Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 13
bílar 30, desember 1988 - p^GUR - 43 l Volkswagen Passat GL1.8 Þegar Volkswagen ákvað að smíða meðalstóran fjölskyldubíl fyrir u.þ.b. 15 árum, var sú ákvörðun tekin með mjög skömmum fyrirvara. Bíllinn sem nefndur var Passat var eiginlega Audi 80 með fimmtu hurðina á hallandi afturendanum (Hatch- back). Passatinn seldist í 4,2 millj. eintaka á þessum 15 árum og því rökrétt fyrir VW að halda áfram smíði bíls í þessum stærð- er hægt að fella niður aftursætis- bakið í tvennu lagi og stækka með því farangursrýmið. Stjórn- tækin falla vel að hendi og mælar eru skýrir aflestrar og vel stað- settir, að sjálfsögðu. Óvenju ntargar smáhirslur eru í Passatin- um fyrir utan „hanskahólfið" hefðbundna. Hirslur cru undir ntælaborðinu, milli framsætanna, í hurðunum og í hliðum farang- ursrýmisins. Allur frágangur er Mælar eru skýrir aflestrar og vel staðsettir. Vclin hefur þýðan og skemmtilegan gang á öllum snúningshröðum. arflokki. Nú þegar VW endur- . nýjar svo Passatinn er það í þetta sinn gert með venjulegri þýskri aðferð, nákvæmum undirbún- ingi, tilraunum og vandvirkni. Nýi Passatinn er nokkuð merkilegur bíll og kemur þar margt til. í fyrsta lagi er hann óvenjulega venjulegur útlits ef ég má komast svo að orði. Par á ég við það, að bíllinn veldur svo sem ekki hjartsláttartruflunum fyrir fegurð eða byltingarkennt útlit, en er þó auðþekkjanlegur. Eink- um eru það hlutföllin sem eru óvenjuleg. Farþega- og farang- ursrými eru stærri hluti af þessum bíl en nokkruni öðrum í flokki bíla af þessari stærð. VW hefur, gagnstætt dótturfyrirtækinu Audi, sett vélina þverstæða í Passatinn og þar með nýtist rým- ið betur. Fáir bílar, þó stærri séu, geta státað af betra rými en Pass- atinn. Gildir það sérstaklega um aftursætið en rýmið í framsætum er einnig afbragðsgott. Sætin sjálf eru vel löguð og bólstruð, e.t.v. nokkuð hörð við fyrstu kynni, en vafalaust þægileg á langferðum. Aftursætið í GL-gerðinni er still- anlegt, því má renna frafn eða aftur um 8 cm og þá breytist hall- inn á bakinu um leið. Jafnframt mjög góður og sama er að segja um klæðningu að innan, bæði efnisval og handbragð er fyrsta flokks. Passatinn er fáanlegur með 4 mismunandi vélarstærðum, 1,6 til 2,0 lítra, sem eru 75 til 136 hö. Vélin í bílnum sem ég ók var 1,8 1, búin beinni innspýtingu og skil- ar 112 hö. Þessi vél er sú sama og þekkt er í VW Golf GTi. Hún hefur mjög þýðan og skemmti- legan gang á hvaða snúnings- hraða sem er og dregur ágætlega frá ca. 2000 sn./mín. og bregst vel við bensíngjöfinni. Passatinn er á hinn bóginn hátt í 1300 kg með ökumanni og því skortir nokkuð á að hann geti fylgt bróður sínum, Golf GTi, í viðbragði þó „hjartað“ sé hið sama. Ekki verður hjá því konrist að hæla gírkassanum og hlutföllum í kassa og drifi ásamt sérlega lipri gírskiptingu. Nokkur vandkvæði eru á því að gera gírskiptingar- búnaðinn í bílum með framhjóla- drif sæmilega lipran, vegna þess að gírkassinn er oftast sambyggð- ur vélinni og drifinu og því þarf oftast millistangir til að tengja' kassann og gírstöngina. Nokkuð óvenjulegt er að sjá stálbarka Passatinn er nokkuö óvenjulegur útlits hvað hlutföll snertir. Umsjón: Úlfar Hauksson notaða til þess að tengja gírkassa og gírstöng í Passatinum, í stað stanga. Þetta er ágæt lausn og kemur í vcg fyrir það að gírstöng- in skakist fram og aftur þegar vél og gírkassi ganga til í mjúkum vélarfestingunum, einkum undir álagi. Þegar stangir eru notaðar getur stundum verið ómögulegt eða mjög stirt að skipta milli gíra á framdrifsbílum í kröppum beygjum eða í fullri vinnslu, því rígur getur myndast milli gír- kassa og gírstangar. Þetta vanda- mál ætti ekki að vera fyrir hendi í Passatinum. Fyrst í stað fannst mér Passat- inn óþarflega stífur, en eftir nokkra metra hvarf sú tilfinning. Ég hafði að vísu ekki tækifæri til að aka bílnum á reglulega vond- um vegi en ég er samt ekki í vafa um að fjöðrunin er mjög vel heppnuð. Hún er nægilega slag- löng og ræður vel við flestar ójöfnur, stórar og smáar. Helst er að skarpar brúnir á malbiki „slái“ í gegn (nokkuð algengur kvilli á bílum nútímans). Óvenju lítið veghljóö berst inn í bílinn. jafnvel á malarvegi, og þó var bíllinn á breiðum lágum hjól- börðum. Bíllinn hcfur örugga og skemmtilega aksturseiginleika. Fjöðrunin sér til þess að hann hallast lítið í beygjum og vcggrip- ið er mjög gott. Hann undirstýrir lítillega í beygjum, en er alltaf fullkomlega útreiknanlegur. Rás- festan er óaðfinnanleg eins og reyndar má búast við í bíl með svo mikið hjólahaf. Passatinn er afar lipur í akstri og, a.m.k. mcð vökvastýri, sem ég mæli eindreg- ið með og ekki skemmir gírskipt- ingin sem áöur er getiö. Brems- urnar í 112 ha. bílnum eru með diska við öll hjól og vinna vel, ástigið er þó e.t.v. lítillega í þyngri kantinum. Volkswagen Passat er sérlega rúmgóður og mjög þægilegur bíll af meðalstærð. Hann er nota- drjúgur vegna stækkanlegs far- angursrýmis og allt handbragð og frágangur lofar góðri endingu í hefðbundnum VW-stíl. Veröið, ca. 1080 þús. verður að teljast samkeppnisfært. Gerð: Volkswagen Passat GL I.Si. 5 manna, 4 dyra fólksbifreið, vél að framan, drif á framhjólum. Vél og undirvagn: 4 strokka, 4 gengis bensínvél, vatnskæld, 5 höfuðlegur, yfirliggjandi knastás, rafeindastýrð eldsneytisinnspýting; borvídd; 81,0 mm; slaglengd: 86,4 mm; slagrými: 1781 cc; þjöppun: 0,0:1: 112 hö. við 5400 sn./mín.; 154 Nm við 3800 sn./mín. Drif á framhjólum, 5 gíra gírkassi. Sjálfstæð fjöðrun að framan með McPherson gormlegg og þríhyrndum þverarmi að neðan, jafnvægis- stöng. Að al'tan, langsarmar (samtengdir), gormleggur og jafnvægisstöng. Diskahemlar á öllum hjólum (aflhemlar). Vökvastýri. Handhemill á afturhjólum. Eldsneytisgeymir 70 lítra. Hjólbarðar 105/60 R 14 H. Hámarkshraði 190 km/klst. 0-100 á ca. 11,5 sek. Lengd: 457,3 cm; breidd 170,4 cm; hæð: 142,8 cm; hjólahaf: 262,3 cm; sporvídd: 147,0/142,2 cm; eigin þyngd: 1120 kg. Verð: U.þ.b. 1080 þús. kr. Innflytjandi: Hekla hf., Reykjavík. Umboð: Höldur sf., Akureyri. VW Passat er rúmgóður og þægilegur bíll af meðalstærð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.