Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 5
30. desember 1988 - DAGUR - 5 Jón Ingi Einarsson: Hátíðarhöld vegna bæjarréttínda Blönduóss bera hæst „Það sem hæst ber þegar mað- ur er spurður svona fyrirvara- laust eru hátíðarhöldin vegna bæjarréttinda Blönduóss sem voru haldin í frábærlega góðu veðri í sumar,“ sagði Jón Ingi Einarsson, innheimtustjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi og félagi í Leik- félagi Blönduóss þegar Dagur spurði hann um minnisstæð- ustu atburði líðandi árs. „Það sem gerði þetta allt öðru- vísi hjá okkur í leikfélaginu var að við erum vönust því að vinna innan okkar lokaða hóps en þarna unnum við að stóru verk- efni með svo mörgum öðrum. Það gerir þetta líka minnisstætt að við sem störfum innan leik- félagsins þurftum dálítið fyrir þessu að hafa. Þetta tókst að mínu mati allt saman alveg frá- bærlega vel og voru eftirminnileg hátíðarhöld. Þar áttu veðurguð- irnir stóran þátt í því veðrið var alveg frábært þá daga sem hátíð- arhöldin stóðu. Svo má heldur ekki gleyma heimsókn forseta íslands í Húna- þing þótt veðrið væri þá ekki eins ákjósanlegt." fh Gísli Jónsson ferðamálafrömuður: „Ekki svefnsamar nætur“ •„Mér dettur fyrst og fremst í hug ef litið er á allt árið, mikill „túrismi“. Það var um verulega aukningu að ræða hjá mér, sér- staklega í sölu sólarlandaferða til íslendinga,“ sagði Gísli Jónsson forstjóri Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. „Það sem er mér hins veg- ar ferskast í minni núna, eru þessar tvær Glasgowferðir sem farnar voru í nóvember og við- brögðin við þeim. Ég held að nú hafi loks komið í ljós, að fólk var þarna ekki að fara í ævintýra- kaupmennsku, því kaupmenn kvarta ekki yfir jólaversluninni og þetta virðist ekki hafa komið við þá. Hvað sjálfan mig snertir, var tíminn rétt um það bil þegar vélarnar voru að fara og koma mjög taugastrekkjandi. Auðvitað var veðrið mjög gott, nema þegar vélarnar voru að fara en þá kom auðvitað dálítil hríð. Það var ekki skemmtileg tilhugsun að þurfa e.t.v. að sitja uppi með tvisvar 164 farþega sem kæmust ekki í 1 dags ferð svo næturnar á undan voru ekki mjög svefnsam- ar. Þrátt fyrir þetta stefni ég ótrauður að því að endurtaka þetta á næsta ári.“ Gísli sagðist aftur á móti ekki vera jafn bjartsýnn á næsta ár. „Ég er hræddur um að það verði minna í buddunni þá og að fólk muni minnka við sig. Væntanlega verður þá meiri eftirspurn eftir styttri ferðum og við munum að sjálfsögðu mæta því.“ VG Sigurður J. Sigurðsson: Ríkisstjómar- skiptin minmsstæðust „Af erlendum vettvangi eru nokkur atriði sem eru ofarlega í huga og ég tel að munu sitja eftir í minningum þessa árs. Ánægju- legasti atburðurinn sem kemur í hugann er frábær árangur ís- lenskra íþróttamanna á Ólympíu- leikum fatlaðra í Seoul. Þótt margt athyglisvert gerðist á hin- um hefðbundnu leikum hvarf það fljótt úr huga þegar fréttist af árangri hinna fötluðu landa okkar. Að sjálfsögðu minnist maður atburða eins og forseta- kosninganna í Bandaríkjunum og yfirlýsinga um stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna. Það sem situr fastast í huga mín- um eru þó jarðskjálftarnir í Sovétríkjunum. Þeir sýna okkur glöggt hversu vanmegnug við erum gagnvart náttúruöflunum. Afleiðingar þess atburðar eru hörmulegar. Af innlendum atburðum koma mér fyrst í hug aurskriðurnar í Ólafsfirði og þó svo að þær hafi verið smáar miðað við það sem áðan var sagt gerir maður sér enn betri grein fyrir því hversu giftu- samlega Ólafsfirðingar sluppu frá þeim hamförum. Ég minnist einnig verkfalls verslunarmanna síðast- liðið vor og þeirra kjarasamninga vinnuveitenda og launþega sem undirritaðir voru hér á Akureyri. Þeir samingar sýna að hægt er að leiða slíkt til lykta án þess að það þurfi að gerast á Reykjavíkur- svæðinu. En að sjálfsfögðu er mér efst í huga það samstöðu- leysi sem olli því að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar varð að fara frá og ríkisstjórn undir forystu Steingríms Hermannssonar tók við. Þótt afleiðingar þessara atburða muni fyrst koma fram í næsta ári er atburðarásin sem þessu olli enn mjög skýr í huga mínum.“ EHB haft ungana undir væng alla tíð. Svo fór ég í ferðalag austur á firði á árinu, sérstaklega fannst mér gaman að koma í Borgar- fjörð eystri. Það var í fyrsta skipti sem ég fór þangað, mig hafði lengi langað til að fara þangað. Þetta var mjög fallegur staður og mjög merkilegt að koma þarna, mér fannst mjög sérstakt and- rúmsloft. Að öðru leyti hefur þetta ár verið mjög rólegt hjá mér og gott, en það hefur verið allt of fljótt að líða. Annað sem ég man eftir eru náttúrlega forsetakosningarnar. Ég er ekki alveg sátt við þær, eins og þær fóru fram. Mér finnst að við eigum að endurskoða reglur sem gilda um þær, mér finnst ekki að fámennur liópur eigi að geta stofnað til milljóna kostnað- ar fyrir þjóðina. Hérna á Sauðárkróki er M- hátíðin ofarlega í huga, vígslan á Tónlistarskólanum, togarakaup- in og margt margt fleira.“ -bjb Hreiðar Karlsson: Þegar stóru blöðr- urnar sprungu „Það sem mér er minnisstæðast eru þær hremmingar og hreins- unareldur sem ýmis rekstur bitnað á samvinnurekstrinum, um, og ekki er séð fyrir endann á. Sér í lagi hefur þetta ástand bitnað á samvinnurekstrinum, einnig á landsbyggðinni og þar á meðal rekstri á Húsavík. Margt má nefna í þessu sambandi. Ein hliðin á málinu var þegar stóru blöðrurnar fóru að springa í Reykjavík, síðari hluta ársins, og þeir fóru að verða gjaldþrota sem mest hafði verið hrósað fyrir lágt verðlag og snilli í vcrslunarrekstri á undanförnum árum. Það verða ansi margir sem tapa fé á þessum Arnór Benónýsson: Átökin á stjóm- málasviðinu „Ætli átökin á stjórnmálasvið- inu í haust séu manni ekki niinnisstæðust. Fall ríkisstjórn- ar Þorsteins Pálssonar og myndun ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar,“ sagði Arnór Benónýsson, leikhús- stjóri hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Arnór nefndi einnjg þau tíma- mót er hann var ráðinn leikhús- stjóri hjá Leikfélagi Akureyrar og hóf störf á nýjum vinnustað. „Það er auðvitað mjög minnis- stætt og öll átökin í kringum það. Síðan er starf mitt í sambandi við Listahátíð í Reykjavík í vor mér mjög minnisstætt, en ég var þar í framkvæmdastjórn," sagði Arnór. SS Margrét Skúladóttir: Stór ákvörðun að faraaðrekaverslun „Þetta hefur á margan hátt verið viðburðaríkt og skemmtilegt ár svo ég veit varla hvað maður á helst að nefna í þessu sambandi,“ sagði Margrét Skúladóttir, kaup- maður á Blönduósi þegar blaðamaður Dags spurði hana um minnisstæðustu atburði líð- andi árs. „Mér er þó minnisstæðast þeg- ar ég keypti Búðina sérverslun á Blönduósi annan janúar og hóf verslunarrekstur. Það var stór ákvörðun en allt hefur þetta gengið fram að þessu þótt salan fyrir jólin hafi verið minni en ég hafði vonast til. Svo fór ég til Þýskalands og var þar í þrjár vikur í sumar að slappa af og sleikja sólskinið í Móseldalnum. Við vorum átta saman í þessari ferð sem var sér- lega skemmtileg eins og allar ferðir verða með góðum ferðafé- lögum. Þjóðverjar eru mjög góð- ir gestgjafar og alltaf mjög gott aö borða. Það var hreinlega borðaður jólamatur hvern dag sem við vorum þarna úti. Svo.var mjög gaman þegar tvær dætur mínar komu heim eftir ársdvöl í Bandaríkjunum." tl1 Elsa Jónsdóttir bæjar- ritari á Sauðárkróki: „Mjög rólegt og gott ár hjá mér“ „Það sem er mér efst í huga á árinu varðandi sjálfa mig er aðallega það að stór hluti af fjöl- skyldu minni flutti burtu af staðn- um og til útlanda. Það var tals- vert stór biti fyrir rnig að kyngja, mér fannst það vera stórt opið hérna sem var skilið eftir. En maður jafnar sig á því og sættir sig við þaö, maður getur ekki INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL. B1986 Hinn 10. janúar 1989 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiöa verötryggöra spariskírteina ríkissjóðs meö vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiöa nr. 6 verður frá og meö 10. janúar nk. greitt sem hér segir: _________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.341,60_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuöstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10.júlí 1988 til 10.janúar1989 að viöbættum veröbótum sem fylgja hækkun sem oröiö hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2279 hinn 1. janúar n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiöa nr. 6 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. jánúar 1989. Reykjavík, 30. desember 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.