Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 6
Y - flUÐAQ - 88GI' ledmaesb .G£ 6 - DAGUR - 30. desember 1988 gjaldþrotum, má þar bæði nefna marga á landsbyggðinni, sem þessir aðilar skulduðu afurðir og ríkissjóð, sem tapar söluskatti. Það sem hefur glatt mig í lokin á þessu ári er að það virðist i vax- andi mæli sem Þingeyingar og Húsvíkingar sjái sér vinning í því að versla heima fyrir. Því fagna ég afskaplega vel.“ Jóna Steinbergsdóttir: Verkföllin efst í huga „Því er fljótsvarað. Verkfall verslunarmanna og kjarasamning- arnir eru mér efst í huga,“ sagði Jóna Steinbergsdóttir formaður Félags verslunar- og skrifstofu- fólks þegar við báðum hana að líta um öxl og rifja upp eftirminni- legustu atburði ársins sem er að líða. „Þetta voru erfiðir tímar því óneitanlega er mjög erfitt að standa í verkfalli. Ég vil fá að nota tækifærið og koma þakklæti til fólksins sem þá starfaði hér dag og nótt. “ Jóna sagði, að ef litið er á árið í heild hafi hinn almenni launa- maður verið settur í mjög erfiða aðstöðu með afnámi samnings- réttar og þar með skerðingu mannréttinda. Aðspurð um næsta ár sagði hún: „Mér líst illa á stöðuna. Ef atvinnuleysisvofan verður á ferðinni sé ég ekki að fólk treysti sér í erfiða kjarabar- áttu. Ég vona reyndar að við séum komin á botninn, við verð- um að vera bjartsýn." VG Arnar Björnsson íþrótta- fréttamaður RÚV: Vond tíðindi úr stjómkerfinu „Ólympíuleikarnir í Suður-Kór- eu koma fyrst upp í hugann,“ sagði Arnar þegar hann var innt- ur eftir minnisstæðustu atburðum ársins 1988, en hann var annar tveggja íþróttafréttamanna Ríkisútvarpsins í Seoul á haust- dögum. „Arið hefur verið heldur lélegt í íþróttum. Að mínu mati var árangur karlalandsliðanna í bæði handknattleik og knatt- spyrnu slakur á árinu. Eina glæt- an hjá handknattleiksmönnunum í landsleikjum gegn sterkari þjóðunum, voru leikirnir gegn Júgóslövum. Nú hafa þeir eitt tækifæri á að sýna sig, þ.e.a.s. B- keppnina í Frakklandi. Ef þeir klúðra því liggur ekkert annað fyrir en að leika við þjóðir á borð við Bandaríkjamenn. Með öðr- um orðum; þá fá íslendingar ekki Iengur tækifæri til þess að keppa við sterkar þjóðir.“ Pólitíkin sagði Arnar að kæmi vitaskuld upp í hugann. Atburða-- rásin á þeim vettvangi á árinu hafi að sumu leyti verið óvænt, að sumu leyti ekki. „Það sem er að gerast nú með Borgaraflokk- inn kemur ekki á óvart. Ég minni á í því sambandi hræringarnar forðum sem leiddu til stofnunar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og síðar Bandalags jafn- aðarmanna." Þá sagði Arnar að minnisstæð frá árinu 1988 væru vond tíðindi úr stjórnkerfinu. Hann sagðist vísa þarna til t.d. áfengiskaupa- málsins og Ávöxtunarmálsins svokallaða. „Svona mál hafa alltaf verið í gangi en þau hafa í ríkara mæli komið upp á yfir- borðið og má þakka það ötulli og harðskeyttri fréttamennsku." óþh Bjarni Guðleifsson ráðunautur: Dagur sem ég gleymi aldrei „Það kemur einn minnisstæður dagur frá liðnu sumri upp í hugann,“ sagði Bjarni Guðleifs- son, ráðunautur Ræktunarfélags Norðurlands. „Þá gékk ég við annan mann upp á hátind Trölla- skaga. Við fórum upp Héðins- skarð og upp á fjöllin fyrir botn- Akureyri: Mikil kirkjusókn umjólin - og mörg börn skírð um hátíðina Kirkjusókn var með mesta móti á Akureyri um jólin. Messað var á hefðbundum tím- um í kirkjunum og sjúkra- og dvalarstofnunum bæjarins. Voru að venju svo margir við aftansöng á aðfangadag í Akureyrarkirkju og Glerár- kirkju að einhverjir urðu jafn- vel frá að hverfa, að sögn. Að auki var miðnæturmessa í Akureyrarkirkju á aðfangadags- kvöld. Það var í fyrsta sinn sem slík athöfn fór þar frarn og var hún fjölsótt eins og aðrar hátíð- arguðsþjónustur um jólin. Lýstu margir ánægju með þessa tilhög- un. Virðist þessi messutími henta þeim vel sem ekki eiga heiman- gengt á venjulegum aftansöngs- tíma klukkan sex. Sóknarprestarnir á Akureyri, sr. Birgir Snæbjörnsson og sr. Þórhallur Höskuldsson, hafa átt annríkt undanfarið. Sr. Birgir sagði að mikið hefði verið um skírnarathafnir í kirkjunni yfir hátíðina en minna um hjóna- vígslur. „Giftingum hefur fækkað en þó er þeim að fjölga aftur. Það er þróun í rétta átt,“ sagði hann. „Giftingar dreifast nú meira yfir árið en var hér áður,“ sagði sr. Þórhallur, og benti á að giftingar um jól væru fátíðari en oft áður síðari árin. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, skipt- ir við Hörð Áskelsson, organista Hallgrímskirkju, um áramótin. Hörður mun því leika á orgelið og stjórna kirkjukór Akureyrar- kirkju við aftánsöng á gamlárs- dag klukkan 18.00 og við messu á nýársdag klukkan 14.00 EHB um Barkárdals og Myrkárdals. Af þverhníptum klettabeltum horfðum við yfir jöklana og Skagafjörð og Éyjafjörð. Útsýn- ið var alveg stórkostlegt! Þetta er dagur sem ég gleymi aldrei." Bjarni sagði að myndun ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar hafi komið sér á óvart. „Miðað við mínar pólilísku skoðanir fannst mér niðurstaða hennar vera jákvæðari en ég bjóst við. Já, ég er tiltölulega sáttur við hvernig mál hafa þróast á hinum pólitíska vettvangi.“ Bjarni sagði ýmis teikn hafa verið á lofti á árinu um að land- búnaður, sjávarútvegur og jafn- vel þjónustan stefni í fjöldagjald- þrot. „Þó svo að pólitíkin hafi verið jákvæðari en ég átti von á á árinu, hefur efnahagsleg þróun verið undarleg og neikvæð. Landbúnaðurinn er á undan- haldi, sjávarútvegurinn stendur höllum fæti og þjónustan og verslunin er víða að bresta, bæði til sveita og á höfuðborgarsvæð- inu. Þessi þróun er að mínu viti það neikvæðasta í þjóðfélaginu í dag.“ óþh Þóra Hjaltadóttir: Forstjóraráðning, Akureyrarsanmingar og varaforsetakosning - á meðal minnis- stæðra atburða „Þetta ár hefur verið mjög sérstakt,“ sagði Þóra Hjalta- dóttir formaður Alþýðusam- bands Norðurlands. A meðal minnisstæðustu atburðanna sagði hún vera gerð Akureyr- arsamninganna, ferðina á Nor- disk Forum, ráðningu nýs for- stjóra ÚA og þrýsting er hún var beitt að bjóða sig fram til varaforseta ASÍ. „Akureyrarsamningarnir tóku mikinn tíma, þó svo sjálf hrinan hafi ekki tekið nema viku. Þessi tími var erfiður og ákaflega krefj- andi, en með því að allir lögðust á eitt gekk þetta upp.“ Þóra hélt ásamt um 800 íslenskum konum á ráðstefnuna Nordisk Forum sem haldin var í Óslo síðasta sumar. „Þetta var ákaflega skemmtilegur tími og gaman að taka þátt í þessari ráð- stefnu. Það verður erfitt að endurtaka ráðstefnu með sama glæsibrag og einkenndi þessa.“ Ráðningu nýs forstjóra til Útgerðarfélags Akureyringa á liðnu sumri sagði hún einnig á meðal minnisstæðra atburða ársins, en Þóra situr í stjórn ÚA. „Það fór mikill tími í að ráða nýj- an forstjóra og að mínu mati var óþarflega mikill gassagangur í kringum þetta. Vissulega hefði ég viljað að þetta hefði farið á annan veg, en sætti mig við það sem orðið er.“ Að lokum nefndi Þóra þrýsting félaga sinna um að bjóða sig fram til embættis varaforseta ASÍ. „Það var strax farið að ræða þetta við mig í sumar, en er líða tók á haustið varð alvaran meiri. Mig langaði í rauninni aldrei til að gegna þessu starfi og taldi marga aðra hæfari til þess. En það er mjög erfitt þegar sótt er svona á mann að verða að afþakka gott boð. Því ollu margir samverkandi þættir.“ mþþ Sigurjóii Iielgason formaður Lionsklúbbs Hríseyjar afhendir Haraldi Oskarssyni skólastjóra ávísun að upplueð 50.(1110 krónur til tölvukaupanna. Mynd: Hjörtur Gíslason Grannskólinn Hrísey eignast tölvu I mmnel.'ivlinn ■ II ...... A I ........ C 1. - •• i Grttnnskólinn í Hrísey eignað- ist nýlega tölvu sem nota á við kennslu og er hún sú fyrsta sem í skólann kemur. Tölvan er af gerðinni BBC-Mater Compact og voru kaupin fjár- mögnuð með gjöf frá Lions- klúbbi Hríseyjar og Foreldra- og kennarafélagi Grunnskól- ans í Hrísey. Alls eru 36 nemendur við skól- ann í 0.-8. bekk. Að sögn Harald- ar Óskarssonar skólastjóra er nú kornið tilvalið tækifæri fyrir nemendur skólans að kynna sér starfsemi tölva, því þegar börnin fara í 9. bekk á Dalvík eða að Laugum fara þau í tölvutíma og upplagt að hafa kynnst þeim aðeins áður. „Þetta er hluti af þróuninni í þjöðfélaginu," sagði Haraldur. „Það þarf að kynna þetta fyrir börnunum og það er nauðsynlegt að þau fái að skoða fyrirbærið." Sem stendur er ekki kennari til staðar við skólann sem getur tek- ið að sér kennslu á tölvuna, en stefnt er að því að ráða kennara við skólann í haust sem m.a. gæti tekið þennan þátt að sér. „Ef það gengur ekki, fer ég bara sjálfur á námskeið og tek þetta að mér," sagði hann. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.