Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. desember 1988 Passið ykkur á myrkrinu! UMFERÐAR RÁD f-------------------------------\ Skrifstofutækni Eitthvað fyrir þig? Námskeið í skrifstofutækni hefst 9. janúar. Nánari upplýsingar veittar í síma 27899. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34. V________________________________/ Sauðárkrókur: Félagar úr Skátafélagi Eilífsbúa að undirbúa flugeldasöluna og pakka inn tjölskyldupökkunum vinsælu. Mynd: -bjb Vegna fréttar í Degi sl. miðviku- dag af umferðarslysi sunnan til í Hofteigshæð, skammt norðan við bæinn Hof í Arnarneshreppi, er rétt að taka fram að bíllinn sem kom úr suðri nam ekki staðar úti í hægri vegarkanti. Pá er ástæða til að geta þess að gönguskíða- mennirnir komu ekki að kyrr- stæðum bílnum, eins og skilja mátti af fréttinni, heldur stöðv- uðu þeir hann. Iláltu tonni af púðrí skotið upp u m áramótin Á Sauðárkróki eru það skátar og björgunarsveitin sem selja flugelda að venju og að þessu sinni fer salan fram í nýbygg- ingu sýsluskrifstofunnar og lögreglustöðvarinnar við Suðurgötu 1. Þar var byrjað að selja sl. miðvikudag og að sjálfsögðu voru guttarnir mættir fyrstir manna. Búast má við að Sauðkrækingar og nærsveitamenn skjóti rúmlega hálfu tonni af púðri upp í loftið er þeir fagna nýju ári og kveðja það gamla. Flugeldasala Björgunarsveitar Skagafjarðar og Skátafélagsins Eilífsbúa er ein aðal tekjulind þeirra og hingað til hafa engir aðrir aðilar ruðst inn á þann markað. Flugeldasalan við Suðurgötu 1 verður opin í kvöld til kl. 22.00 og á morgun, gaml- ársdag, frá kl. 9-14. Það má geta þess til gamans að flugeldar voru seldir tvö ár í röð í skúr á óbyggðri lóðinni við Suðurgötu 1, þar sem þeir eru nú seldir í nýbyggðu húsinu, svo að segja á sama stað. -bjb Golfklúbbur Akureyrar: Áramótafagn- aður að Jaðri Félagar í Golfklúbbi Akureyrar láta ekki deigan síga þótt nú sé miður vetur og ætla þeir að fagna saman komu nýs árs. Á gamlárskvöld verður fagn- aður að Jaðri með tilheyrandi húllum-hæi og hefst hann um miðnætti. Hljómsveit Finns Eydal mun skemmta gestum fram eftir nóttu og eru allir velkomnir. VG Leiðrétting ■ : - FÉLACAR í HJÁLPARSVEIT SKÁTA ÓSKA Þökkum dyggart stuðning Stuðlum að slysalausum áramótum V7ð erum ykkur til aÖstoÖar — Ávallt viöbúin 183 tonn seld úr Mar- gréti EA í Þýskalandi Frystitogarinn Margrét EA 710, skip Samherja hf. á Akur- eyri, seldi 183 tonn í Bremer- haven á miðvikudag. Gott verð fékkst fyrir aflann sem var mestmegnis ísaður karfi. Eitt hundrað áttatíu og þrjú tonn voru seld úr Margréti EA í Bremerhaven og var heildarverð- mæti aflans 13,2 milljónir króna. Meðalverð fyrir aflann var kr. 72,33 sem þykir mjög gott verð. Uppistaðan í aflanum var karfi, eða 169 tonn, og fengust kr. 74,47 fyrir kílóið af honum. Fjög- ur tonn af þorski seldust fyrir kr. 84,35 kílóið. Þess skal getið að Margrét EA er fyrsti íslenski togarinn, búinn flakafrystibúnaði, til að selja ísaðan fisk erlendis. Drangey frá Sauðárkróki seldi einnig erlendis Jólakrossgáta - Leiðrétting Þeir sem ráðið hafa jólakrossgátu Dags, sem birtist í Jólablaði II þann 20. desember sl., hafa vænt- anlega veitt því athygli að einn tölusetta reitinn vantar inn í lausnina. Lausnin er fólgin í tölusettum reitum frá 1-76, en ef gátan er rétt ráðin mynda stafirnir í þess- um reitum vísu. Vegna mistaka gleymdist að merkja reit nr. 8 en 8. stafur í lausninni á að vera J. Krossgátuunnendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Jafnframt er rétt að minna á að lausnir þurfa að hafa borist blaðinu fyrir 16. janúar nk. fyrir jól en það skip er búið heil- frystibúnaði. EHB SkagaQörður - Húnaþing: Jólahald í ró og spekt Jólahald í Skagafjarðarsýslu og Húnaþingi fór fram i ró og spekt, ef marka má umsögn lögreglunnar. Að venju voru haldnir dansleikir víða um hér- uð og þurfti lögreglan lítil afskipti af þeim að hafa. Á Skagastrandarvegi var ekið á hross á Þorláksmessu og þurfti að aflífa hrossið þar á staðnum. Á nákvæmlega sama stað var aftur ekið á hross, þriðja í jólum, og að þessu sinni slapp hrossið án mikilla meiðsla. I báðum tilvikum skemmdust bifreiðirnar tölu- vert. Hrossin voru bæði úr sama hópi. Á annan í jólum voru dansleik- ir á Blönduósi, Árgarði og í Bifröst á Sauðárkróki og mörg önnur lokuð samkvæmi voru víða. Allt fór þetta friðsamlega fram og sömu sögu má segja um dansleiki í Víðihlíð og Ketilási Fljótum á þriðja í jólum. í gær- kvöld var heljarmikið barnaball á Húnavöllum og að sjálfsögðu verða víða dansleikir á nýársnótt. Þá verður dansleikur á nýársdag í Bifröst sem Kvenfélag Sauðár- króks heldur. -bjb/fh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.