Dagur - 30.12.1988, Side 20

Dagur - 30.12.1988, Side 20
MSUR Akureyri, föstudagur 30. desember 1988 Grímseyingar kvitta fyrir 1988: Brenna út gamla / • X j / • anð a Eiðatum 'Blys ☆ Rakettur ☆ Stjörnugos' Flugeldar ☆ Flugeldar Einnig úrval af fjölskyldupökkum Flugeldasala K.A. og Þórs er viö KA-heimilið og í Hamri, félagsheimili Þórs dagana 27.-30. desember kl. 13-22 og á gamiársdag frá kl. 9-16. Ef veðurfræðingar og -guðir leyfa hyggjast Grímseyingar brenna út árið 1988 á gamlárs- kvöld. Brennan verður að öll- Spáð slæmu veðriá gamlárskvöld Það kann að fara svo, að flugeldarnir sem keppst er við að selja á Akureyri komi ekki til með. að sjást ýkja vel, ef þeim á annað borð verður skotið upp. Sú er a.nt.k. spá veðurfræðinga á Veðurstofu íslands sem spá okkur Norðlendingum slæmu veðri á gamlárs- kvöld. í dag á veðrið að vera skikkanlegt þar til síödegis, en þá fer að livessa með snjó- komu. Á laugardag, gamlárs- dag, er reiknað með slyddu eða snjókomu, þungbúnu veðri og hvassviðri á bilinu 6-8 vindstig. Síðla nætur er vonast til að vcðrið lægi og á nýársdag léttir til og hægir vind. íbúar á Norövesturlandi fá heldur verra veöur en þeir sem austar búa og segja má að Akureyri sé á mörkum góðs og ills, eins og veðurfræðingur orðaði það. Þegar austar kem- ur skánar veörið og reiknað er nteð að það verði ágætt á Aust- urlandi. Sem sagt, leiðinda- veður á gantlárskvöld og best að klæða börnin scm ætla á brennurnar vel. VG Varasamt áramótatríó: Vín, háJka og flugeldar Hina fyrstu hálkudaga vetrarins hefur fólk farið varlega og lítið hefur verið um beinbrot í kjölfar þess að mönnum hail skrikað fót- ur í hálkunni. „Það er eins og menn fari varlegar yfir fyrstu hálkudagana, en er hálkan hefur varað lengur fyllast menn sjálfstrausti og þá eru meiri líkur á bein- brotum,“ sagði Júlíus Gestsson læknir á slysadeild FSA. Júlíus sagði óvenju rólegt hafa verið á slysadeildinni yfir hátíðina og þó svo hálkan hafi það í för með sér að crfiðara cr að komast leiðar sinnar hef- ur fólk farið varlega yfir svell- in og sloppið aö mestu við beinbrot. Um áramót þurfa ævinlega einhverjir að heimsækja slysa- deildir sjúkrahúsanna og sagði Júlíus brunaslysin algengust. „Menn þurfa fyrst og fremst að passa sig á brennivíninu, hálkunni og flugeldunum um áramótin,“ sagði hann. „Þegar þetta þrennt fer saman í mikl- um mæli getur verið hættulegt að lifa.“ mþþ um líkindum á svokölluðu Eiða- túni. Svo er aldrei að vita nema að dans verði stiginn í félagsheimilinu á eftir. Að sögn Vilborgar Sigurðar- dóttur, stöðvarstjóra Pósts og síma í Grímsey, hafa eyjar- skeggjar haft það náðugt um jólin, borðað ljúffengar steikur, lesið bækur og notið friðsemdar jólanna. Pann 27. desember var jólamessa í Miðgarðakirkju. Prestur var séra Pálmi Matthías- son. Síðdegis var efnt til barna- dansleiks í félagsheimilinu. Aðspurð um hvaða mat eigi að bera fram annað kvöld, gamlárs- kvöld, sagði Vilborg að það verði einhver steik, ekki sé búið að ákveða endanlega af hvaða skepnu hún veröi. „Pað verður a.m.k. ekki rjúpa á borðum. Hún er allt of fallegur fugl til að hafa hana í matinn,“ bætti Vilborg við. óþh Eitt af cftirniinnilegustu hitumáluiu í bæjarpólitíkinni á Akureyri á árinu 1988 voru kaup bæjarins á nýjum snjó- truðara fyrir skíðasvæAiA í HlíAarfjalli. Eftir nokkuA hvöss orAaskipti ónefndra bæjarfulltrúa var tekin sú ákvörAun aA fcsta kaup á snjótroAara af gerAinni Kassbohrcr. Gripurinn er nú koniinn til Akureyrar og bíAur þess aA skíAa- svæAiA vcrAi opnaA. AA sögn ValgarAs Baldvinssonar, bæjarritara, hefur þcgar veriA greiddur allur erlendur kostn- aAur vegna kaupanna en hins vegar á eftir aö ganga frá tollauppgjöri. Valgaröur segir þaA veröa gert um leiA og verkefni veröu fyrir troöarann ■ fjallinu. AAspurAur sagði Valgarður ekki Ijóst með endanlegan kostnað vegna kaupa á snjótroðaranum. óþh 17% gengisfellmgu strax! Áramótaskilaboö Víglundar Þorsteinssonar, formanns Félags íslenskra iönrekenda, til ríkisstjórnarinnar eru skýr. Hann segir að hún verði að grípa til róttækra aðgerða í upphafí næsta árs til þess að afstýra fjöldagjaldþroti iðn- fyrirtækja og annarra útflutn- ings- og samkeppnisfyrirtækja. Víglundur segir að fella verði gengi íslensku krónunnar um 17% til þess að koma fram- leiðslugreinunum á réttan kjöl. Víglundur Porsteinsson segir að ef augu stjórnmálamanna opnist ekki á allra næstu vikum fyrir þeirri röngu gengisskrán- ingu, sem hér hafi verið til langs tíma, blasi ekkert annað við hjá fyrirtækjum á árinu 1989 en stór- kostlegt hrun, uppsagnir og lok- amr. Formaður FÍI telur að í þessari stöðu sé í raun ekki nema um tvær leiðir að velja. Annars vegar Húsvískur heimilisiðnaður gerður upptækur af lögreglu - hald lagt á um 70 lítra af bruggi og landaflöskur Um 70 lítrar af bruggi, tvær flöskur af landa og eimingar- tæki voru gerð upptæk af lög- reglunni á Húsavík síðastliðið miðvikudagskvöld í húsi einu þar í bæ. Grunsemdir höfðu vaknað hjá lögreglu um ástundun þessa heimilisiðnað- ar þar sem ölvað fólk sást iðu- lega í námunda hússins og einnig hafði talsvert verið um útköll á staðinn. Lögreglan fann eimingartæki, tvær 100 lítra tunnur, hvar vökv- inn gerjast og annað það er til áfengisgerðar þarf í húsinu. Upp úr hverri tunnu fást um 15 flöskur af landa og hafði þegar verið lok- ið við að drekka afrakstur ann- arrar. í hinni voru um 70 lítrar af óeimuðu bruggi í gerjun. Auk þess fundust tvær flöskur af full- unnum vökva. Lögreglan lagði hald á þennan varning. „Það hefði náðst að eima þarna í sæmilegt fyllerí fyrir ára- mótin,“ sagði Daníel Guðjóns- son varðstjóri. Húsráðandi viðurkenndi að hafa léð húsrými fyrir framleiðsl- una, en sagði að kunningi sinn væri eigandi tækjanna. Munu þeir þó báðir hafa notið góðs af afurðunum. Engin játning hefur enn fengist um sölu heimiliðnaðarins á al- mennum markaði, en lögreglan hafði þó ákveðnar grunsemdir um að svo hafi verið innan þröngs hóps. IM/mþþ hina sérstöku íslensku aðferð, gengislækkun, sem miði að því að koma framleiðslugreinunum á fullt skrið auk þess „að dreifa kaupmáttarskerðingunni eins jafnt og hægt er yfir allt þjóð- félagið.“ Hins vegar þá leið ný- frjálshyggjunnar að halda geng- inu föstu og láta fyrirtækin fara á hausinn. „Leiðin út úr þessum ógöngum felst í því að lækka raungengi krónunnar. Það er unnt að gera það með tvennum hætti, að fella gengið eða lækka launin. Eg vil ekki tala neina tæpitungu um það að launalækk- un var rétta leiðin \ september- mánuði. Launalækkun er þó vart raunhæfur kostur í þessari stöðu vegna þess hve hún þyrfti að vera mikil. Héðan af geta menn því ekkert annað gert en að fella gengið. Hún er aðalmálið í stöð- unni, hliðarráðstafanir eru ekki höfuðatriðið,“ sagði Víglundur Þorsteinsson. oþh Sauðárkrókur: Það verður áramótabrenna - byrjað að safna í gær Það fór ekki svo að engin brenna yrði á Sauðárkróki um áramótin. Sagt var í blaðinu í fyrradag að miklar líkur væru á að engin áramótabrenna yrði en nú hafa nokkrir aðilar í bænum tekið sig saman og ætla að safna í brennu. Þeir gengu á fund bæjarráðs sl. þriðjudag og fengu samþykki fyrir því að halda brennu, ekki á Áshildar- holtshæð eins og búið var að veita leyfi fyrir, heldur verður hún staðsett á Nöfunum, fyrir ofan Heimavistina, norðan við Sauðárgilið. Þaðan á brennan að sjást víða um bæinn, auk þess sem hún verður nálægt flugeldasýningunni sem Sauðárkróksbær efnir til á gamlárskvöld. Þar munu björg- unarsveitarmenn skjóta upp alls kyns sprengjum og blysum. Forráðamenn brennunnar byrjuðu að safna í gær og í dag munu vörubílar aka um bæinn og taka við rusli. Fólk er beðið að taka til hendinni og tína allt það til sem það má missa. Að sögn forráðainanna brennunnar búast þeir ekki við að brennan verði stór að þessu sinni, en allt sé betra en ekkert. Það er því ljóst að Sauðárkróksbúar fá að berja áramótabrennu augum, en lengi leit út fyrir að svo yrði ekki. Það gátu forráðamenn brennunnar og fleiri ekki liðið og því var tekið af skarið á sfðustu stundu. Að lok- um skal þess getið að kveikt verður í brennunni á Nöfunum kl. 20.30 á gamlárskvöld. -bjb Næsta blað kemur út þriðjudaginn 3. janúar. Auglýsendur þurfa að skila inn handritum fyrir kl. 11.00 mánu- daginn 2. janúar nk.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.