Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 30. desember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Um áramót Nú er liðið að lokum ársins 1988. Við áramót staldra menn gjarnan við og horfa til tveggja átta; um öxl og fram á við. Það er góður siður að reyna á slíkum tímamótum að meta hið liðna, læra af reynslunni og átta sig á hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér. Liðið ár hefur verið viðburðaríkt en vart er hægt að segja með sanni að það hafi verið þjóðinni gjöfult. Ekki svo að skilja að sjávarafli hafi verið lélegur, þvert á móti var hann betri en búast mátti við. Hins vegar lækkaði fiskverð á erlendum mörkuðum veru- lega á árinu og var lægra en um langt árabil. Afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi varð því mun lakari en undanfarin ár. í annan stað lék fastgengisstefn- an og óheyrilegur fjármagnskostnaður útflutnings- atvinnuvegina afar grátt með þeim afleiðingum að rekstrarstöðvun blasir nú við fjölmörgum fyrirtækj- um. Stórfelld eignatilfærsla átti sér stað frá atvinnu- vegunum yfir til fjármagnseigenda og er talið að margir milljarðar króna hafi skipt um eigendur með þessum hætti á liðnu ári. Eigið fé fiskvinnslufyrir- tækja hvarf eins og dögg fyrir sólu og mýmörg dæmi eru um áður blómleg fyrirtæki sem nú ramba á barmi gjaldþrots. Segja má að greinileg þáttaskil hafi orðið í atvinnu- og efnahagslífinu á árinu. Löngu þenslu- tímabili lauk mjög skyndilega á vordögum þessa árs og samdráttarskeið hófst, samdráttarskeið sem ekki sér fyrir endann á enn. Viðbrigðin voru mikil og flestir illa í stakk búnir til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Mikill fjöldi gjaldþrotamála á liðnu ári er til sannindamerkis um það. Ef til vill mun sú spá rætast að ársins verði fyrst og fremst minnst, þegar frá líður, sem árs hinna mörgu gjaldþrota. Hvað efnahags- og atvinnumál varðar hefur árið 1988 því síst verið þjóðinni gæfuríkt. En árið átti sér sínar björtu hliðar einnig. Öllu frið- vænlegra var á alþjóðavettvangi en oft áður og sam- búð risaveldanna batnaði nokkuð. Þá hefur íslensku þjóðinni tekist að festa sig enn frekar í sessi í sam- félagi þjóðanna. Innanlands átti sú ánægjulega þróun sér stað að barnsfæðingum fjölgaði mjög og er það vel að barnsfæðingar virðast komnar í tísku á nýjan leik, eftir langt samdráttarskeið. Þótt margvíslegir erfiðleikar blasi við, er engin ástæða til að örvænta. Með sameiginlegu átaki get- ur þjóðin hæglega sigrast á erfiðleikunum nú eins og svo oft áður. Við höfum því fyllstu ástæðu til að vera bjartsýn þrátt fýrir óvissuna sem framundan er. Höfum hugfast að með nýju ári koma nýjar vonir og ný tækifæri til að skapa betra þjóðfélag og feg- urra og betra mannlíf. Þrátt fyrir allt erum við ein- hver auðugasta þjóð veraldar. Því skulum við aldrei gleyma. Dagur þakkar lesendum sínum og öðrum lands- mönnum samfylgdina á árinu 1988 og óskar þeim gæfu og gengis, farsældar og friðar á komandi ári. BB. Minnisverðir atburðir á árinu 1988 - nokkrir valinkunnir einstaklingar líta um öxl Hjördís Árnadóttir: Minnisstæðast að verða annna „Þegar ég lít yfir atburði þessa árs sem nú er að líða, held ég að mér sé minnisstæðast þegar dóttir mín hringdi frá Danmörku aðfaranótt 16. apríl og tilkynnti mér að ég væri orðin amma. I starfi mínu sem forseti bæjar- stjórnar hafa engir stóratburðir gerst en ég minnist þess þegar.á annað hundrað konur frá Norðurlöndunum komu í heim- sókn ti! Húsavíkur. Það var ánægjulegt að taka á móti þeim. Árið 1988 hefur einkennst af samdrætti og slæmri stöðu atvinnuveganna um allt land. Við Húsvíkingar höfum ekki sloppið við það ástand frekar en aðrir. En ég tel að við verðum að líta björtum augum til framtíðarinn- ar og snúa þessari þróun við með samstilltu átaki: Að gera góðan bæ ennþá betri.“ Valgerður Bjarnadóttir: Ferð til Leningrad ogNordiskForum „Það er auðvitað ótal margt, en það sem á eftir að verða mér minnisstæðast þegar fram líða stundir er ferð mín til Len- ingrad í apríl. Það var stór- kostleg ferð og henni gleymi ég seint,“ sagði Valgerður Bjarna- dóttir, starfsmaður Brjótum múrana á Akureyri. „Undirbúningurinn og þátttak- an í Nordísk Forum er einnig mjög minnisstæð og stemmningin sem var þar. Sjálf var ég með fimm ára dóttur mína með mér og það gerði upplifunina dálítið öðruvísi og kannski ennþá magn- aðri,“ sagði Valgerður. Hún nefndi einnig stjórnar- skiptin sl. haust, sem hún fylgdist með af athygli, enda skipta atburðir af þessu tagi þjóðina ávallt miklu máli. „Ég mun líka muna eftir þessu ári sem árinu er ég tók við for- mennsku hjá Leikfélagi Akureyr- ar, en sá atburður skiptir auðvit- að miklu máli í mínu lífi. Þetta er spennandi verkefni. Ég spurði dóttur mína hvað henni þætti eftirminnilegast á árinu og þá sagði hún: Jólin. Ég get líka tekið undir það,“ sagði Valgerður að lokum. SS Sveinn Guðmundsson: Heimkomur Brettings og Lindu „Það sem fyrst kemur upp í hugann eru þeir miklu erfið- leikar sem atvinnurekstur á landsbyggðinni hefur átt við að etja á þessu ári,“ sagði Sveinn Guðmundsson sveitarstjóri á Vopnafirði er hann var beðinn að rifja upp minnisstæðustu atburði ársins. „Þessir erfiðleikar hafa ábyggi- lega ekki verið meiri í mjög íang- an tíma. Og enn er ekki séð fyrir endann á hvernig úr rætist.“ Stjórnarslit og myndun nýrrar ríkisstjórnar í framhaldi af þeim nefndi Sveinn einnig á meðal þeirra atburða sem upp úr stæðu er litið væri til baka. „Ég tel að stjórnarslitin séu til komin vegna þess að ekki náðist samkomulag innan stjórnarinnar um lausn á þeim vanda sem atvinnurekstur á Íandsbyggðinni á við að glíma.“ Af heimavelli nefndi Sveinn þá stóru stund er Brettingur, togari þeirra Vopnfirðinga kom til heimahafnar á miðju sumri eftir nær árslanga dvöl í Póllandi þar sem hann gekkst undir umfangs- miklar endurbætur. „Kosning Lindu Pétursdóttur sem fegurstu konu heims er að sjálfsögðu á. meðal minnisstæðra atburða ársins.“ Nýtt íþróttahús var tekið í notkun á staðnum í haust. „Þetta er fyrsta og eina íþróttahús stað-. arins og það var stórt átak fyrir svo fámennt byggðarlag að koma því upp.“ mþ Geirmundur Valtýsson hljómlistarmaður á Sauðárkróki: ,Árið var óvenju stutt og fljótt að líða“ „Minnisstæðustu atburðir líð- andi árs eru eflaust margir, en þeir gleymast bara svo fljótt í hamagangi lífsins. Mér dettur í hug náttúruham- farirnar sem gengu yfir nágranna okkar Ólafsfirðinga, nú seinni hluta sumars, og vekja mann til umhugsunar um að hamfarir af öllu tagi geta dunið yfir okkur fyrr en varir. í beinu framhaldi af þeim urðu pólitískar hamfarir þegar ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar sprakk í loft upp í beinni útsendingu, en við tók minn maður, Steingrímur Hermannsson, að vísu er þing- meirihlutinn lítill, en það stendur til bóta þegar Albert er farinn úr landi. Fatlaðir náðu frábærum árangri á Heimsleikunum í Seoul, og þá sérstaklega okkar keppandi, Lilja María Snorradóttir, sem náði sér bæði í gull og brons og eru henni hér færðar hamingju- óskir. Við landsbyggðarfólk eignuð- umst alheimsfegurðardrottn- ingu, hana Lindu á Vopnafirði, ekki var henni hampað mikið í fjölmiðlum eftir keppnina hér heima fyrr en hún var komin í 2,- 3. sæti hjá veðbönkum í Bret- landi. Til hamingju Linda!! Þegar jarðskjálftinn reið yfir Armeníu nú fyrir fáum vikum datt manni í hug jarðskjálftarnir sem urðu hér úti fyrir Skagafirði vorið 1963, þá nötraði hér allt og skalf. Styrkleikamunurinn var 2 stig, en það breytir því ekki að við búum á jarðskjálftasvæði. Tónlistarárið 1988 var mér sjálfum mjög minnisstætt. Ég sendi lag í Eurovision-keppnina og varð þar nr. 4 að venju. Við í hljómsveitinni ferðuðumst víða um land og fengum alls staðar góðar móttökur. Og nú fyrir stuttu varð ég í sex manna hópi sem valinn var í skoðanakönnun Hagvangs um hvaða höfundar skyldu sernja lög í Eurovision- keppnina. Vil ég þakka þeim öll- um sem kusu að tilnefna mig. Að lokum vil ég óska lesend- um Dags árs og friðar, með góðu þakklæti fyrir skemmtunina á árinu sem er að líða.“ -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.