myndum Wojciech Pakowski í Glugganum Glerárgötu 34. Wojciech Pakowski er pólskur svartlistamaður fæddur í Varsjá 1958 og stundaði þar nám við Listaháskóla borg- arinnar frá 1978 til 1983. Þótt ungur sé hefur Pakowski vakið mikla athygli, hann hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóð- legum grafíksýningum og nokkr- um sinnum unnið þar til verð- launa. Þetta er fyrsta sýning Pakowski á íslandi og verður áreiðanlega forvitnilegt að skoða sýninguna því pólsk svartlist er rómuð um allan heim. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 18. júní kl. 16 og stendur til sunnudagsins 26. júní. Glugg- inn er opinn daglega frá kl. 14 til 16, nema lokað er á mánudögum. Allt í útili eg un a \\| sí'''C~—-'-'"tf háSh’i \ v i JUÆbA \\ i '.IHHBri! {frcOBE \\lj ^ r^lJWiiIíraKBb y.i jyÆiÉ&ÉlMlMjb ytjESÉBk I «■1— /B ii T.d. Tjöld 2ja-5manná., Hústjöld. gic&jiSiAil\ \\ //} \i\\ *\’ y,<y/ Svefnpokar. Bakpokar, Kælitöskur. fKælitöskur 24ra-40 1. Útigrill. Nrillkol. • • lli EYFJORÐ g Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.