Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 11
«*> 30. desember 1988 - DAGUR - 11 30. ríftss'mbeí* 1008 Þessi aðsópsfnikli norðlenski þingmaður hefur að margra mati skar- að fram úr í sölum Alþingis á liðnuni vetri. Hann hefur gert víðreist um kjördæmi sitt í embættiserindum á einkar vel lökkuðum skóm. Prátt fyrir vasklega framgöngu þykir þingmáður þessi ekki við eina fjölina felldur. heldur þrjár. Hvert er þrístyrnið? (X) Að Samtök jafnréttis og fé- lagshyggju biðu fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í Fær- eyjum. (2) Askorun til húsfreyju í Vest- mannaeyjum um að bjóða sig fram til forsetakjörs á móti starf- andi forseta 2 Mývatnssveit varð, aldrei þessu vant, á vörum allra Islendinga og raunar miklu fleiri á liðnu sumri. Stórir hópar manna flykktust á vit mýsins til þess að verða vitni að heimssögulegum atburði. Á hverju áttu menn von? (1) Glímukeppni milli talsmanna áframhaldandi vinnslu kísilgúrs úr Mývatni og andstæðinga hennar. (X) Kröflugosi. (2) Sovéskum geimförum sem höfðu í hyggju að setja upp æt'- ingabúðir vegna fyrirhugaðrar ársdvalar í sovéska geimfarinu Sojus 750. 8 1 HBT\ 2 „Þjóðin er agndofa og ég er það líka,“ sagði Steingrímur nokkur Hermannsson í viðtali við Dag á haustdögum. Yfir hverju var Steingrímur agndofa? (1) Tómas Árnason seðlabanka- stjóri fékk 35 punda stórlax á Denna-flugu nr. 21 í Laxá í Kjós. Á einhvern óskiljanlegan hátt missti Tómas af þeim stóra. Steingrímur taldi þennan laxa- missi seðlabankastjóra táknræn- an fyrir þann glundroða sem ríkti í stjórn landsins. (X) Tillögum Þorsteins Pálsson- ar, forsætisráðherra, um sirkus- aðgerðir í efnahagsmálum, svo- kölluðum hókus-pókus aðgerð- (2) Opinskáum ástarbréfum Jóns Baldvins Hannibalssonar til dótt- ur heildsalans, og síðar eigin- konu sinnar, Bryndísar Schram. „Útkjálkahrokinn og dranibið var slíkt að ég á engin orð,“ sagði landskunnugt Ijóöskáld á haust- mánuðum. Hvað fékk skáldið til að segja slíkt? (1) Skáldið hallmælti bíóstjóra á Akureyri vegna sýningar á íslensk/sænskri kvikmynd, sem það leikstýrði, og þótti hann ósamvinnuþýður í meira lagi. (X) Hæstvirt útvarpsráð, með Ingu Jónu í broddi fylkingar, synjaði ljóðskáldinu í þrítugasta skipti um fimmtu endursýningu á „listaverki“ þess Blóðrauðu sól- arlagi." (2) Virt sænskt stórblað fór mis- fögrum orðum um klæðaburð og atgervi skáldsins við frumsýningu nýjasta afkvæmis þess í kvik- myndaheiminum á sl. hausti. 10 1 2 ■ Annar fulltrúa Alþýöu- bandalagsins í bæjarstjórn Ákur- eyrar beitti sér af alefli gegn kaupum bæjarins á afar sérkenni- legu apparati af gerðinni Kass- bohrer. Meirihluti bæjarstjórnar lagðist hins vegar á sveif með fyrirbærinu. Hvaða vélknúna tæki olli þessum „jarðskjálfta“ í bæjarstjórninni? (1) Sérhannað eimingartæki til að spara bænum ómæld útgjöld vegna áfengiskaupa. (X) Þar til gerð samlokugerðar- vél, sérsmíðuð fyrir dagvistar- heimili á afskekktum norðlægum slóðum. (2) Tryllitæki á beltum, sérstak- lega ætlað til þess að troða snjó. 11 1 ■ xh 2H Afar sérkennilegur félagsskapur, sem fékk nafnið Afglapar, var stofnaöur á Dalvík á liðnu sumri. Hver var tilgangur með stofnun hans? (1) Að sleppa laxi í Hrísatjörn og gefa hungruðum veiðiklóm tæki- færi á að spreyta sig við þann stóra. (X) Að tryggja hagsmuni hins almenna afglapa á Dalvík gegn beljumenguðu vatni úr Svarfað- ardal. (2) Að kalla saman öll saklaus fórnarlömb aprílgabba liðinna ára. 12 1 rai CM ■ „Við erum Ijós í myrkrinu,“ sögðu ungir bjartsýnismenn í byrjun desember. Hverjir voru þessir bjartsýnu menn? (1) Aðstandendur útvarpsstöðv- arinnar Ólundar á Akureyri. (X) Tárfellandi Vöpnfirðingar þegar ljóst var að þeirra fulltrúi hefði rótburstað andstæðinga sína í keppninni Miss World. (2) Leikmenn 1. deildar liðs Þórs í knattspyrnu eftir að gengið hafði verið frá ráðningu austur- blokkarþjálfara fyrir næstu spar- kvertíð. 13 1 N3 ■ Undarleg styrjöld, sem ekki sér fyrir endann á, braust út á Akur- eyri undir lok ársins. Um hvað snérist þessi styrjöld? (1) Þá samþykkti bæjarstjórn að heimila mönnum að synda, sýna sig og sjá aðra á Ádanvs- og Evuklæðum, í Sundlaug Akur- eyrar frá kl. 12-13 virka daga. (X) Sölu á flugeldum. (2) Sökum gífurlegra hreppa- flutninga á rjóma varð bærinn skyndilega rjómalaus. Kaloríu- snauðar sálir á Akureyri bitust hrottalega um þær fáu rjómafern- ur sem voru á boðstólum. 74 1 2 ■ Arftaki Vals Arnþórssonar í stól kaupfélagstjóra KEA var ráðinn í desember. Hver hlaut vegtyll- una? (1) Valgerður Skautan Snæfells, húðsnyrtir og framreiðslukona. (X) Magnús Gauti Gaufason, fyrrverandi markvörður. (2) Gunnar Ragnars, samflokks- maður Egils á Seljavöllum. 15 1 ■ X ■ 2 ■ Þistilfirðingurinn Steingrímur J. flaug í skyndi norður í land í sept- ember. Hann hafði ákveöið verk að vinna í kjördæmi sínu. Hvaö var það? (1) Að vera viðstaddur opnun hárgreiðslustofu sem sérhæfir sig í lubbalegunv burstaklippingum. (X) Að dæma í æsispennandi kappræðum klerksins Hannesar Arnar og „ýtustjórans'" um trúar- legt gildi þess að brosa undir stýri þegar ekin er Hrafnagilsbrautin. (2) Að hefja jarðgangasprenging- ar í Ólafsfjarðarmúla. 16 1H XH 2 í febrúar kom þjóðin sér sanian um að hatast við sígarettu- útblástur. Af hvaða tilefni? (1) Árni Johnsen, formaður tóbaksvarnanefndar, orti kjarn- yrtan, en jafnframt hnyttinn, bar- áttubrag gegn eiturnaglanum. Skáldskapur Árna olli hreinlega umbyltingu meðal þjóðarinnar í garð sígarettunnar. (X) Jóhann Hjartarson, skák- maður, tefldi í þoku í einvígi við keðjureykingamann í St. John. (2) Á bæ einum undir Eyjafjöll- um stráféll búsmali og álitu dýra- læknar að' stöðugur sígarettuút- blástur heimilisfólks hafi valdið dauða hans. Allar auglýsingar sem þarf að vinna sérstak- lega, þurfa ad berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Augiýsingadeild Dags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.