Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 3
30. desember 1988 - DAGUR - 3 Hvaö segja þingflokksformenn viö áramót? Danfríður Skarphéðinsdóttir: Stjórnin starfar ekki áfram án breytinga „Óvissan í efnahagsmálum og óvissan um hvort ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar kæmi bráðabirgðalögum í gegnum þingið hefur sett mestan svip á stjórnmálin í haust,“ segir Dan- fríður Skarphéðinsdóttir, for- maður þingflokks Kvennalistans. „Þessi stjórn lagði upp með þetta huldufólk sem enginn vissi nánari deili á og þegar nær dró afgreiðslu bráðabirgðalaganna hófst örvæntingarfull leit að stuðningi og birtist þá stuðningur í röðum borgaraflokksmanna. Þetta er stuðningur sem að mínu mati er aðeins hluti af pólitískri leikfléttu," segir Danfríður. Danfríður segir stefna í nýjar stjórnarmyndunarviðræður á komandi ári. „Þessi ríkisstjórn jafnréttis og félagshyggju hyggst skreyta sig fjöörum mannúðar og mildi. Mér virðist spurningin nú vera sú hvort sá stuðningur sem henni virðist standa til boða muni nægja og hvort þeir sem standa að stjórninni muni geta þegið stuðning nú sem þeir afþökkuðu í haust og á ég þar við Alþýðu- bandalagið. Mér finnst ljóst að stjórnin starfar ekki áfram án breytinga enda flytja. álfar og huldufólk um áramótin,“ segir Danfríður. Hún spáir átakamiðju stjórn- málanna á fyrrihluta næsta árs. Þá þurfi að koma fram áþreifan- legur árangur af efnahagsaðgerð- um áður en kjarasamningar hefjast. JOH Stefán Valgeirsson: „Vilendurskoðatekju- öflunarkerfl ríkísins Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka jafnréttis og félags- hyggju, segir að þegar staðan í stjórnmálum er metin sé vert að minnast hvernig ástandið var þegar „ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar hrökklaðist frá“. Menn deili um hvað valdi þeirri slæmu stöðu sem nú sé í efnahagsmálun- um. Mikill fjármagnskostnaður fyrirtækja segi hins vegar að vandinn hafi skapast vegna efna- hagsaðgerða ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar. „Það kann vel að vera að sum af þeim frumvörpum sem sam- þykkt voru fyrir jólin muni ekki reynast eins og ætlast var til. Reiknimeistararnir virðast því miður ekki alltaf koma með raunhæf dæmi og komi í ljós að við höfum misstigið okkur að ein- hverju leyti þá eigum við að vera menn til að breyta því og bæta fyrir það,“ segir Stefán. Hann segist vilja að farið verði ofan í tekjuöflunarkerfi ríkisins, losna við matarskattinn og að tekjuöflunarkerfi ríkisins miði við að jafna aðstöðuna í þjóð- félaginu. „Ef þessari ríkisstjórn tekst þetta ekki þá verður hún ekki langlíf en takist henni þetta þá vonast ég til að hún tóri. Veruleg skref til raunverulegs jafnréttis þýða að stjórninni er hætt, verði jaau ekki stigin er ann- að uppi á teningnum. Skrefin þarf að stíga áður en til verkfalla kemur og verði það gert verður meiri hófsemi á kröfugerðinni,“ segir Stefán. JÓH Óli Þ. Guðbjartsson: „Koma þarf í veg fyrir sundrungu á stjómmálasviðmu“ „Staðan í efnahags- og atvinnu- málum þjóðarinnar er með þeim hætti að nú reynir enn frekar á þrautseigju og þor en verið hefur í annan tíma, eða að minnsta kosti í langan aldur,“ segir Óli Þ. Guðbjartsson, formaður þing- flokks Borgaraflokksins við ára- mót. Um ástandið í efnahagsmálum segir Óli að margt bendi til auk- ins viðskiptahalla og áfram- haldandi offjárfestingar á höfuð- borgarsvæðinu þar sem yfirbygg- ing standi greinilega á brauðfót- um. Ennfremur nefnir hann minnkandi sjávarafla og að treg- lega gangi að stöðva sjálfvirka útþenslu ríkisbáknsins. Hann segir ljósu punktana þá að verð- lag ýmissa útflutningsvara sé hag- stætt um þessar mundir. Ekki megi heldur gleyma að afkasta- geta atvinnutækja þjóðarinnar sé mikil og að þjóðin búi yfir mikilli aðlögunarhæfni að breyttum aðstæðum. Óli segir fátt þjóðinni mikil- vægara nú en að komið veröi í veg fyrir sundrungu og óeiningu á stjórnmálasviðinu. „Hins vegar þarf 'að neyta allrar orku til að byggja brú sátta og samstarfs milli stríðandi afla í þjóðfélag- inu. Þetta sáttastarf þarf ekki síst að fara fram á Alþingi, á milli einstakra manna, flokka og fylk- inga. Þar við liggur stundleg vel- ferð þjóðarinnar um þessar mundir. Ef þessi brú verður ekki byggð þá fer illa,“ segir Óli. JÓH Margrét Frímannsdóttir: „Með vorinu sést hvemig til hefur tekist í samstarfunf „Staðan við þessi áramót er vissulega öðruvísi en ég hafði reiknað með fyrir ári. Hér sát stjórn sem hafði mikinn meiri- hluta á Alþingi og ég trúði því að hún kæmi til með að sitja út kjörtímabilið. Mér komu þessi stjórnarslit í haust á óvart og reyndar hef ég oft velt því fyrir mér hvort varð ofan á, málefna- ágreiningur eða valdatogstreita manna innan stjórnarinnar," seg- ir Margrét Frímannsdóttir, for- maður þingflokks Alþýöubanda- lagsins, er hún horfir um öxl á stjórnmálasviðinu. Margrét sagði það hafa verið stóra og erfiða ákvöröun hjá flokki hennar að ganga til sam- starfs í þessari ríkisstjórn þar sem mikið hafi þurft að gefa eftir af stefnumálum flokksins. „Hvernig til hefur tekist í stjórnarsamstarfinu hingað til má deila um. Hér er um bráða- birgðalausnir að ræða og mcnn hafa verið að vinna sér tíma til að finna varanlegar lausnir. Eg reikna með að með vorinu komi í ljós hvernig til hefur tekist og þá verður ljóst hvort þeir aðilar sem standa að stjórninni hafa varan- legar lausnir," segir Margrét. Hún segir að eflaust verði að eiga sér stað viðræður til að tryggja ríkisstjórninni meirihluta í neðri deild Alþingis. „Jafnvel má segja sem svo að til að tryggja meirihluta í deildinni verði að eiga sér stað einhver kaup.“ JÓH Páll Pétursson: Óttast stjórnarand- staðan stöðu embættis- mannakerfisíns „Við þessi áramót sjáum við fram á verulega efnahagserfiðleika á næsta ári. Maður vonar að ríkis- stjórninni takist að hrinda í fram- kvæmd þeim úrbótahugmyndum sem viö höfum verið með. Reyndar þarf að bæta viö vegna þess að vandinn hefur vaxið frá því stjórnin var mynduö," scgir Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins. Páll telur að stjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Hann segir Ijóst að innan stjórnarandstöðunnar sé að finna fólk sem vilji taka á málum málefnalega og af ábyrgð fremur en að láta það sitja fyrir að fella ríkisstjórnina eða gera henni erfitt fyrir. „Ég kvtði ekki baráttunni við harða stjórnarandstöðu á þingi. Ég er miklu hræddari viö stjórn- arandstöðuna í embættismanna- kerfinu þar sem menn draga lappirnar og framkvæma ekki þau fyrirmæli sem stjórnin hefur gefið. Mcð þæfingi og undan- færslum er reynt að draga að framkvæma vilja ríkisstjórnar- innar. Þetta hefur beinlínis kom- ið í veg fyrir aö sumt af ætlunar- verkum ríkisstjórnarinnar hafi náð fram að ganga." Páll segir óhjákvæmilegt að bankakerfið vcrði stokkað upp. Það streitist viö að halda vöxtum uppi og framkvæmi ekki þá vaxta- lækkun sem nauðsynleg sé til aö komist verði hjá gengislækkun. Og þingflokksformaðurinn segir að bændur mcgi búast við óþurrkasumri. „Ég minnist þess ekki að það liafi brugðist að þeg- ar ártalið endar á 9 þá kemur óþurrkasumar,“ segir Páll að lokum. JÓH Eiður Guðnason: „Veisluföngunum fækkar eitthvað" Eiður Guðnason formaður þing- flokks Alþýðuflokksins segir að ekki hafi verið skortur á hrak- spám frá því ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar settist á valdastóla í lok september. Eiður segir að tvískinnungs- háttur og ábyrgðarleysi Sjálf- stæðisflokksins hafi vakið þjóðar- athygli á árinu - flokksins sem stærði sig af því á árum áður að vera kjölfesta hins íslenska sam- félags. „Ábyrgð og stefnufestu hefur verið varpað fyrir borð og það hefur sannarlega verið ein- kennileg reynsla að sitja að nefn- darstörfum með fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, þar sem þeir þæfa og þæfa og leggjast gegn orðréttum ákvæðum lánsfjárlaga, sem þeir sjálfir börðust fyrir í fyrral," segir alþýðuþingflokks- formaðurinn. „Erfiðleikar í atvinnu- og efna- hagslífi eru vissulega fyrir hendi." segir Eiður. „Þeir eru hins vegar yfirstíganlegir og ekki eins miklir og opinberir vælukjó- ar atvinnulífsins hamra sífellt á í fjölmiðlum. Þessi þjóð hefur undanfarin ár setiö viö veislu- borð að verulcgu leyti upp á krít. Það fækkar eitthvaö veisluföng- unum, en engu að síður verður þar nóg fyrir alla,“ sagði Eiður Guðnason formaður þingflokks Alþýðuflokksins. AP Ólafur G. Einarsson: „Sendiherrastaðan varsterkileikurinn“ „Hvað varðar ríkisstjórnina þá er staöa hennar veik þessa dagana. Mér er mætavel kunnugt unt óánægju innan stjórnarflokkana. Hún mun hins vegar reyna að styrkja stöðu sína með því að fá til liðs við sig einhverja úr stjórnarandstöðunni og ég geri ráð fyrir að þar verði um að ræða einstaklinga fremur en flokka. Mér þykir líklegt að þetta gangi eftir og af þeim sökutn sé stjórnin ekki að fara frá,“ segir Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ólafur telur að í framhaldi af þeim atburðum er gerðust á Alþingi síðustu daga fyrir jólafrt muni Borgaraflokkurinn klofna. Enginn vafi leiki á að brottför Alberts Guðmundssonar hafi þar sitt að segja. „Ég tel að þetta boð til hans um sendiherrastöðuna hafi verið sterki pólitíski leikur- inn á árinu. Ég held að um þessi tnál hafi ekki verið samið fyrir- fram heldur hafi þetta verið leið til aö liðka til,“ segir Ólafur. „Stjórnin mun á næsta ári fá þann meirihluta sem nauðsyn- legur er. Hún ætti að hafa ytri forsendur til að sitja áfram og ég spái því að hún sitji næsta ár. Ég vil hins vegar ekki spá að hún sitji út kjörtímabilið.“ JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.