Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 30. desember 1988 Stórhuga Þingeyingar settu upp óperuna uni Amal og næturgestina. Það voru börn í Hafralækjarskóla ásamt foreldrum og kennurum sem að óperu- flutningnum stóðu. brutu af því nokkrar greinar að næturþeli. Lögreglan náði þre- menningunum og las þeim pistil- inn. Þeim var síðan gert að greiða bætur vegna skemmd- anna. 20. „Bctri er mögur sátt en feitur dómur“ lét Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, hafa eftir sér vegna gagnrýni Sverris Her- mannssonar, fyrrum mennta- málaráðherra, og fleiri á með- ferð hans á máli Sturlu Krist- jánssonar. Svavar upplýsti að Sturla fengi greiddar 2,2 milljónir króna auk launa í tvö ár. Um heildarkostnað ríkisins vegna málsins vildi menntamálaráð- herra ekki tjá sig. 21. Haft er eftir Hauki Ármanns- syni, framkvæmdastjóra Skó- verksmiðjunnar Striksins á Akur- eyri, að rekstur hennar gangi með miklum ágætum. Frá því að nýir eigendur tóku við rekstri verksmiðjunnar á árinu hafa ver- ið framleidd 11.()()() skópör. Þetta er mun mciri framleiðsla en búist hafði verið við. 23. Á fundi sjómanna Útgerðar- félags Akureyringa að kvöldi 21. desember kom fram mikil óánægja með launakjör. Kjörin var fimm manna nefnd til við- ræðna við forsvarsmenn ÚA í því skyni að knýja á unt Ieiðréttingu á launum. 28. Löggæslumönnum á Noröur- landi bar 'saman um að jólin hafi vcriö einkar friðsæl og áfallalaus. Það eina sem skyggði á hátíöina var umferðarslys skannnt fyrir norðan bæinn Hof í Arnarnes- hreppi. Máður á gönguskíðum, 33 ára að aldri, varð fyrir bíl og slasaðist alvarlega. Hann var fluttur á sjúkrahús á Akureyri og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. 29. Einungis einn bálköstur verð- ur í höfuðstaö Norðurlands á gamlárskvöld í ár. Slökkvilið og lögregla hafa vcitl leyfi til brennu í Síðuhverfi. Það er af sem áður var, því aö fyrir nokkrum árum var kveikt í allt að 10 brennum á Akureyri. óþh raSTUUR! FYRIR ÞIG bjórnum Lövenbrau hófst hjá Sana á Akureyri 7. desember. Skoskur bruggmeistari, Robert Thompson að nafni, geröi sér ferð til Akureyrar til þess að fylgjast með fyrstu skrefunt bruggunarinnar. Þessi tilrauna- bruggun er liður í undirbúningi Sanitas fyrir „bjórkomuna“ 1. mars nk. 9. Af frétt í Degi að dæma eru Þingeyingar, sem aldrei fyrr, stórhuga í rneira lagi. Þeir hafa nú æft upp heila óperu, Amal og næturgestina, og sýna í Hafra- lækjarskóla. Óperan tekur tæpa klukkustund í flutningi og að henni standa ríflega 60 manns. 13. Hofsóshreppur var sviptur fjárforræði 12. desember vegna gífurlegra fjárþrenginga. Jó- hanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra. skipaði sérstaka fjárhaldsstjórn til þriggja mánaða til þess að hafa yfirumsjón meö fjármálum hreppsins. „Þetta er mjög slæmt dæmj og aðgerðir ráðuneytisins voru algjört neyð- arúrræði," sagöi Jóhanna Sigurð- ardóttir um málið. 14. Þann dag er fjallað um dular- fullt mál í Degi. Haft er eftir heimildamanni að um 1800 tonn af loðnumeltu og beinum frá ÚA auk loðnu hafi verið keyrð í gegnum Krossanesverksmiðjuna. Heimildamaðurinn benti á að ekki væri unnt aö framleiða mjöl í verksmiðjunni án þess að blanda beinum saman við. Geir Þ. Zoéga, framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar, vísaöi þessunt ásökunum á bug með stuttu svari: „Ekki svara vert." 15. Um 3400 Álafoss-teppi fóru frá Akureyri til bágstaddra á jarðskjálftasvæðunum í Armen- íu. Teppin fylltu 274 kassa sem flútningafyrirtækið Dreki hf. flutti endurgjaldslaust til Reykja-] víkur. 16. Randers-jólatréð, sem sett var upp á Ráðhústorgi var ekki látið óáreitt. Þrír pörupiltar, sem virðast hafa sérlega gaman af hvers kyns skemmdarverkum, í fréttum var þetta heíst... - fréttagetraun fyrir árið 1988 Sá orörómur komst á kreik í haust að sauðaþjófar héldu til á afréttum Mývetninga. Af hverju? (1) Hauskúpur af sauðfé fundust á afréttum Mývetninga og voru þær augljóslega með skotgötum. (X) Mývetningur nokkur, með óvenju góða sjón taldi sig hafa séð til feröa Eyvindar og Höllu. (2) Þeir Grænavatnsfeögar, Sigurður Þórisson og Hjörleifur sonur hans seldu veiðileyfi á af- réttarlönd sín og buðu mönnum að skjóta fé sem þá lysti. Láðst hafði að láta hreppstjóra vita af málinu og hann taldi því sauða- þjófa vcra á ferli. Á næstsíðasta degi ársins er tilvalið að rifja upp ýmsa þá atburði sem á daga okkar drifu á þvf ári sem senn líður í aldanna skaut. Hér á eftir leggjum við fyrir ykkur krossapróf um eitt og annað sem gerðist á árinu oggefum þrjá svarmöguleika, 1, X eða 2. Er þið hafið leyst úr spurningunum sendið okkur þá svörin og ef heppnin er með er aldrei að vita nema þið getið unnið ykkur inn 5000 króna vöruúttekt. Skilafrestur er til 10. janúar. „Þjóðin þolir ekki neinn leikara- skap núna,“ sagði Þorsteinn Pálsson þáverandi forsætisráð- lierra að afloknum þingflokks- fundi sjálfstæöismanna sem hald- inn var á Akureyri í ágúst. Tilefn- ið var: (1) Þingflokkurinn vildi sýna leikþáttinn „Já, forsætisráð- herra“ í fimmtugsafmæli Hall- dórs Blöndal sem haldið var að loknum þingflokksfundi. (X) Þingflokkurinn hafði sam- þykkt að reyna svokallaða milli- færsluleið í samráði við verkalýðs- forystuna í þeim elnahagsþreng- ingum sem við þjöðinni blöstu. (2) Sökum óvenju óhagstæðs efnahagsumhverfis samþykkti þingflokkurinn með öllunt atkvæðum gegn einu, að milli- færa 744 milljónir einhliða frá Bandalagi íslenskra leikfélaga til útflutningsatvinnuveganna. áberandi stærstum hlutverkum. Hvað gerðu svarfdælsku kusurn- ar fréttnæmt? (1) Ótrúleg vakning varð á meðal kúa í dalnum sem ákváðu að loknum fjölmennum mö, mö-fé- lagsfundi að segja endanlega skil- ið við Þórarinn Sveins. og félaga hjá Mjólkursamlagi KEA. (X) Breskir læknar fundu nýtt fruntefni í mjólk þeirra svarf- dælsku sem talið var að gæti haft afgerandi þýðingu í baráttunni við hettusótt (afradilis penecili- ano). (2) Kýr var urðuð, að því er mörgum fannst, hættulega nálægt vatnsbóli Dalvíkinga og önnur flúði örlög sín á eftirminnilegan hátt er leiða átti hana til slátrun- ar. „Ég sló engan,“ voru fleyg orð Péturs nokkurs Bjarnasonar í Shell-nesti við Hörgárbraut á Akureyri. Því tók maðurinn svo til orða? Mikill taugatitringur greip um sig meöal þjóðarinnar á útmánuðum vegna atburðar norður í Fljótum. Taugatitringi þessum olli: (1) Isbjörn sent gcrt hafði usla í Fljótunum, m.a. étið kynstrin öll af graut Fljótamanna. (X) ísbjarnarhúnn sem lagður var að velli, og voru ekki allir á eitt sáttir um drápið. (2) Þingmenn kjördæinisins slógu upp dansiballi í Haganesvík og hundsuðu Geirmund og félaga en fengu þess í stað rándýra skemmti- krafta að sunnan. Þessi bæjarfulltrúi á Akureyri hefur mikið verið í sviðsljósinu á árinu. Einkurn hefur afstaða hans til snjótroðaramálsins vakið verð- skuldaða athygli. Þarna er um að ræða svokallaðan flokkaflakkara og kemur hann við sögu í fjórum stjórnmálaflokkum. Hvaða fjórir bæjarfulltrúar hafa þarna sameinast í einum? Svarfaðardalur komst í heims- fréttirnar á árinu. Kýr voru þar í BH (1) Hann var ásakaður um að hafa slegið til verkfallsvarðar í verkfalli verslunarmanna sl. vor. (X) Pétur, sem er leikmaður KA í handknattleik, var ásakaður urn að hafa slegið dóntara í miklum hasarleik erkióvinanna Þórs og KA í Akureyrarmótinu. (2) Pétur reyndi af veikum mætti að hindra svanga kennara Mennta- skólans á Akureyri í því að hnuplá hamborgurum úr Shell- nestinu í verkfalli verslunar- manna sl. vor. Kennarar kærðu Pétur til lögreglunnar fyrir lík- amsárás. QIB1D Bjartsýn kona úr Suðurlands- kjördæmi gerði víðreist um land- íð um sauðburöinn og safnaði undirskriftum til stuðnings ákveðnu málefni. Undir hvað skrifaöi fólkið? (1) Að alþingismenn, oddvitar og hreppstjórar skyldu gangast und- ir nrunnlegt eyðnipróf og sýna með því landsmönnum gott for- dæmi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.