Dagur - 30.12.1988, Page 8

Dagur - 30.12.1988, Page 8
I - - m Heimshlaupinu 88 í Nýju Jórvík í Bandaríkjunum. Það kemur einstaka sinnum fyrir að ánægjulegur gluggapóst- ur dettur inn um bréfalúguna. Það leit út fyrir að hlaupið hefði á snærið hjá Gísla Bergssyni á Akureyri í september. Þá fékk hann rafmagnsreikning frá Raf- veitu Akureyrar sem sýndi að hann ætti þar inni rúmlega eina milljón króna. Því miður fyrir Gísla kom þó á daginn að þessi innstæða var ekki til staðar. Rangur innsláttur á tölvu Raf- hf. á Dalvík. 23. A sama tíma og stjórnmála- foringjar reyndu allt hvað þeir gátu til þess að koma saman starfhæfri ríkisstjórn bárust dap- urlegar fréttir frá Ólafsfirði, upp- sagnir í báðum frystihúsum á staðnum. Lýst er þungum áhyggjum forsvarsmanna frysti- húsanna, verkalýðsfélagsins og bæjarfélagsins og fram kemur að rekstur fiskvinnslunnar hafi sjaldan eða aldrei verið erfiðari en einmitt á þessum tímapunkti. óþh Guðmundur Kristjánsson, verktaki, fór flatt á fyrsta vetrarsnjónum sem féll aðfaranótt 26. september. Tíu hjóla Scania-vörubifrcið Guðmundar rann til í liálku við bæinn Austurhlíð í Eyjafirði og lagðist á liliðina. Þrettán tonna hlass var á pnllinum og grind bílsins skemmdist verulcga. Ekki urðu nein slys á mönnum. Mynd: GB veitunnar haföi töfrað fram millj- ónina. 13. Og nú út í Grímsey. Þaðan bárust þær fréttir að jörð hafi skolfið ótæpilega en „menn tóku þessu með jafnaðargeði," svo vitnað sé til orða Þorláks Sigurðs- sonar, oddvita þeirra Grímsey- inga. Sterkasti skjálfti skjálfta- hrinunnar, sem stóð yfir í nokkra daga, mældist 5,2 stig á Richters- kvarða. Sá kippur kom að kvöldi mánudagsins 12. september. Vil- borg Sigurðardóttir á skjálfta- vaktinni í Grímsey tjáði blaða- manni Dags að hún myndi ekki aörar eins jarðhræringar. Þá sagði Vilborg að fólk hafi orðið órólegt og safnast saman víða um eyna til skrafs og ráðagerða. 14. Páll Einarsson, jarðeðlis- fræðingur segir í samtali við Dag að upptök skjálftanna hal'i verið 15 km frá eynni. Hann ásamt fleiri vísindamönnum flaug norð- ur í Grímsey um miðnætti mánu- daginn 12. september. Haldinn var fundur með eyjarskeggjum þar sem jarðvísindamenn útskýrðu hvað væri að gerast í „undirdjúpunum". 15. Á baksíðu Dags er frétt þess efnis að „Búsetaæði hafi gripið um sig á húsnæðismarkaðinum." Þar er vísað til þess að á örfáum vikum hafi um 500 manns gengið í húsnæðissamvinnufélagið Bú- seta. 17. í öllu volæði haustmánuða er gleðifrétt þann 17. september. Þá er sagt frá því að svo mikil sala hafi verið í fiskifóðri frá ístess hf. á Akureyri að vinna hafi þurft allan sólarhringinn. Pétur Bjarnason, markaðsstjóri ístess, segir að fyrirtækið hefði getað selt mun meira en það hafi náð að framleiða. 21. Umdeilt mál í bæjarpólitík- inni var til lykta leitt þann 20. september. Þá var Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvar- innar og forseti bæjarstjórnar, ráðinn annar tveggja frani- kvæmdastjóra ÚA frá og með áramótum. Hann tekur við starf- inu af Gísla Konráðssyni. Miklar umræður spunnust um þessa ráðningu, ekki síst eftir að Gísli gat' út þá yfirlýsingu að hann vildi ekki sjá eftirmann sinn af hægri væng stjórnmálanna. Undir það síðasta var valið milli Gunnars Ragnars og Péturs Reimarsson- ar, framkvæmdastjóra Sæplasts OKtóber 1. október uröu eigendaskipti á því fengsæla skipi Súlunni EA- 300. Samningar voru undirritaðir um kaup hlutafélagsins Súlunnar hf. á skipinu af Leó Sigurðssyni. Að Súlunni hf. standa Sverrir, sonur fyrri eiganda skipsins, Bjarni Bjarnason, skipstjóri Súl- unnar og Finnur Kjartansson, yfirvélstjóri þess. 6. Sextíu tonna bátur frá Dalvík, Sæljón EA-55, sökk 5. október 25 mílur norður af Siglunesi. Þrír menn voru um borð og björguð- ust þeir allir yfir í Bjarma EA-13. Lcki kom að Sæljóninu um kl. 13.30 og réðu skipverjar ekki neitt við neitt. Báturinn hvarf síöan í djúpið um kl. 17. 7. Pálmi Guðmundsson, útvarps- Þorsteinn Pálsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í september: Sleingrímur tók við Stjómarráðslyklinum Ársins 1988 verður líklega minnst sem árs þenslu í efna- hagslífi og umróta í pólitíkinni. Ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks geispaði golunni eftir langar, og að því er mörgum fannst, hatrammar dauðateygj- ur. Ekki eru allir á eitt sáttir um af hverju fjaraði smám saman undan ríkisstjórninni. Albert sagði að ríkisstjórn Þorsteins hafi allan sinn starfsferil verið í stjórnarmyndunarviðræðum. Halldór Blöndal sagði að mein stjórnarinnar hafi frá upphafi verið stjórnarandstaða Stein- gríms Hermannssonar. En Jón Baldvin lét þau orð falla að ríkisstjórnin hafi fallið vegna haldleysis orða sjálfstæðis- manna. Skotin gengu á víxl og menn kenndu hvor öðrum um eins og pólitíkusa er siður. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt laugardaginn 17. septcm- ber. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir fól Steingrími Hermannssyni, formanni Fram- sóknarflokksins umboð til myndunar meirihlutastjórnar mánudaginn 19. september. I hönd fóru langir og strangir fundir, formlegir sem óformleg- ir, um stöðu mála. Um trma leit út fyrir að stjórnarmyndunin færi út um þúfur. Alþýðubanda- lagsmenn, a.m.k. nokkrir úr þeirra röðum, voru harðir á móti þátttöku Borgaraflokksins í stjórninni. Til þess kom þó aldrei þar sem Stefán Val- geirsson, þingmaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju, ákvað að ganga til liðs við ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar, með þátttöku Framsókn- ar, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Ríkisstjórnin tók formlega við stjórnartaumunum miðviku- daginn 28. september. Sérstaða hennar er lítill þingstyrkur. í neðri deild nýtur hún ekki meiri- hlutastuðnings en hún getur varist vantrausti í efri deild og sameinuðu þingi. ÓÞH Furöu glaðbeittur Þorsteinn afhendir Steingrími Iykla sem áður höfðu hangiö á lyklakippu hans. stjóri Hljóðbylgjunnar, segir í samtali við Dag að útvarpsstöðin ætli að færa út kvíarnar, nefni- lega að dæla poppi og tilheyrandi upplýsingum yfir höfuðborgar- búa. Leyfi útvarpsréttarnefndar fékkst og þann 1. desember hóf- ust útsendingar stöðvarinnar í Reykjavík. 11. Á forsíöunni er frétt þess efnis að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hafi fengið leyfi til kaupa á sneiðmyndatæki fyrir röntgendeild FSA. I fréttinni seg- ir að tæki þetta muni gerbreyta allri rannsóknaraðstöðu á nýju röntgendeildinni. Ellefti október 1988 verður skráður með stóru letri í sögu Ólafsfjarðar og ekki síður í sam- göngusögu íslendinga. Þá hófst formlega jarðgangagerð í Múlan- unt. Langþráður draumur Ólafs- firðinga var orðinn að veruleika. Það var Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, sem sprengdi fyrstu sprengihleðsluna. 14. Frá fiskeldisfyrirtækinu Steingrímur J. Sigfússon, jaröfræðingur og samgönguráðherra, varð þess heiðurs aðnjótandi að sprengja fyrstu hleösluna í Ólafsfjarðarmúla 11. október. Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri (hattmaðurinn til vinstri) og Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði (sá skeggjaði fjær) fylgjast með tilburðum ráðherra. Mynd: tlv Miklalaxi hf. í Fljótum bárust þau ánægjulega tíðindi að fyrir- tækið hafi náð mjög hagstæðum samningum um sölu 1,7 milljón laxahrogna til Chile. Heldur dap- urlegri tíðindi eru á baksíðu Dags laugardaginn 15. október. Þar er haft eftir Bjarna Þór Ein- arssyni, bæjarstjóra á Húsavík, að alvarlega horfi í atvinnumál- um Húsvíkinga. Rekstrarstaða fyrirtækja, einkum þeirra sem tengist landbúnaði og sjávarút- vegi sé mjög alvarleg. 18. Óvenjulegt deilumál er til umfjöllunar á síðum Dags. Upp kom ósætti milli forsvarsmanna Borgarbíós og Hrafns Gunn- laugssonar, kvikmyndaleikstjóra, vegna fyrirhugaðra sýninga á „í skugga hrafnsins". Deilan stóð um þær krónur af hverjum seld- um aðgöngumiða sem bíóið átti að fá í sinn hlut. Ymis óvenjuleg orð féllu í þessari „rimmu“. Um framkvæmdastjóra Borgarbíós lét Hrafn þessi orð falla: „Út- kjálkahrokinn og drambið var slíkt að ég á engin orð . . . þetta var með eindæmum." 19. Á mynd á forsíðu Dags er broshýr stúlka frá Sauðárkróki, Lilja M. Snorradóttir. Hún hafði ríka ástæðu til því að daginn áður komst hún á verðlaunapall austur í Seoul á Ólympíuleikum fatlaðra fyrir þriðja sætið í 100 m bak- sundi. Húsvíkingurinn Jónas Óskarsson komst einnig á verð- launapall á Ólympíuleikunum 18. október, fyrir annað sætið í 100 m baksundi. Sama dag er frétt um að selst hafi upp í dagsferð til Glasgow á vegum Ferðaskrifstofu Akureyr- ar. Miðarnir, sem giltu í Glas- gow-ferð mánuði síðar eða 19. nóvember, seldust upp á tveimur dögum. 20. Síldarævintýri á Austfjörð- um. Allt vitlaust að gera í síldinni og rnikil ásókn fólks í að vinna við síldarsöltun. Haft er eftir Búa Þór Birgissyni hjá Hraðfrystihúsi ’Eskifjarðar að útlendingar sækist mikið eftir að komast í síldina.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.